Katrín og Halla Tómasdóttir hnífjafnar í nýrri könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 30. maí 2024 12:01 Ef kosið yrði á morgun er ekki hægt að segja til um hvor hefði betur Halla Tómasdóttir eða Katrín Jakobsdóttir sem mælast báðar með 24,1 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru hnífjafnar samkvæmt nýrri könnun fyrir fréttastofuna. Marktækur munur er á fylgi þeirra og Höllu Hrundar Logadóttur sem nýtur næst mest fylgis á eftir þeim. Seinni kappræður fréttastofunnar vegna forsetakosninganna næst komandi laugardag verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum kvöldfréttum. Nú eru aðeins eru fjörutíu og sex klukkustundir þar til kjörstaðir verða opnaðir og Íslendingar ganga að kjörborðinu til að kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Miðað við þær tuttugu og tvær kannanir sem nú hafa verið birtar eru allar líkur á að næsti forseti verði kona. Þetta er staðfest í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Þar mælast Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir hnífjafnar með 24,1 prósent. Það er marktækur munur á þeim tveimur annars vegar og Höllu Hrund Logadóttur hins vegar sem mælist með 18,4 prósent, 5,7 prósentustigum minna fylgi en Katrín og Halla Tómasdóttir. Staða efstu sex frambjóðenda í síðustu tveimur könnunum Maskínu.vísir Baldur Þórhallsson mælist með 15,4 prósent, Jón Gnarr með 9,9 og Arnar Þór Jónsson með slétt fimm prósent. Marktækur munur er á þeim öllum. Hinir sex frambjóðendurnir mælast samanlagt með 3,2 prósent. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði sem leitt hefur kosningarannsóknir á Íslandi í áratugi sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að forsetakosningarnar nú væru þær mest spennandi frá árinu 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir náði fyrst kvenna naumlega kjöri. Undanfarnar vikur hefðu verið miklar hreyfingar á fylgi frá einni könnun til annarar. Staðan geti breyst allt fram á kjördag því rannsóknir sýni að vaxandi fjöldi kjósenda ákveði sig á síðustu stundu, eftir að hafa velt fyrir sér kannski nokkrum frambjóðendum. „Í forsetakosningunum 2016 sögðust 25 prósent kjósenda hafa ákveðið sig á kjördag eða rétt fyrir kjördag. Í síðustu alþingiskosningum sagðist helmingur kjósenda hafa ákveðið sig í síðustu vikunni. Tuttugu og fimm prósent ákváðu sig á sjálfan kjördaginn," segir Ólafur Þ. Harðarson. Í könnunum væri fólk einfaldlega að segja hvaða frambjóðanda það væri líklegast til að kjósa á þeirri stundu. Það verður því spennandi að sjá aðrar kannanir sem birtar verða í dag og á morgun. Könnunin fór fram dagana 27. til 30. maí 2024 og voru svarendur 2.985 talsins. Af þeim sem tóku afstöðu vissu 4,9 prósent ekki hvern þau myndu kjósa og 0,9 prósent vildu ekki svara spurningunni. Þá sögðust 0,4 prósent ekki ætla að kjósa og 0,7 prósent sögðust ætla að skila auðu. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Segir enn svigrúm til taka fram úr Katrínu Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur. 30. maí 2024 11:08 Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. 29. maí 2024 20:01 Baldur harðneitar að segja hver lagði að honum að hætta Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi hélt því fram í kappræðum Heimildarinnar í vikunni að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands. Hann neitar að upplýsa um hver sá var sem það gerði. 30. maí 2024 10:38 Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21 Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Nú eru aðeins eru fjörutíu og sex klukkustundir þar til kjörstaðir verða opnaðir og Íslendingar ganga að kjörborðinu til að kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Miðað við þær tuttugu og tvær kannanir sem nú hafa verið birtar eru allar líkur á að næsti forseti verði kona. Þetta er staðfest í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Þar mælast Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir hnífjafnar með 24,1 prósent. Það er marktækur munur á þeim tveimur annars vegar og Höllu Hrund Logadóttur hins vegar sem mælist með 18,4 prósent, 5,7 prósentustigum minna fylgi en Katrín og Halla Tómasdóttir. Staða efstu sex frambjóðenda í síðustu tveimur könnunum Maskínu.vísir Baldur Þórhallsson mælist með 15,4 prósent, Jón Gnarr með 9,9 og Arnar Þór Jónsson með slétt fimm prósent. Marktækur munur er á þeim öllum. Hinir sex frambjóðendurnir mælast samanlagt með 3,2 prósent. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði sem leitt hefur kosningarannsóknir á Íslandi í áratugi sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að forsetakosningarnar nú væru þær mest spennandi frá árinu 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir náði fyrst kvenna naumlega kjöri. Undanfarnar vikur hefðu verið miklar hreyfingar á fylgi frá einni könnun til annarar. Staðan geti breyst allt fram á kjördag því rannsóknir sýni að vaxandi fjöldi kjósenda ákveði sig á síðustu stundu, eftir að hafa velt fyrir sér kannski nokkrum frambjóðendum. „Í forsetakosningunum 2016 sögðust 25 prósent kjósenda hafa ákveðið sig á kjördag eða rétt fyrir kjördag. Í síðustu alþingiskosningum sagðist helmingur kjósenda hafa ákveðið sig í síðustu vikunni. Tuttugu og fimm prósent ákváðu sig á sjálfan kjördaginn," segir Ólafur Þ. Harðarson. Í könnunum væri fólk einfaldlega að segja hvaða frambjóðanda það væri líklegast til að kjósa á þeirri stundu. Það verður því spennandi að sjá aðrar kannanir sem birtar verða í dag og á morgun. Könnunin fór fram dagana 27. til 30. maí 2024 og voru svarendur 2.985 talsins. Af þeim sem tóku afstöðu vissu 4,9 prósent ekki hvern þau myndu kjósa og 0,9 prósent vildu ekki svara spurningunni. Þá sögðust 0,4 prósent ekki ætla að kjósa og 0,7 prósent sögðust ætla að skila auðu.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Segir enn svigrúm til taka fram úr Katrínu Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur. 30. maí 2024 11:08 Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. 29. maí 2024 20:01 Baldur harðneitar að segja hver lagði að honum að hætta Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi hélt því fram í kappræðum Heimildarinnar í vikunni að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands. Hann neitar að upplýsa um hver sá var sem það gerði. 30. maí 2024 10:38 Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21 Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Segir enn svigrúm til taka fram úr Katrínu Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur. 30. maí 2024 11:08
Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráðhúsinu „Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum. 29. maí 2024 20:01
Baldur harðneitar að segja hver lagði að honum að hætta Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi hélt því fram í kappræðum Heimildarinnar í vikunni að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig ekki fram til embættis forseta Íslands. Hann neitar að upplýsa um hver sá var sem það gerði. 30. maí 2024 10:38
Menningarelítan klofin og tekst á um ... elítur Baráttan um Bessastaði hefur harðnað svo um munar á síðustu dögum. Einkum eru það andstæðingar Katrínar Jakobsdóttur sem ekki mega til þess hugsa að hún hoppi eins auðveldlega og skoðanakannanir gefa til kynna úr stóli forsætisráðherra yfir í að verða sjálfur forseti Íslands. 29. maí 2024 13:21
Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. 29. maí 2024 12:20