Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júní 2024 13:50 Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir hafa verið saman í 25 ára en gift í tuttugu. Vísir/Vilhelm Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. „Ég er held ég enn að jafna mig. Þetta var ótrúlegur dagur í gær,“ segir Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, sem er fyrsti karlmaki íslensks forseta, forsetaherra. Hann segist eins og Halla hafa fundið mikinn meðbyr og undiröldu. Hann sé að springa úr stolti og sé spenntur að takast á við þetta nýja hlutverk með Höllu. Yfir það heila hafi þetta verið stórkostleg upplifun og markmiðið hafi alltaf verið að heyja gleðilega baráttu og að vera sátt við það sem þau myndu fá. „Yfir það heila var þetta alveg stórkostleg upplifun,“ segir Björn og að markmiðið hafi „Draumaútkoman varð að veruleika. Við endum á Bessastöðum en ef það hefði ekki gerst þá hefðum við stigið sátt frá borði.“ Öll fjölskyldan saman. Björn, Auður Ína, Tómas Björn og Halla.Vísir/Vilhelm Björn tekur undir það sem kom fram í viðtali við Höllu fyrr í dag að kosningabaráttan nú hafi verið ólik þeirri sem fór fram árið 2016, fyrir þau persónulega. „Ég var miklu tilbúnari,“ segir Björn og að hann hafi ekki náð að taka mikið þátt síðast. Hann og börnin hafi lagt allt sitt í baráttuna núna. Börnin hafi verið á mótunarárum árið 2016 og eftir á að hyggja hefði það ekki endilega verið það besta fyrir þau, á þeim aldri, að eiga móður sem forseta. Hann segist spenntur að fara á Bessastaði en hann sé einnig afar spenntur fyrir því að ná að hvíla sig núna. „Þetta er búið að svakalegt ferðalag og við erum dálítið búin að vera á adrenalíninu í tvo mánuði,“ segir hann og að nú taki þau skref til baka til að átta sig almennilega á næstu skrefum. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Könnun Maskínu daginn fyrir kjördag staðfesti flugið á Höllu Tómasdóttur Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti að allar líkur væru á að Halla Tómasdóttir myndi bera sigur úr bítum í kosningunum. Maskínu þótti hins vegar ekki rétt að birta könnun á kjördag. 2. júní 2024 12:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
„Ég er held ég enn að jafna mig. Þetta var ótrúlegur dagur í gær,“ segir Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, sem er fyrsti karlmaki íslensks forseta, forsetaherra. Hann segist eins og Halla hafa fundið mikinn meðbyr og undiröldu. Hann sé að springa úr stolti og sé spenntur að takast á við þetta nýja hlutverk með Höllu. Yfir það heila hafi þetta verið stórkostleg upplifun og markmiðið hafi alltaf verið að heyja gleðilega baráttu og að vera sátt við það sem þau myndu fá. „Yfir það heila var þetta alveg stórkostleg upplifun,“ segir Björn og að markmiðið hafi „Draumaútkoman varð að veruleika. Við endum á Bessastöðum en ef það hefði ekki gerst þá hefðum við stigið sátt frá borði.“ Öll fjölskyldan saman. Björn, Auður Ína, Tómas Björn og Halla.Vísir/Vilhelm Björn tekur undir það sem kom fram í viðtali við Höllu fyrr í dag að kosningabaráttan nú hafi verið ólik þeirri sem fór fram árið 2016, fyrir þau persónulega. „Ég var miklu tilbúnari,“ segir Björn og að hann hafi ekki náð að taka mikið þátt síðast. Hann og börnin hafi lagt allt sitt í baráttuna núna. Börnin hafi verið á mótunarárum árið 2016 og eftir á að hyggja hefði það ekki endilega verið það besta fyrir þau, á þeim aldri, að eiga móður sem forseta. Hann segist spenntur að fara á Bessastaði en hann sé einnig afar spenntur fyrir því að ná að hvíla sig núna. „Þetta er búið að svakalegt ferðalag og við erum dálítið búin að vera á adrenalíninu í tvo mánuði,“ segir hann og að nú taki þau skref til baka til að átta sig almennilega á næstu skrefum.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Könnun Maskínu daginn fyrir kjördag staðfesti flugið á Höllu Tómasdóttur Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti að allar líkur væru á að Halla Tómasdóttir myndi bera sigur úr bítum í kosningunum. Maskínu þótti hins vegar ekki rétt að birta könnun á kjördag. 2. júní 2024 12:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Könnun Maskínu daginn fyrir kjördag staðfesti flugið á Höllu Tómasdóttur Könnun sem Maskína gerði daginn fyrir kjördag staðfesti að allar líkur væru á að Halla Tómasdóttir myndi bera sigur úr bítum í kosningunum. Maskínu þótti hins vegar ekki rétt að birta könnun á kjördag. 2. júní 2024 12:31