Boston Celtics í úrslitin: „Við erum allt annað lið núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 06:31 Jaylen Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslita Austurdeildarinnar. Hér fagnar hann því með félögum sínum í Boston Celtics. AP/Michael Conroy Boston Celtics sópaði liði Indiana Pacers út úr úrslitum Austurdeildarinnar í nótt og er fyrir vikið komið alla leið í úrslitaeinvígið um NBA meistaratitilinn í körfubolta. Boston vann leikinn þó naumt, 105-102, og aðeins eftir góðan endasprett þar sem liðið vann síðustu sex mínúturnar 15-4. Pacers hafði unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni fyrir einvígið á móti Boston en tapaði síðustu tveimur heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Það gerði þeim lífið vissulega mun erfiðara að þurfa að spila án Tyrese Haliburton í báðum þessum leikjum. Boston, sem hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni og alla sex útileiki sína, mætir annað hvort Dallas Mavericks eða Minnesota Timberwolves í lokaúrslitunum en staðan er 3-0 fyrir Dallas í því einvígi. Jaylen Brown skoraði 29 stig í leiknum og Jayson Tatum var með 26 sitg 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. „Ég var ekki að búast við þessu. Ég vinna aldrei neitt,“ sagði Brown sem komst ekki í neitt úrvalslið í vetur. Hann svaraði því með frábæru einvígi á móti Indiana þar sem hann var með 29,8 stig í leik og nýtti 52 prósent skota sinna. Boston hafði verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm sinnum á síðustu sjö árum fyrir tímabilið í ár en aðeins einu sinni komist alla leið í úrslitin. Liðið hefur enn fremur ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008. „Við erum með allt annað lið núna heldur en liðið í fyrra og árin þar á undan,“ sagði Brown. „Ég veit að allir vilja rifja upp hvað gerðist fyrir okkur á síðustu árum en liðið okkar hefur breyst á hverju ári. Við erum búnir að vera með þrjá þjálfara á síðustu fimm árum. Samt vilja allir segja að þetta alltaf það sama. Tíminn hefur liðið, við höfum náð okkur í reynslu og erum tilbúnir að sýna okkar besta í úrslitunum,“ sagði Brown. Andrew Nembhard var atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Pascal Siakam var með 19 stig og 10 fráköst. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Boston vann leikinn þó naumt, 105-102, og aðeins eftir góðan endasprett þar sem liðið vann síðustu sex mínúturnar 15-4. Pacers hafði unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni fyrir einvígið á móti Boston en tapaði síðustu tveimur heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Það gerði þeim lífið vissulega mun erfiðara að þurfa að spila án Tyrese Haliburton í báðum þessum leikjum. Boston, sem hefur unnið sjö leiki í röð í úrslitakeppninni og alla sex útileiki sína, mætir annað hvort Dallas Mavericks eða Minnesota Timberwolves í lokaúrslitunum en staðan er 3-0 fyrir Dallas í því einvígi. Jaylen Brown skoraði 29 stig í leiknum og Jayson Tatum var með 26 sitg 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Brown fékk Larry Bird bikarinn sem besti leikmaður úrslitaeinvígis Austurdeildarinnar. „Ég var ekki að búast við þessu. Ég vinna aldrei neitt,“ sagði Brown sem komst ekki í neitt úrvalslið í vetur. Hann svaraði því með frábæru einvígi á móti Indiana þar sem hann var með 29,8 stig í leik og nýtti 52 prósent skota sinna. Boston hafði verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm sinnum á síðustu sjö árum fyrir tímabilið í ár en aðeins einu sinni komist alla leið í úrslitin. Liðið hefur enn fremur ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008. „Við erum með allt annað lið núna heldur en liðið í fyrra og árin þar á undan,“ sagði Brown. „Ég veit að allir vilja rifja upp hvað gerðist fyrir okkur á síðustu árum en liðið okkar hefur breyst á hverju ári. Við erum búnir að vera með þrjá þjálfara á síðustu fimm árum. Samt vilja allir segja að þetta alltaf það sama. Tíminn hefur liðið, við höfum náð okkur í reynslu og erum tilbúnir að sýna okkar besta í úrslitunum,“ sagði Brown. Andrew Nembhard var atkvæðamestur hjá Indiana með 24 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Pascal Siakam var með 19 stig og 10 fráköst.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira