Land míns föður, land minnar móður, landið mitt Jón Gnarr skrifar 31. maí 2024 17:15 Ísland hefur alltaf verið mér gott og haft nóg fyrir mig að gera. Ég er mjög þakklátur fyrir að fá að telja mig til þessarar merkilegu þjóðar. Ég hef búið hér alla ævina. Lengst af hef ég verið í Reykjavík en í sveit fyrir norðan og vestan hvert sumar og þekki bæði Zetor og broddskitu. Ég dvaldist tvo vetur í Dýrafirði og hef líka unnið tvo vetur hjá Leikfélagi Akureyrar. Fyrri veturinn bjó ég í Eyjafirði en hinn á Akureyri. Ég hef ferðast um landið þvert og endilangt, bæði í fríum og vinnuferðum. Ég hef farið í leikferðir, lesið upp úr bókum mínum eða verið með uppistand. Ég hef verið heillaður af menningu okkar, sögu og tungu alla tíð og ekki síst hvernig þetta endurspeglast allt í hinum venjulega Íslendingi. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að eiga í einstöku sambandi við þessa þjóð. Ef það er eitthvað eitt sem mér hefur þótt skorta hér, í gegnum tíðina, þá er það einna helst hin fjölmörgu litbrigði gleðinnar. Mér hefur oft þótt tilveran hér þung og grá. Húmorinn minn hefur verið mér mín lífsbjörg. Það var hann sem kom mér í gegnum erfiða skólagöngu, þroskaraskanir og námsörðugleika. Hann hefur lýst mér leiðina í myrkri, huggað mig í erfiðleikum og staðið með mér eins og verndarengill. Hann hélt í höndina á mér á Núpi og hefur verið ómissandi hluti af því að gera upp við erfiða æsku og áföll. Bjargvætturinn minn ósýnilegi sem sum kalla fíflagang því þau sjá hann hvorki né skilja. Það hefur verið köllun mín í lífinu að deila þessum leynilega vini mínum með íslensku þjóðinni og reyna að gera líf samlanda minna aðeins skemmtilegra. Það hefur fyrst og fremst verið mín gjöf. Flest af því sem ég hef unnið að hefur elst vel. Það er til dæmis merkileg staðreynd að áhorf á Fóstbræður er meira núna en þegar þættirnir voru sýndir fyrst. Ég er oft spurður hver ég telji að sé ástæðan fyrir þessu langlífi, kynslóð fram af kynslóð. Ástæðan er einföld. Við sem gerðum þessa þætti gerðum þá af ástríðu og þekkingu á íslenskri menningu og tungu. Íslensk tunga hefur alltaf verið kjarninn í öllum mínum verkum. Þú ert drekinn, er alíslenskt orðaleikja grín í nútímabúningi. Margt af þessu verður ekki einu sinni útskýrt fyrir þeim sem ekki talar íslensku. Hvernig þýðir þú til dæmis spurninguna: Var synningur í barðinu þegar þú fórst í gegnum Múlann? Hápunkti míns listræna ferils náði ég líklega þegar ég, í samstarfi við aðra, skapaði persónuna Georg Bjarnfreðarson. Georg er persónugervingur allra erfiðra og leiðinlegra kalla sem ég hef kynnst í gegnum lífið. Pabbi minn á stóran hlut í honum. Þess vegna var það mér líka svo mikilvægt að hann fengi sína lausn og fyrirgefningu í lokin í Bjarnfreðarsyni. Hlýr húmor sem heilandi afl óháð tíma og rúmi. Það er ein spurning sem ég hef alla ævi leitað svara við: Hvers vegna sumt fólk leggur á sig fyrirhöfnina að vera leiðinlegt við annað fólk að ástæðulausu? Þessi forvitni hefur leitt mig áfram um lífsins braut og verið örlagavaldur í lífi mínu. Hún var drifkrafturinn í því að ég bjó til Besta flokkinn, friðsamlega tilraun til að reyna að vinna gegn reiði og óvissu með gleði og húmor að vopni, ljós fyrir fólk í myrkri. Áfram allskonar var orðaleikjagrín til þess gert að vekja og gleðja. Það var nákvæmlega þetta afl sem ýtti mér útí það að bjóða mig fram til forseta Íslands. Mig langar til að breyta um starfsvettvang. En mest af öllu langar mig til að reyna að vinna af öllu afli gegn þeim leiðindum sem mér finnast nú vaxa hratt hér á landi. Þessi leiðindi eru sundrung, reiði og ruglingur. Mér finnst stemningin í samfélaginu í raun ekkert ólík því sem hún var eftir Hrun. Skortur á virðingu, trausti og vináttu er að verða meinsemd í samfélagi okkar. Mesta ógnin við tungu okkar eru ekki slettur eða íslenskukennsla fyrir innflytjendur. Hún er heldur ekki skiptar skoðanir okkar á því hvað sé rétt málfar. Sú umræða er öll gott mál. Nei, stærsta ógnin er fólk sem hefur hefur gott vald á íslensku en talar hana án nokkurrar sýnilegrar tilfinningalegrar tengingar og næstum því vélrænt, fólk sem getur talað endalaust án þess að segja nokkurn tíman neitt. Og alls ekki neitt sem gæti kallast frumlegt eða einlægt. Ef við ætlum að láta þetta viðgangast möglunarlaust þá bíður okkar ekkert nema andlegur dauði. Og þá fyrst verður almennilega leiðinlegt hér. Ég hef alltaf kosið að standa utan við svona frasa og frekar reynt að segja eitthvað lítið af einlægni en halda langar og innihaldslausar ræður eða reynt að búa til einhver ný og skemmtileg orðasambönd. Við getum haldið endalausar uppblásnar ræður um mikilvægi þess að halda ræður og tala saman og hugsa um gildi. Við getum haldið endalausa þjóðfundi. En ef okkur tekst ekki að byggja upp traust, virðingu og trú þá munum við aldrei komast neitt úr sporunum heldur bara sökkva dýpra í þetta þvaður-fen sundrungar sem við erum komin útí. Ég grátbið þig, kjósönd góð, að gefa mér þitt atkvæði. Nei, ég krefst þess hreinlega. Ef ég verð kjörinn forseti mun ég einbeita mér að því að vinna gegn sundrungu en reyna frekar að efla traust, virðingu, trú, von og kærleika og með minn gamla og góða leynivin, húmorinn mér við hlið. Ég mun gera það af ástríðu og heiðarleika. Ef þú setur atkvæði þitt við mig þá færðu ekki bara mig heldur og ofurkonuna mína Jógu í kaupbæti. Við munum bæði koma skemmtilega á óvart og standa fyrir allskonar óvæntu. Drottinn blessi allskonar Ísland. Mig langar að enda þetta erindi á tilvitnun í Rómeó og Júlíu: Á vorri jörð svo aumt er ekki neitt að ekki geti farsæld af því leitt, né neitt svo gott að ekki verði að illu ef eðli þess er spillt og leitt í villu. Dyggðum má snúa í lesti á ýmsar lundir og löstur verður dyggð ef svo ber undir. Þýðing: Helgi Hálfdánarson Höfundur er í framboði til forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur alltaf verið mér gott og haft nóg fyrir mig að gera. Ég er mjög þakklátur fyrir að fá að telja mig til þessarar merkilegu þjóðar. Ég hef búið hér alla ævina. Lengst af hef ég verið í Reykjavík en í sveit fyrir norðan og vestan hvert sumar og þekki bæði Zetor og broddskitu. Ég dvaldist tvo vetur í Dýrafirði og hef líka unnið tvo vetur hjá Leikfélagi Akureyrar. Fyrri veturinn bjó ég í Eyjafirði en hinn á Akureyri. Ég hef ferðast um landið þvert og endilangt, bæði í fríum og vinnuferðum. Ég hef farið í leikferðir, lesið upp úr bókum mínum eða verið með uppistand. Ég hef verið heillaður af menningu okkar, sögu og tungu alla tíð og ekki síst hvernig þetta endurspeglast allt í hinum venjulega Íslendingi. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að eiga í einstöku sambandi við þessa þjóð. Ef það er eitthvað eitt sem mér hefur þótt skorta hér, í gegnum tíðina, þá er það einna helst hin fjölmörgu litbrigði gleðinnar. Mér hefur oft þótt tilveran hér þung og grá. Húmorinn minn hefur verið mér mín lífsbjörg. Það var hann sem kom mér í gegnum erfiða skólagöngu, þroskaraskanir og námsörðugleika. Hann hefur lýst mér leiðina í myrkri, huggað mig í erfiðleikum og staðið með mér eins og verndarengill. Hann hélt í höndina á mér á Núpi og hefur verið ómissandi hluti af því að gera upp við erfiða æsku og áföll. Bjargvætturinn minn ósýnilegi sem sum kalla fíflagang því þau sjá hann hvorki né skilja. Það hefur verið köllun mín í lífinu að deila þessum leynilega vini mínum með íslensku þjóðinni og reyna að gera líf samlanda minna aðeins skemmtilegra. Það hefur fyrst og fremst verið mín gjöf. Flest af því sem ég hef unnið að hefur elst vel. Það er til dæmis merkileg staðreynd að áhorf á Fóstbræður er meira núna en þegar þættirnir voru sýndir fyrst. Ég er oft spurður hver ég telji að sé ástæðan fyrir þessu langlífi, kynslóð fram af kynslóð. Ástæðan er einföld. Við sem gerðum þessa þætti gerðum þá af ástríðu og þekkingu á íslenskri menningu og tungu. Íslensk tunga hefur alltaf verið kjarninn í öllum mínum verkum. Þú ert drekinn, er alíslenskt orðaleikja grín í nútímabúningi. Margt af þessu verður ekki einu sinni útskýrt fyrir þeim sem ekki talar íslensku. Hvernig þýðir þú til dæmis spurninguna: Var synningur í barðinu þegar þú fórst í gegnum Múlann? Hápunkti míns listræna ferils náði ég líklega þegar ég, í samstarfi við aðra, skapaði persónuna Georg Bjarnfreðarson. Georg er persónugervingur allra erfiðra og leiðinlegra kalla sem ég hef kynnst í gegnum lífið. Pabbi minn á stóran hlut í honum. Þess vegna var það mér líka svo mikilvægt að hann fengi sína lausn og fyrirgefningu í lokin í Bjarnfreðarsyni. Hlýr húmor sem heilandi afl óháð tíma og rúmi. Það er ein spurning sem ég hef alla ævi leitað svara við: Hvers vegna sumt fólk leggur á sig fyrirhöfnina að vera leiðinlegt við annað fólk að ástæðulausu? Þessi forvitni hefur leitt mig áfram um lífsins braut og verið örlagavaldur í lífi mínu. Hún var drifkrafturinn í því að ég bjó til Besta flokkinn, friðsamlega tilraun til að reyna að vinna gegn reiði og óvissu með gleði og húmor að vopni, ljós fyrir fólk í myrkri. Áfram allskonar var orðaleikjagrín til þess gert að vekja og gleðja. Það var nákvæmlega þetta afl sem ýtti mér útí það að bjóða mig fram til forseta Íslands. Mig langar til að breyta um starfsvettvang. En mest af öllu langar mig til að reyna að vinna af öllu afli gegn þeim leiðindum sem mér finnast nú vaxa hratt hér á landi. Þessi leiðindi eru sundrung, reiði og ruglingur. Mér finnst stemningin í samfélaginu í raun ekkert ólík því sem hún var eftir Hrun. Skortur á virðingu, trausti og vináttu er að verða meinsemd í samfélagi okkar. Mesta ógnin við tungu okkar eru ekki slettur eða íslenskukennsla fyrir innflytjendur. Hún er heldur ekki skiptar skoðanir okkar á því hvað sé rétt málfar. Sú umræða er öll gott mál. Nei, stærsta ógnin er fólk sem hefur hefur gott vald á íslensku en talar hana án nokkurrar sýnilegrar tilfinningalegrar tengingar og næstum því vélrænt, fólk sem getur talað endalaust án þess að segja nokkurn tíman neitt. Og alls ekki neitt sem gæti kallast frumlegt eða einlægt. Ef við ætlum að láta þetta viðgangast möglunarlaust þá bíður okkar ekkert nema andlegur dauði. Og þá fyrst verður almennilega leiðinlegt hér. Ég hef alltaf kosið að standa utan við svona frasa og frekar reynt að segja eitthvað lítið af einlægni en halda langar og innihaldslausar ræður eða reynt að búa til einhver ný og skemmtileg orðasambönd. Við getum haldið endalausar uppblásnar ræður um mikilvægi þess að halda ræður og tala saman og hugsa um gildi. Við getum haldið endalausa þjóðfundi. En ef okkur tekst ekki að byggja upp traust, virðingu og trú þá munum við aldrei komast neitt úr sporunum heldur bara sökkva dýpra í þetta þvaður-fen sundrungar sem við erum komin útí. Ég grátbið þig, kjósönd góð, að gefa mér þitt atkvæði. Nei, ég krefst þess hreinlega. Ef ég verð kjörinn forseti mun ég einbeita mér að því að vinna gegn sundrungu en reyna frekar að efla traust, virðingu, trú, von og kærleika og með minn gamla og góða leynivin, húmorinn mér við hlið. Ég mun gera það af ástríðu og heiðarleika. Ef þú setur atkvæði þitt við mig þá færðu ekki bara mig heldur og ofurkonuna mína Jógu í kaupbæti. Við munum bæði koma skemmtilega á óvart og standa fyrir allskonar óvæntu. Drottinn blessi allskonar Ísland. Mig langar að enda þetta erindi á tilvitnun í Rómeó og Júlíu: Á vorri jörð svo aumt er ekki neitt að ekki geti farsæld af því leitt, né neitt svo gott að ekki verði að illu ef eðli þess er spillt og leitt í villu. Dyggðum má snúa í lesti á ýmsar lundir og löstur verður dyggð ef svo ber undir. Þýðing: Helgi Hálfdánarson Höfundur er í framboði til forseta Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun