Jón og Jóga fyrir okkur öll Maggý Hrönn Hermannsdóttir skrifar 30. maí 2024 18:01 Mín ósk er sú að fólk láti af óhróðri og illmælgi það sem eftir lifir af kosningabaráttunni um 7. forseta lýðveldisins. Sleppum argaþrasinu í tæpa tvo sólarhringa og beinum athygli okkar að öllu því góða sem frambjóðendur hafa fram að færa. Minn draumaforseti er Jón Gnarr. Jón er að mínu mati djúpvitur, fjölgreindur í meira lagi. Hvað gerðist þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins? Hann var fremstur í flokki jafningja og stuðlaði að mannbætandi samskiptum út um alla borg. Verði Jón kosinn forseti fáum við hin sem ekki búum í borginni að kynnast og njóta gleðinnar, kærleikans og viskunnar sem þau dreifa frá sér. Jón og Jóga munu blása lífi í glæðurnar og gefa öllum landsmönnum von. Þá meina ég öllum, þvert á mannflóruna eins og hún leggur sig. Jón er bara Jón og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, fullur af æðruleysi og samkennd með þeim sem minna mega sín. Jón veit hvernig það er að vera kalt á höndunum, vera lagður í einelti og þurfa að ýta bílnum í gang. Það veit Jóga líka. Jón skrifaði bókina 1000 kossar Jóga þar sem hann segir frá lífsreynslu konu sinnar.Listamaðurinn Jón hefur skemmt mér og þannig gefið mér spark í einstaka lægðum lífs míns. Fóstbræður, Tvíhöfði, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson svo eitthvað sé nefnt. Rithöfundurinn Jón hefur svo sannarlega hjálpað mörgum grunnskólanemendum með útgáfu sjálfsævisögulegra bóka sinna, Indíáninn, Sjóræninginn og Útlaginn. Þetta finnst mér alvöru sjálfshjálparbækur fyrir okkur öll. Ég þreytist ekki á að nota setninguna hans Jóns “Þó hann kunni ekki að fallbeygja danskar sagnir” þar sem hann leggur áherslu á hvað skiptir máli varðandi velferð og hamingju barnanna okkar og barnabarna. Barnið Jón hélt að það gæti ekki orðið neitt vegna lesblindu. Það var þá. Nú er hann auðmjúkur þjónn þjóðarinnar í framboði til forseta Íslands. Hann ætlar að leiða saman unga sem aldna þyggja ráð frá þeim sem vita það sem hann veit ekki. Einn af mörgum styrkleikum Jóns er að hann segir upphátt, ég veit það ekki.Hann er skýr í svörum. Fer ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Menning og listir eru galfjaðrirnar hans Jóns og við þurfum svoleiðis forseta. Mér finnst það. Amen sem stendur fyrir, það er vissulega rétt og áreiðanlegt. Höfundur er með fimm geðgreiningar og eina til tvær háskólagráður sem skipta litlu máli þegar kemur að lífshamingjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mín ósk er sú að fólk láti af óhróðri og illmælgi það sem eftir lifir af kosningabaráttunni um 7. forseta lýðveldisins. Sleppum argaþrasinu í tæpa tvo sólarhringa og beinum athygli okkar að öllu því góða sem frambjóðendur hafa fram að færa. Minn draumaforseti er Jón Gnarr. Jón er að mínu mati djúpvitur, fjölgreindur í meira lagi. Hvað gerðist þegar Jón Gnarr var kosinn borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins? Hann var fremstur í flokki jafningja og stuðlaði að mannbætandi samskiptum út um alla borg. Verði Jón kosinn forseti fáum við hin sem ekki búum í borginni að kynnast og njóta gleðinnar, kærleikans og viskunnar sem þau dreifa frá sér. Jón og Jóga munu blása lífi í glæðurnar og gefa öllum landsmönnum von. Þá meina ég öllum, þvert á mannflóruna eins og hún leggur sig. Jón er bara Jón og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, fullur af æðruleysi og samkennd með þeim sem minna mega sín. Jón veit hvernig það er að vera kalt á höndunum, vera lagður í einelti og þurfa að ýta bílnum í gang. Það veit Jóga líka. Jón skrifaði bókina 1000 kossar Jóga þar sem hann segir frá lífsreynslu konu sinnar.Listamaðurinn Jón hefur skemmt mér og þannig gefið mér spark í einstaka lægðum lífs míns. Fóstbræður, Tvíhöfði, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson svo eitthvað sé nefnt. Rithöfundurinn Jón hefur svo sannarlega hjálpað mörgum grunnskólanemendum með útgáfu sjálfsævisögulegra bóka sinna, Indíáninn, Sjóræninginn og Útlaginn. Þetta finnst mér alvöru sjálfshjálparbækur fyrir okkur öll. Ég þreytist ekki á að nota setninguna hans Jóns “Þó hann kunni ekki að fallbeygja danskar sagnir” þar sem hann leggur áherslu á hvað skiptir máli varðandi velferð og hamingju barnanna okkar og barnabarna. Barnið Jón hélt að það gæti ekki orðið neitt vegna lesblindu. Það var þá. Nú er hann auðmjúkur þjónn þjóðarinnar í framboði til forseta Íslands. Hann ætlar að leiða saman unga sem aldna þyggja ráð frá þeim sem vita það sem hann veit ekki. Einn af mörgum styrkleikum Jóns er að hann segir upphátt, ég veit það ekki.Hann er skýr í svörum. Fer ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Menning og listir eru galfjaðrirnar hans Jóns og við þurfum svoleiðis forseta. Mér finnst það. Amen sem stendur fyrir, það er vissulega rétt og áreiðanlegt. Höfundur er með fimm geðgreiningar og eina til tvær háskólagráður sem skipta litlu máli þegar kemur að lífshamingjunni.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun