Jón Gnarr mjög bjartsýnn: „Fyrsti krúnurakaði rauðhærði forsetinn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2024 14:06 Jón ásamt fjölskyldu á leiðinni á kjörstað. Hann hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga. vísir/Anton Brink „Þetta var ekki erfitt val,“ sagði Jón Gnarr í sem kom atkvæði sínu til skila ásamt fjölskyldu sinni í Vesturbæjarskóla í dag. Fyrri hluti dags fór í að fagna útskrift sonarins, Jóns Gnarr yngri, frá Menntaskólanum við Sund. „Svo kjósum við, og svo er eitthvað sprell á kosningaskrifstofunni. Við erum að bjóða upp plaköt og boli og bara restina af þessu dóti. Þetta eru minjagripir fyrir fólk, tækifæri til að eignast þá. Svo er eitthvað kosningafjör í kvöld og útskriftaveisla. Þetta er bara eins og í Gamla testamentinu, margra daga hátíðarhöld,“ segir Jón í samtali við fréttastofu á kjörstað. Jón segist annars mjög bjartsýnn fyrir kvöldinu. „Ég er eiginlega alveg fullviss um að þessi kosningaúrslit verði gríðarlega óvænt. Við eigum eftir að sjá einhverja stórkmerkilegustu kosninganiðurstöður sem við höfum bara séð, lengi. Mér finnst mikil óvissa yfir þessu.“ „Það er mikil spenna og ég er gríðarlega spenntur og hlakka til. En svo er rosalegur léttir að þetta sé búið, af því ég held bara að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn þreyttur. Þetta er svakalegt,“ segir Jón. Aldrei verið jafn þreyttur Jón Gnarr hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu.vísir/Anton Brink Það fyrsta sem hann ætlar að gera eftir kosninganóttina er að krúnuraka sig. „Vegna þess að ég er að mæta til vinnu á mánudaginn í tökur. Það er gerð krafa um að ég sé krúnurakaður, svo það sé hægt að festa á mig hárkollu. Þannig er bara mitt líf en svo getur það bara breyst“ segir Jón. Þannig þú verður mögulega fyrsti krúnurakaði forsetinn? „Já, fyrsti krúnurakaði, rauðhærði forsetinn,“ segir Jón að lokum og skellti upp úr. Jón Gnarr ásamt fjölskyldu. Sonurinn útskrifaðist úr MS í dag.vísir/Anton Brink Fylgst er með öllum helstu tíðindum í forsetavaktinni hér á Vísi: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Fyrri hluti dags fór í að fagna útskrift sonarins, Jóns Gnarr yngri, frá Menntaskólanum við Sund. „Svo kjósum við, og svo er eitthvað sprell á kosningaskrifstofunni. Við erum að bjóða upp plaköt og boli og bara restina af þessu dóti. Þetta eru minjagripir fyrir fólk, tækifæri til að eignast þá. Svo er eitthvað kosningafjör í kvöld og útskriftaveisla. Þetta er bara eins og í Gamla testamentinu, margra daga hátíðarhöld,“ segir Jón í samtali við fréttastofu á kjörstað. Jón segist annars mjög bjartsýnn fyrir kvöldinu. „Ég er eiginlega alveg fullviss um að þessi kosningaúrslit verði gríðarlega óvænt. Við eigum eftir að sjá einhverja stórkmerkilegustu kosninganiðurstöður sem við höfum bara séð, lengi. Mér finnst mikil óvissa yfir þessu.“ „Það er mikil spenna og ég er gríðarlega spenntur og hlakka til. En svo er rosalegur léttir að þetta sé búið, af því ég held bara að ég hafi aldrei á ævinni verið jafn þreyttur. Þetta er svakalegt,“ segir Jón. Aldrei verið jafn þreyttur Jón Gnarr hefur haft í mörgu að snúast að undanförnu.vísir/Anton Brink Það fyrsta sem hann ætlar að gera eftir kosninganóttina er að krúnuraka sig. „Vegna þess að ég er að mæta til vinnu á mánudaginn í tökur. Það er gerð krafa um að ég sé krúnurakaður, svo það sé hægt að festa á mig hárkollu. Þannig er bara mitt líf en svo getur það bara breyst“ segir Jón. Þannig þú verður mögulega fyrsti krúnurakaði forsetinn? „Já, fyrsti krúnurakaði, rauðhærði forsetinn,“ segir Jón að lokum og skellti upp úr. Jón Gnarr ásamt fjölskyldu. Sonurinn útskrifaðist úr MS í dag.vísir/Anton Brink Fylgst er með öllum helstu tíðindum í forsetavaktinni hér á Vísi:
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira