Fréttir af meintri skaðsemi lýsis sagðar æsifréttir Árni Sæberg skrifar 30. maí 2024 13:40 Fjölmargir taka lýsi og omega-3 á hverjum degi, í von um að það geri þeim gott. Getty Sérfræðingar segja fréttir af meintri skaðsemi lýsis byggja á rannsókn sem ekki sé unnt að draga neinar ályktanir af. Á dögunum var greint frá því að niðurstöður nýrrar rannsóknar bentu til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis.. Niðurstöðurnar sem vísað var í voru þær að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Er lýsi jafnvont og það er vont? Þær Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemar í næringarfræði, rita aðsenda grein á Vísi í dag, þar sem þær velta upp spurningunni um hvort lýsi sé eins skaðlegt og það er bragðvont. Þær segja að einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfi almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfi þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það sé vegna þess hve norðarlega við búum og sólin geti því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Túlka þurfi rannsóknir rétt Þær segja nýjar rannsóknir á svið næringarfræði kærkomna viðbót í leit að aukinni þekkingu á næringarfræði. Það krefjist hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt til þess að sjá hvort þær veiti upplýsingar eða standi á brauðfótum, sem fjölmiðlar geri almennt ekki. Fréttirnar sem um ræðir séu unnar upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni hafi hins vegar ekki fylgt nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Þar sé gott að staldra við en rannsóknin hafi verið haldin ýmsum takmörkunum og galla, sem bjóði upp á bjögun sem vert sé að hafa í huga. Athygli vekji að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafi omega-3 fæðubót haft verndandi áhrif. „Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíufæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif.“ Beinvernd á sama máli Skömmu eftir að frétt Morgunblaðsins birtist ritaði formaður Beinverndar færslu á Facebook-hópi samtakanna undir yfirskriftinni Þegar efni er ekki skoðað í réttu samhengi. Þar er vitnað í höfunda rannsóknarinnar sem segja að um sé að ræða áhorfsrannsókn sé hvorki unnt að fullyrða um orsakasamhengi né draga ályktanir út frá rannsókninni. Heilbrigðiseftirlit Heilsa Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að niðurstöður nýrrar rannsóknar bentu til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis.. Niðurstöðurnar sem vísað var í voru þær að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Er lýsi jafnvont og það er vont? Þær Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemar í næringarfræði, rita aðsenda grein á Vísi í dag, þar sem þær velta upp spurningunni um hvort lýsi sé eins skaðlegt og það er bragðvont. Þær segja að einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfi almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfi þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það sé vegna þess hve norðarlega við búum og sólin geti því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Túlka þurfi rannsóknir rétt Þær segja nýjar rannsóknir á svið næringarfræði kærkomna viðbót í leit að aukinni þekkingu á næringarfræði. Það krefjist hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt til þess að sjá hvort þær veiti upplýsingar eða standi á brauðfótum, sem fjölmiðlar geri almennt ekki. Fréttirnar sem um ræðir séu unnar upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni hafi hins vegar ekki fylgt nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Þar sé gott að staldra við en rannsóknin hafi verið haldin ýmsum takmörkunum og galla, sem bjóði upp á bjögun sem vert sé að hafa í huga. Athygli vekji að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafi omega-3 fæðubót haft verndandi áhrif. „Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíufæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif.“ Beinvernd á sama máli Skömmu eftir að frétt Morgunblaðsins birtist ritaði formaður Beinverndar færslu á Facebook-hópi samtakanna undir yfirskriftinni Þegar efni er ekki skoðað í réttu samhengi. Þar er vitnað í höfunda rannsóknarinnar sem segja að um sé að ræða áhorfsrannsókn sé hvorki unnt að fullyrða um orsakasamhengi né draga ályktanir út frá rannsókninni.
Heilbrigðiseftirlit Heilsa Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira