Forsetakosning, auðlindir í þágu almennings Gunnar Hrafn Birgisson skrifar 28. maí 2024 11:46 Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni. Halla Hrund minnir á að við njótum þess að formæður okkar og forfeður tóku höndum saman um að nýta auðlindir og byggja upp til lands og sjávar. Hitaveitur, vatnsveitur, raforkuver, skipakostur og flugfélög komust á laggirnar. Lagðir voru vegir, reistir skólar, sjúkrahús, frystihús og fleira. Allt í þágu þjóðar heildar. Við þá vinnu urðu til verðmæti sem Halla Hrund vill gæta að glatist ekki úr höndum þjóðar. Hún hefur orðið vör við ásælni aðila í auðlindir þjóðarinnar, t.d. Landsvirkjun. Það getur virst ótrúlegt að stjórnvöld selji slíkar sameignir þjóðar. En hugum að því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill selja lífeyrissjóðum 30-40% af Landsvirkjun(Vísir 24.2. 2024). Á skjön við það segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, „að sala Landsvirkjunar standi ekki til og hafi ekki komið til umræðu“ (Mbl. 26.5. 2024). Hvoru þeirra skal trúa? Sagan sýnir að stjórnvöld hafi glutrað niður ýmsum eigum almennings. Til dæmis á árunum 2007-2009 komst Hitaveita Suðurnesja eða HS Orka í hendur erlendra einkafjárfesta, sem högnuðust um ógrynni fjár. Árið 2006 seldi Reykjavíkurborg 45% hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær seldi 5% hlut sinn í virkjuninni til ríkisins fyrir lítið. Eftir það urðu þessi sveitarfélög árlega af milljarða króna arði. Einnig mætti nefna kvótakerfi og bankasölur en förum ekki nánar út í það. Halla Hrund varar við því að erlendir fjárfestar kaupi í síauknum mæli upp jarðir á Íslandi. Alþingi hefur haft þetta til skoðunar án þess að taka á málinu. Jarðir seljast því áfram og með hlunnindum, m.a. rétti til vatnsnýtingar og efnistöku. Mér virðist Halla Hrund hafa hæfni, dug og einlægan vilja til þess að verja rétt almennings til auðlinda þjóðarinnar. Við það muni hún hafa hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég tel líka að hún muni leggja sig fram um að vernda lífríkið og náttúru landsins. Ég kýs Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni. Halla Hrund minnir á að við njótum þess að formæður okkar og forfeður tóku höndum saman um að nýta auðlindir og byggja upp til lands og sjávar. Hitaveitur, vatnsveitur, raforkuver, skipakostur og flugfélög komust á laggirnar. Lagðir voru vegir, reistir skólar, sjúkrahús, frystihús og fleira. Allt í þágu þjóðar heildar. Við þá vinnu urðu til verðmæti sem Halla Hrund vill gæta að glatist ekki úr höndum þjóðar. Hún hefur orðið vör við ásælni aðila í auðlindir þjóðarinnar, t.d. Landsvirkjun. Það getur virst ótrúlegt að stjórnvöld selji slíkar sameignir þjóðar. En hugum að því að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra vill selja lífeyrissjóðum 30-40% af Landsvirkjun(Vísir 24.2. 2024). Á skjön við það segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra, „að sala Landsvirkjunar standi ekki til og hafi ekki komið til umræðu“ (Mbl. 26.5. 2024). Hvoru þeirra skal trúa? Sagan sýnir að stjórnvöld hafi glutrað niður ýmsum eigum almennings. Til dæmis á árunum 2007-2009 komst Hitaveita Suðurnesja eða HS Orka í hendur erlendra einkafjárfesta, sem högnuðust um ógrynni fjár. Árið 2006 seldi Reykjavíkurborg 45% hlut sinn í Landsvirkjun og Akureyrarbær seldi 5% hlut sinn í virkjuninni til ríkisins fyrir lítið. Eftir það urðu þessi sveitarfélög árlega af milljarða króna arði. Einnig mætti nefna kvótakerfi og bankasölur en förum ekki nánar út í það. Halla Hrund varar við því að erlendir fjárfestar kaupi í síauknum mæli upp jarðir á Íslandi. Alþingi hefur haft þetta til skoðunar án þess að taka á málinu. Jarðir seljast því áfram og með hlunnindum, m.a. rétti til vatnsnýtingar og efnistöku. Mér virðist Halla Hrund hafa hæfni, dug og einlægan vilja til þess að verja rétt almennings til auðlinda þjóðarinnar. Við það muni hún hafa hag komandi kynslóða að leiðarljósi. Ég tel líka að hún muni leggja sig fram um að vernda lífríkið og náttúru landsins. Ég kýs Höllu Hrund sem forseta Íslands. Höfundur er sálfræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun