Ég vil Baldur og því kýs ég Baldur Ólafur Helgi M. Ólafsson / Starína skrifar 31. maí 2024 09:30 Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins. Hann reyndi að þóknast öðrum, vera eins og hinir, gera það sem öðrum fannst að hann ætti að gera og bréfið endaði meira að segja á orðunum “ertu kominn með kærustu?” Þótt bréfið fjallaði allt um það hversu mikið ég kæmi til með að sakna stráks sem ég var að kveðja og var augljóslega skotinn í. Allt þetta bréf var um það hvernig ég gæti ekki verið samkynhneigður og svona öðruvísi. Hvernig ég gæti lagað það. En þessi sami strákur og skrifaði bréfið kom svo út úr skápnum árið 2002, fann sér áhugamál, kláraði nám, ferðaðist um heiminn og gafst aldrei upp á draumum sínum. Síðan fóru draumarnir að breytast og tilgangurinn varð að vilja styrkja og hvetja aðra til að lifa sínu lífi sem þeirra og vera trú sjálfum sér. Þetta gerðu Baldur og Felix fyrir mig (ásamt fullt af öðru fólki). Þá fann ég það að hjartað mitt og heilinn minn eru sammála um að hann er minn besti valkostur til forseta Íslands. Hví? Ég gæti byrjað að telja upp þessi góðu rök sem ég var að reyna að muna utanbókar, eins og það að hann setur málefni barna og ungmenna í fyrsta sæti, hann berst fyrir fullum mannréttindum allra, hann er prófessor með sérfræðiþekkingu um stjórnmál og smáríki og fleira. En mín stærstu rök eru; hvað ef þessi maður, sem barst fyrir mannréttindum og jafnræði, og kemur fram við ókunnuga með auðmýkt og hlýju, væri forseti Íslands? Mér þætti þessi maður mjög góð fyrirmynd og ef ég hefði haft hann sem forseta þegar ég var krakki þá hefði ég kannski ekki verið svona týndur. Ég treysti því að hann muni sinna þessu embætti af miklu hugrekki og ástríðu. Ég treysti því að ef Alþingi fer að koma með einhver frumvörp sem skerða þjóðarhagsmuni eða mannréttindi okkar, að þá muni hann grípa inn í og vísa þeim til þjóðarinnar. Ég treysti því að hann muni hlusta á okkur ef við mótmælum. Baldur kemur vel fram við alla hvort sem þú ert fatlaður, hinsegin, kona, barn eða útlendingur. Allir eru jafnir og það er það sem mér finnst svo fallegt. Ég sá hann örugglega í fyrsta sinn í gleðigöngunni 2002 eða 2003, þar og annars staðar hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks og gert Ísland að betri stað fyrir vikið og ég vil gefa honum enn betra tækifæri til að gera Ísland að enn betri stað fyrir ALLA! Ég ætla að kjósa Baldur því ég vil að við vinnum saman að betri heimi. Höfundur er fyrrverandi Dragdrottning Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins. Hann reyndi að þóknast öðrum, vera eins og hinir, gera það sem öðrum fannst að hann ætti að gera og bréfið endaði meira að segja á orðunum “ertu kominn með kærustu?” Þótt bréfið fjallaði allt um það hversu mikið ég kæmi til með að sakna stráks sem ég var að kveðja og var augljóslega skotinn í. Allt þetta bréf var um það hvernig ég gæti ekki verið samkynhneigður og svona öðruvísi. Hvernig ég gæti lagað það. En þessi sami strákur og skrifaði bréfið kom svo út úr skápnum árið 2002, fann sér áhugamál, kláraði nám, ferðaðist um heiminn og gafst aldrei upp á draumum sínum. Síðan fóru draumarnir að breytast og tilgangurinn varð að vilja styrkja og hvetja aðra til að lifa sínu lífi sem þeirra og vera trú sjálfum sér. Þetta gerðu Baldur og Felix fyrir mig (ásamt fullt af öðru fólki). Þá fann ég það að hjartað mitt og heilinn minn eru sammála um að hann er minn besti valkostur til forseta Íslands. Hví? Ég gæti byrjað að telja upp þessi góðu rök sem ég var að reyna að muna utanbókar, eins og það að hann setur málefni barna og ungmenna í fyrsta sæti, hann berst fyrir fullum mannréttindum allra, hann er prófessor með sérfræðiþekkingu um stjórnmál og smáríki og fleira. En mín stærstu rök eru; hvað ef þessi maður, sem barst fyrir mannréttindum og jafnræði, og kemur fram við ókunnuga með auðmýkt og hlýju, væri forseti Íslands? Mér þætti þessi maður mjög góð fyrirmynd og ef ég hefði haft hann sem forseta þegar ég var krakki þá hefði ég kannski ekki verið svona týndur. Ég treysti því að hann muni sinna þessu embætti af miklu hugrekki og ástríðu. Ég treysti því að ef Alþingi fer að koma með einhver frumvörp sem skerða þjóðarhagsmuni eða mannréttindi okkar, að þá muni hann grípa inn í og vísa þeim til þjóðarinnar. Ég treysti því að hann muni hlusta á okkur ef við mótmælum. Baldur kemur vel fram við alla hvort sem þú ert fatlaður, hinsegin, kona, barn eða útlendingur. Allir eru jafnir og það er það sem mér finnst svo fallegt. Ég sá hann örugglega í fyrsta sinn í gleðigöngunni 2002 eða 2003, þar og annars staðar hefur hann barist fyrir réttindum hinsegin fólks og gert Ísland að betri stað fyrir vikið og ég vil gefa honum enn betra tækifæri til að gera Ísland að enn betri stað fyrir ALLA! Ég ætla að kjósa Baldur því ég vil að við vinnum saman að betri heimi. Höfundur er fyrrverandi Dragdrottning Íslands.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun