Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 20:26 Inga Heiða Lunddal segir starfsfólk kjördeildar í Lækjarskóla hafa með einstakri kurteisi og vingjarnlegheitum hafa komið í veg fyrir að hún yrði pirruð þegar hún beið í klukkutíma í röð eftir kjörklefa. Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjarskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. „Þetta var bara galið,“ segir Inga Heiða Lunddal Gestsdóttir. Hún leggur áherslu á hve almennilegt og kurteist starfsfólk í Lækjarskóla hafi verið en biðin hafi þó reynt á þolinmæðina. Hún telur biðina líklega mega rekja til þess að í fyrstu kjördeild mæti þeir sem búi í ákveðnum götum en einnig fólk sem tilheyrir hópunum „Erlend búseta“ og „ótilgreint“. Auk þess séu húsin flest blokkir og því margir íbúar á einum fleti. Eina röðin „Það var ekki röð neins staðar nema í okkar kjördeild,“ segir Inga Heiða. Hún áætlar að um áttatíu manns hafi verið í röðinni þegar mest var sem mjakaðist áfram. Sumir höfðu alls ekki þolinmæði eða hreinlega tíma í biðina. „Það var ein sem sagðist ekki ætla að kjósa,“ segir Inga Heiða. Starfsfólk hafi brugðist skynsamlega við, hleypt henni fram fyrir og leyft að kjósa. Aðrir hafi yfirgefið svæðið og sagst ætla að koma aftur síðar. Hvort sú verði raunin þurfi að koma í ljós. Þótt Inga Heiða fái klukkutímann í röðinni fyrsta laugardaginn í júní aldrei aftur hrósar hún starfsfólki kjörnefndar í hástert. Þau hafi gengið um, leiðbeint fólki úr öðrum kjördeildum sem villtist í röðina löngu og svo leitað uppi eldra fólk og boðið því stóla. Nýtti atkvæðið vel „Þetta er allavega búið,“ segir Inga greinilega í góðum gír fyrir kvöldið. Hún hafi nýtt atkvæðið vel og kosið rétt. „Svo vil ég þakka stelpunni sem tók á móti okkur virkilega vel fyrir. Hún var svo brosmild og kurteis,“ segir Inga. Það hafi komið í veg fyrir að hægt væri að verða pirraður. Ekki náðist í Gest Svavarsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Forsetakosningar 2024 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31 „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57 Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Þetta var bara galið,“ segir Inga Heiða Lunddal Gestsdóttir. Hún leggur áherslu á hve almennilegt og kurteist starfsfólk í Lækjarskóla hafi verið en biðin hafi þó reynt á þolinmæðina. Hún telur biðina líklega mega rekja til þess að í fyrstu kjördeild mæti þeir sem búi í ákveðnum götum en einnig fólk sem tilheyrir hópunum „Erlend búseta“ og „ótilgreint“. Auk þess séu húsin flest blokkir og því margir íbúar á einum fleti. Eina röðin „Það var ekki röð neins staðar nema í okkar kjördeild,“ segir Inga Heiða. Hún áætlar að um áttatíu manns hafi verið í röðinni þegar mest var sem mjakaðist áfram. Sumir höfðu alls ekki þolinmæði eða hreinlega tíma í biðina. „Það var ein sem sagðist ekki ætla að kjósa,“ segir Inga Heiða. Starfsfólk hafi brugðist skynsamlega við, hleypt henni fram fyrir og leyft að kjósa. Aðrir hafi yfirgefið svæðið og sagst ætla að koma aftur síðar. Hvort sú verði raunin þurfi að koma í ljós. Þótt Inga Heiða fái klukkutímann í röðinni fyrsta laugardaginn í júní aldrei aftur hrósar hún starfsfólki kjörnefndar í hástert. Þau hafi gengið um, leiðbeint fólki úr öðrum kjördeildum sem villtist í röðina löngu og svo leitað uppi eldra fólk og boðið því stóla. Nýtti atkvæðið vel „Þetta er allavega búið,“ segir Inga greinilega í góðum gír fyrir kvöldið. Hún hafi nýtt atkvæðið vel og kosið rétt. „Svo vil ég þakka stelpunni sem tók á móti okkur virkilega vel fyrir. Hún var svo brosmild og kurteis,“ segir Inga. Það hafi komið í veg fyrir að hægt væri að verða pirraður. Ekki náðist í Gest Svavarsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar.
Forsetakosningar 2024 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31 „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57 Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31
„Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57
Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29