Telur fylgið hafa farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 00:51 Halla Hrund og Kristján Freyr ásamt Hildi Kristínu dóttur þeirra í Hörpu í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Ég er nú bara komin í mína allra fyrstu kosningabaráttu og kom kannski inn svolítið ný á sviðið. Þannig að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í sjónvarpsveri eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í Suður- og Norðausturkjördæmi. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið einstaklega skemmtilega. „Allt þetta fólk sem hefur einhvern veginn tengst saman og verið að vinna að þeim verkefnum og að þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir. Ég segi bara að ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Ég er bara spennt fyrir kvöldinu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég er með.“ Halla Hrund Logadóttir segist mjög þakklát og hlakkar til kvöldsins.Vísir/Viktor Freyr Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. „En ég segi aftur sem nýstirnið í hópnum hér að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar hlýju viðtökur, þessum þúsund atkvæða sem eru að berast og ég hlakka til kvöldsins.“ Söguleg tíðindi á heimsvísu Halla Hrund segir það söguleg tíðindi á heimsvísu að það skuli vera þrjár konur sem séu að fá flest atkvæði í forsetakosningunum. „Mér finnst það vera frábær niðurstaða fyrir okkar góða samfélag og eitthvað sem að er hluti af því sem við getum verið að segja heiminum frá. Hluti af þeirri þekkingu og velgengni sem hefur skapast hér. Þannig að þetta eru bara gríðarlega jákvæðar niðurstöður.“ Hún segir sterkar kvenfyrirmyndir nauðsynlegar fyrir yngri kynslóðir. „Nú á ég tvær ungar stelpur, að verða fimm og að verða tólf ára. Þær hafa ekki alist upp við það, eins og við gerðum, að vera með þessa miklu fyrirmynd sem að Vigdís var. Ég vona að þetta verði þeim innblástur. Því að við þurfum fyrirmyndir í samfélaginu okkar og við þurfum þessar sterku kvenfyrirmyndir. Þannig að ég fagna því fyrir kynslóðina sem er núna að vaxa úr grasi.“ Hún segir það ennfremur að það skipti máli fyrir trúverðugleika Íslands að Íslendingar séu í sókn í jafnréttismálum. „Sannarlega verðum við það með konu í brúnni.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann í sjónvarpsveri eftir að fyrstu tölur lágu fyrir í Suður- og Norðausturkjördæmi. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið einstaklega skemmtilega. „Allt þetta fólk sem hefur einhvern veginn tengst saman og verið að vinna að þeim verkefnum og að þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir. Ég segi bara að ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Ég er bara spennt fyrir kvöldinu og þakklát fyrir þann stuðning sem ég er með.“ Halla Hrund Logadóttir segist mjög þakklát og hlakkar til kvöldsins.Vísir/Viktor Freyr Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. „En ég segi aftur sem nýstirnið í hópnum hér að ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar hlýju viðtökur, þessum þúsund atkvæða sem eru að berast og ég hlakka til kvöldsins.“ Söguleg tíðindi á heimsvísu Halla Hrund segir það söguleg tíðindi á heimsvísu að það skuli vera þrjár konur sem séu að fá flest atkvæði í forsetakosningunum. „Mér finnst það vera frábær niðurstaða fyrir okkar góða samfélag og eitthvað sem að er hluti af því sem við getum verið að segja heiminum frá. Hluti af þeirri þekkingu og velgengni sem hefur skapast hér. Þannig að þetta eru bara gríðarlega jákvæðar niðurstöður.“ Hún segir sterkar kvenfyrirmyndir nauðsynlegar fyrir yngri kynslóðir. „Nú á ég tvær ungar stelpur, að verða fimm og að verða tólf ára. Þær hafa ekki alist upp við það, eins og við gerðum, að vera með þessa miklu fyrirmynd sem að Vigdís var. Ég vona að þetta verði þeim innblástur. Því að við þurfum fyrirmyndir í samfélaginu okkar og við þurfum þessar sterku kvenfyrirmyndir. Þannig að ég fagna því fyrir kynslóðina sem er núna að vaxa úr grasi.“ Hún segir það ennfremur að það skipti máli fyrir trúverðugleika Íslands að Íslendingar séu í sókn í jafnréttismálum. „Sannarlega verðum við það með konu í brúnni.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06