Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2024 10:15 Jón Gnarr sagði hvatningu um að draga sig úr kapphlaupinu ekki svara verða. Vísir/Vilhelm „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ Þannig lýsti Jón Gnarr hvatningu sem hann hefur fengið til að draga sig til hlés í forsetakosningunum í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær. Jón sagði um að ræða skilaboð frá stuðningsmönnum annarra framboða. „Það er verið að hvetja mig til að draga... Nú ríði á; að ef við ætlum ekki að láta Katrínu verða forseta, sem við hljótum öll einhvern veginn að vera sammála um,“ sagði Jón og hló við, „þá ríði á að gera eitthvað. Og það væri svolítið sniðugt fyrir mig að draga framboðið mitt til baka og lýsa yfir stuðningi við einhvern annan frambjóðanda.“ Jón sagðist ekki hafa svarað umræddum skilaboðum. „Mér finnst þetta ekki svara vert,“ sagði hann. „Mér finnst þetta dónaskapur. Og það var einn maður sem skrifaði mér langt bréf og ég þakkaði honum fyrir það og sagði að ég hefði hugsað mér að skrifa bók um þessar kosningar, þessa kosningabaráttu þegar henni væri lokið, og ég myndi hafa þetta bréf hans í bókinni. Og ég hef ekki heyrt í honum síðan.“ Jón kom sér hins vegar fimlega undan því að svara hvort skilaboðin hefðu komið úr einum herbúðum frekar oftar en öðrum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi kappræðanna, spurði Baldur Þórhallsson einnig um afskipti af framboðinu hans en hann hefur áður greint frá því að hafa verið hvattur til að stíga til hliðar, ólíkt Jóni til að skapa pláss fyrir Katrínu. „Ég held að við vitum hvað „herbúðir“ þýðir,“ svaraði Baldur, spurður að því hvort um væri að ræða náin samstarfsmann Katrínar. Hann sagðist hins vegar ekki vilja nafngreina viðkomandi. Katrín sagðist ekki hafa haft vitneskju um samtalið. „Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni búin að ákveða að fara fram þannig að hér hefur fólk kannski verið eitthvað að fara á undan sér,“ sagði Katrín en umrætt atvik átti sér stað í mars síðastliðnum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Þannig lýsti Jón Gnarr hvatningu sem hann hefur fengið til að draga sig til hlés í forsetakosningunum í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær. Jón sagði um að ræða skilaboð frá stuðningsmönnum annarra framboða. „Það er verið að hvetja mig til að draga... Nú ríði á; að ef við ætlum ekki að láta Katrínu verða forseta, sem við hljótum öll einhvern veginn að vera sammála um,“ sagði Jón og hló við, „þá ríði á að gera eitthvað. Og það væri svolítið sniðugt fyrir mig að draga framboðið mitt til baka og lýsa yfir stuðningi við einhvern annan frambjóðanda.“ Jón sagðist ekki hafa svarað umræddum skilaboðum. „Mér finnst þetta ekki svara vert,“ sagði hann. „Mér finnst þetta dónaskapur. Og það var einn maður sem skrifaði mér langt bréf og ég þakkaði honum fyrir það og sagði að ég hefði hugsað mér að skrifa bók um þessar kosningar, þessa kosningabaráttu þegar henni væri lokið, og ég myndi hafa þetta bréf hans í bókinni. Og ég hef ekki heyrt í honum síðan.“ Jón kom sér hins vegar fimlega undan því að svara hvort skilaboðin hefðu komið úr einum herbúðum frekar oftar en öðrum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi kappræðanna, spurði Baldur Þórhallsson einnig um afskipti af framboðinu hans en hann hefur áður greint frá því að hafa verið hvattur til að stíga til hliðar, ólíkt Jóni til að skapa pláss fyrir Katrínu. „Ég held að við vitum hvað „herbúðir“ þýðir,“ svaraði Baldur, spurður að því hvort um væri að ræða náin samstarfsmann Katrínar. Hann sagðist hins vegar ekki vilja nafngreina viðkomandi. Katrín sagðist ekki hafa haft vitneskju um samtalið. „Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni búin að ákveða að fara fram þannig að hér hefur fólk kannski verið eitthvað að fara á undan sér,“ sagði Katrín en umrætt atvik átti sér stað í mars síðastliðnum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira