Færeyingar á undan Íslendingum í VAR-málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 12:00 Belgíski dómarinn Wesli De Cremer hefur hér farið í skjáinn. Getty/Isosport/ Stúkan ræddi aðkomu myndbandsdómgæslu að leikjunum í Bestu deild karla í fótbolra eftir að nokkur umdeild atvik komu upp í síðustu umferð. Þar kom fram að litli bróðir í Færeyjum er að taka fram úr Íslandi hvað þetta varðar. „Nú er ég að fjalla um körfubolta sjálfur og þá er bara VAR þegar það eru stórar sjónvarpsútsendingar hjá okkur á Stöð 2 Sport. Dómararnir nýta sér það, fara í skjáinn. Ég fékk þær upplýsingar að um 35 til 40 prósent leikjanna á Stöð 2 Sport eru stórar útsendingar,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem sá um Stúkuna að þessu sinni. „Af hverju er ekki bara VAR á þeim leikjum eins og þekkist í handbolta og körfubolta,“ spurði Stefán Árni. Færeyjar að taka upp VAR „Þetta var mest áberandi í þessum umferð hvað varðar vítið upp á Skaga, ef það hefði verið stór útsending, og Sindra Kristinn (Ólafsson) í markinu hjá FH á móti Val. Þar hefði VAR stigið inn í,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég kynnti mér þetta aðeins og umræðan um VAR er alltaf hangandi yfir. Hvort að það eigi að taka upp VAR eða ekki. Það eru fordæmi fyrir því að taka upp VAR í löndum í kringum okkur sem við horfum svolítið til,“ sagði Atli Viðar. „Ég veit að til dæmis í Færeyjum þá eru menn að fara þessa leið sem þú ert að stinga upp á. Að stórar sjónvarpsútsendingar, einn leikur í umferð eða eitthvað slíkt, séu með VAR,“ sagði Atli. Byrja smátt „Margir hafa þá skoðun að það eigi bara að byrja smátt og það þurfi ekki að hafa það sama í gangi á öllum leikjum. Umræðan mun ekkert þagna á meðan VAR er til og VAR er partur af fótboltanum út í Evrópu. Þá verður þetta hangandi yfir okkur,“ sagði Atli. „Þetta er stærra en svo að við getum bara ákveðið núna að það verði komið VAR í útsendingarbílinn í næstu umferð,“ sagði Atli. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki, af hverju þetta er ekki. Mér er alveg sama þótt að þetta sé ekki á öllum leikjum. Það er betra að hafa þetta í einhverjum leikjum. Þetta kostar ekkert. Það er VAR hjá mér í körfuboltaútsendingum og það kostar ekkert,“ sagði Stefán. Verður heldur betur kvartað Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni, var hins vegar viss um það að það yrði alltaf mikil óánægja ef það væru teknir leikir út og það væri ekki myndbandsdómgæsla í öllum leikjum. „Ég skal lofa þér því að það verður heldur betur kvartað yfir því af hverju þessi leikur er talinn vera stór leikur og af hverju fáum við ekki VAR á þennan leik,“ sagði Albert. Það má sjá alla umræðuna um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um VAR Besta deild karla Stúkan Færeyski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Nú er ég að fjalla um körfubolta sjálfur og þá er bara VAR þegar það eru stórar sjónvarpsútsendingar hjá okkur á Stöð 2 Sport. Dómararnir nýta sér það, fara í skjáinn. Ég fékk þær upplýsingar að um 35 til 40 prósent leikjanna á Stöð 2 Sport eru stórar útsendingar,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem sá um Stúkuna að þessu sinni. „Af hverju er ekki bara VAR á þeim leikjum eins og þekkist í handbolta og körfubolta,“ spurði Stefán Árni. Færeyjar að taka upp VAR „Þetta var mest áberandi í þessum umferð hvað varðar vítið upp á Skaga, ef það hefði verið stór útsending, og Sindra Kristinn (Ólafsson) í markinu hjá FH á móti Val. Þar hefði VAR stigið inn í,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég kynnti mér þetta aðeins og umræðan um VAR er alltaf hangandi yfir. Hvort að það eigi að taka upp VAR eða ekki. Það eru fordæmi fyrir því að taka upp VAR í löndum í kringum okkur sem við horfum svolítið til,“ sagði Atli Viðar. „Ég veit að til dæmis í Færeyjum þá eru menn að fara þessa leið sem þú ert að stinga upp á. Að stórar sjónvarpsútsendingar, einn leikur í umferð eða eitthvað slíkt, séu með VAR,“ sagði Atli. Byrja smátt „Margir hafa þá skoðun að það eigi bara að byrja smátt og það þurfi ekki að hafa það sama í gangi á öllum leikjum. Umræðan mun ekkert þagna á meðan VAR er til og VAR er partur af fótboltanum út í Evrópu. Þá verður þetta hangandi yfir okkur,“ sagði Atli. „Þetta er stærra en svo að við getum bara ákveðið núna að það verði komið VAR í útsendingarbílinn í næstu umferð,“ sagði Atli. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá skil ég þetta ekki, af hverju þetta er ekki. Mér er alveg sama þótt að þetta sé ekki á öllum leikjum. Það er betra að hafa þetta í einhverjum leikjum. Þetta kostar ekkert. Það er VAR hjá mér í körfuboltaútsendingum og það kostar ekkert,“ sagði Stefán. Verður heldur betur kvartað Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni, var hins vegar viss um það að það yrði alltaf mikil óánægja ef það væru teknir leikir út og það væri ekki myndbandsdómgæsla í öllum leikjum. „Ég skal lofa þér því að það verður heldur betur kvartað yfir því af hverju þessi leikur er talinn vera stór leikur og af hverju fáum við ekki VAR á þennan leik,“ sagði Albert. Það má sjá alla umræðuna um þetta mál hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um VAR
Besta deild karla Stúkan Færeyski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn