Dauðþreyttur Jón eyddi átta milljónum króna Árni Sæberg skrifar 2. júní 2024 13:12 Jón er þakklátur fyrir Jógu sína. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segist aldrei á ævinni hafa verið jafnþreyttur og nú, daginn eftir lok strembinnar kosningabaráttu. Hann segir að framboðið hafi kostað um átta milljónir króna en hann hafi komið út á sléttu eftir styrki. Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook. Þar segir að hann hafi verið hálfmeir síðan hann vaknaði í morgun, ekki vegna úrslita kosninganna þó. „Ég get nú bara mjög vel við unað og var nú búinn að átta mig á því hvert stefndi. Þetta er frekar svona spennufall.“ Tvö kíló af sílikoni Jón segir að undanfarnar fjórar vikur hafi verið skringilegasti tími sem hann hefur upplifað. Hann vakni á hverjum virkum degi klukkan 05:15 og sé mættur til vinnu klukkan 06. Vinnudagurinn byrji á fjögurra klukkustunda förðun þar sem andliti hans er umbreytt með um það bil tveimur kílóum af sílikoni og farða, hárkollu, gervitönnum og linsum. Þannig sé honum breytt í 79 ára gamlan mann sem heitir Felix. „Svona er ég svo allan daginn til 6. Þá er þetta allt rifið af mér og við tekur forsetaframboð. Þá hitti ég fólk sem ég sjálfur, fer í viðtöl, kappræður eða funda með stuðningsfólki mínu. Helgarnar hafa allar farið í flandur út á land.“ Vildi frekar vaxa en vinna Hann hafi aldrei á ævinni verið jafnþreyttur og hann er núna. „Þessi þreyta er alltumlykjandi og smýgur inní vöðva, bein og taugakerfi. Ég er þreyttur í hausnum. Sálinni líka.“ Hann hafi farið í framboð vegna þess að hann „langaði að reyna að uppfæra sjálfan“ sig með því að takast á við þá áskorun. Hann hafi viljað vaxa frekar en endilega vinna kosningarnar. „Ég var tilbúinn að vinna og vildi mjög gjarnan verða forseti okkar en mig langaði mest að þroskast og styrkja mig sem einstakling en líka sem opinber persóna á Íslandi. Það hefur kostað hugrekki, vinnu og fórnir en það hefur tekist. Ég er ákaflega stoltur af framgöngu minni og árangri.“ Fyrst og fremst þakklátur Jón segir að það sem umlykji hann mest núna sé auðmýkt og þakklæti. Hann sé þakklátur fyrir að hafa komist í gegnum kosningarnar, fyrir að vera sá sem hann er, þakklátur fyrir börnin sín, barnabörn og hundinn Klaka. Mest sé hann þó þakklátur fyrir Jógu, eiginkonu sína, þeirra samband og vináttu, sem hafi styrkst í kosningabaráttunni. Þá sé hann þakklátur öllum þeim sem lögðu honum lið, studdu hann og hvöttu áfram. „Ég þakka öllum sem styrktu mig fjárhagslega. Framboðið sýnist mér hafa kostað 8 milljónir og reiknast til að við höfum komið út á sléttu.“ Forsetakosningar 2024 Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59 Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09 Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49 Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook. Þar segir að hann hafi verið hálfmeir síðan hann vaknaði í morgun, ekki vegna úrslita kosninganna þó. „Ég get nú bara mjög vel við unað og var nú búinn að átta mig á því hvert stefndi. Þetta er frekar svona spennufall.“ Tvö kíló af sílikoni Jón segir að undanfarnar fjórar vikur hafi verið skringilegasti tími sem hann hefur upplifað. Hann vakni á hverjum virkum degi klukkan 05:15 og sé mættur til vinnu klukkan 06. Vinnudagurinn byrji á fjögurra klukkustunda förðun þar sem andliti hans er umbreytt með um það bil tveimur kílóum af sílikoni og farða, hárkollu, gervitönnum og linsum. Þannig sé honum breytt í 79 ára gamlan mann sem heitir Felix. „Svona er ég svo allan daginn til 6. Þá er þetta allt rifið af mér og við tekur forsetaframboð. Þá hitti ég fólk sem ég sjálfur, fer í viðtöl, kappræður eða funda með stuðningsfólki mínu. Helgarnar hafa allar farið í flandur út á land.“ Vildi frekar vaxa en vinna Hann hafi aldrei á ævinni verið jafnþreyttur og hann er núna. „Þessi þreyta er alltumlykjandi og smýgur inní vöðva, bein og taugakerfi. Ég er þreyttur í hausnum. Sálinni líka.“ Hann hafi farið í framboð vegna þess að hann „langaði að reyna að uppfæra sjálfan“ sig með því að takast á við þá áskorun. Hann hafi viljað vaxa frekar en endilega vinna kosningarnar. „Ég var tilbúinn að vinna og vildi mjög gjarnan verða forseti okkar en mig langaði mest að þroskast og styrkja mig sem einstakling en líka sem opinber persóna á Íslandi. Það hefur kostað hugrekki, vinnu og fórnir en það hefur tekist. Ég er ákaflega stoltur af framgöngu minni og árangri.“ Fyrst og fremst þakklátur Jón segir að það sem umlykji hann mest núna sé auðmýkt og þakklæti. Hann sé þakklátur fyrir að hafa komist í gegnum kosningarnar, fyrir að vera sá sem hann er, þakklátur fyrir börnin sín, barnabörn og hundinn Klaka. Mest sé hann þó þakklátur fyrir Jógu, eiginkonu sína, þeirra samband og vináttu, sem hafi styrkst í kosningabaráttunni. Þá sé hann þakklátur öllum þeim sem lögðu honum lið, studdu hann og hvöttu áfram. „Ég þakka öllum sem styrktu mig fjárhagslega. Framboðið sýnist mér hafa kostað 8 milljónir og reiknast til að við höfum komið út á sléttu.“
Forsetakosningar 2024 Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59 Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09 Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49 Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1. júní 2024 11:59
Halla Hrund með hjartað fullt af þakklæti Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi og orkumálastjóri, óskar nýkjörnum forseta til hamingju með niðurstöðuna. Hún þakkar stuðningsfólki sínu fyrir góða baráttu og segist halda áfram inn í daginn með hjartað fullt af þakklæti. Halla Hrund fékk tæp 16 prósent atkvæða í kosningunum í gær. 2. júní 2024 12:09
Fólk hafi kosið taktískt gegn Katrínu Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og starfsmaður í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttir segist telja alveg ljóst að ákveðinn hópur hafi kosið taktískt í forsetakosningunum í ár. Þá telur hann mögulegt að stór hópur kjósenda hafi ekki hugnast átökin í kringum Katrínu sem hafi þó alltaf keyrt sína baráttu á jákvæðni. 2. júní 2024 01:49
Myndaveisla: Rosaleg stemming í kosningavökunum Það er mikil spenna fyrir úrslitum forsetakosninganna og spennan er ef til vill mest í kosningavökum frambjóðendanna. 2. júní 2024 01:32