„Er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2024 18:37 Glódís Perla Viggósdóttir skoraði mark Íslands í dag. Severin Aichbauer/SEPA.Media /Getty Images „Ég er ánægð að við náðum að snúa þessu við og hvernig við bregðumst við því að fá á okkur mark, en það hefði verið ótrúlega sætt að fá sigur í dag,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliðið íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafntefli gegn Austurríki í dag. Íslenska liðið skapaði sér nóg af færum til að snúa leiknum við og stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Glódísi. „Við sköpuðum okkur töluvert fleiri færi en þær yfir níutíu mínútur. Þetta eru fín úrslit að fara með heim, en það hefði verið ótrúlega sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV. Þá segir hún að upplegg austurríska liðsins hafi komið íslenska liðinu að einhverju leyti á óvart. „Við vorum búin að tala um að þær myndu koma í bullandi maður á mann pressu og töluðum um að við myndum byrja leikinn á því að setja boltann svolítið lengra, en svo gerðu þær það alls ekki og við enduðum bara á hundrað metrum og vorum ekki að finna svæðin á milli línanna. En við náðum að laga það í seinni hálfleik og þá náum við upp fínu spili. Við náum yfirhöndinni út af því.“ Hún segir einnig að innkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur í íslenska liðið hafi áhrif á það hvernig önnur lið spili á móti íslensku stelpunum. „Hún gefur okkur auðvitað þennan gríðarlega hraða. Það langar engum að lenda einn á einn á móti Sveindísi með heilan völl til að hlaupa í. Þetta gefur okkur það að ef hún getur fært línuna aftur að þá er pláss fyrir okkur að spila í. Við gerum það vel í seinni hálfleik, en við gerum það alls ekki vel í fyrri hálfleik.“ Þá kom það kannski einhverjum á óvart að Glódís skyldi vera sú sem tók vítaspyrnu liðsins í dag og virtist hún sjálf vera nokkuð hissa á því. „Nei, alls ekki,“ sagði Glódís og hló þegar hún var spurð hvort hún hafi tekið margar vítaspyrnur. „Ég er bara að labba upp þegar ég heyri Steina öskra að ég eigi að taka hana og ég hugsaði: „Ég verð að taka hana.“ Ég held að Karólína hafi verið mest hissa.“ „Við ræddum það ég og Steini fyrir einhvern annan leik að ég myndi taka víti, en það er svolítið langt síðan þannig ég var eiginlega búinn að gleyma þessu samtali. En er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti? Það var samt ekki ég í dag, en almennt,“ grínaðist Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Íslenska liðið skapaði sér nóg af færum til að snúa leiknum við og stela sigrinum, en inn vildi boltinn ekki. Það var eitthvað sem fór í taugarnar á Glódísi. „Við sköpuðum okkur töluvert fleiri færi en þær yfir níutíu mínútur. Þetta eru fín úrslit að fara með heim, en það hefði verið ótrúlega sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís í viðtali við RÚV. Þá segir hún að upplegg austurríska liðsins hafi komið íslenska liðinu að einhverju leyti á óvart. „Við vorum búin að tala um að þær myndu koma í bullandi maður á mann pressu og töluðum um að við myndum byrja leikinn á því að setja boltann svolítið lengra, en svo gerðu þær það alls ekki og við enduðum bara á hundrað metrum og vorum ekki að finna svæðin á milli línanna. En við náðum að laga það í seinni hálfleik og þá náum við upp fínu spili. Við náum yfirhöndinni út af því.“ Hún segir einnig að innkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur í íslenska liðið hafi áhrif á það hvernig önnur lið spili á móti íslensku stelpunum. „Hún gefur okkur auðvitað þennan gríðarlega hraða. Það langar engum að lenda einn á einn á móti Sveindísi með heilan völl til að hlaupa í. Þetta gefur okkur það að ef hún getur fært línuna aftur að þá er pláss fyrir okkur að spila í. Við gerum það vel í seinni hálfleik, en við gerum það alls ekki vel í fyrri hálfleik.“ Þá kom það kannski einhverjum á óvart að Glódís skyldi vera sú sem tók vítaspyrnu liðsins í dag og virtist hún sjálf vera nokkuð hissa á því. „Nei, alls ekki,“ sagði Glódís og hló þegar hún var spurð hvort hún hafi tekið margar vítaspyrnur. „Ég er bara að labba upp þegar ég heyri Steina öskra að ég eigi að taka hana og ég hugsaði: „Ég verð að taka hana.“ Ég held að Karólína hafi verið mest hissa.“ „Við ræddum það ég og Steini fyrir einhvern annan leik að ég myndi taka víti, en það er svolítið langt síðan þannig ég var eiginlega búinn að gleyma þessu samtali. En er það ekki alltaf þannig að heitasti leikmaðurinn tekur víti? Það var samt ekki ég í dag, en almennt,“ grínaðist Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira