Notkun Íslendinga á ADHD-lyfjum þrefaldaðist á tíu árum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 21:31 Alls 22.472 Íslendingar fengu uppáskrifuð ADHD lyf í fyrra og 26.654 fengu uppáskrifuð svefnlyf. Vísir/Egill Rúmlega 22 þúsund Íslendingar voru á ADHD lyfjum samkvæmt lyfjaskrá árið 2023. Þá fengu tæplega 27 þúsund manns uppáskrifuð svefnlyf sama ár. Aukning á notkun ADHD-lyfja jókst um 314 prósent hér á landi árin 2013 til 2023 í samanburði við 326 prósent á Norðurlöndunum öllum. „“ Þetta kemur fram í svari Willums Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur varafulltrúa Pírata um fjölda Íslendinga sem fá uppáskrifuð ADHD-lyf annars vegar og svefnlyf hins vegar. Í gögnum frá lyfjagagnagrunni Landlæknis kemur fram að örlítið fleiri karlar hafi fengið uppáskrifuð ADHD-lyf í fyrra miðað við konur, 11.588 samanborið við 10.884. Þó séu fleiri konur á aldrinum 20-99 ára á ADHD-lyfjum en karlar á sama aldri. Á aldrinum 0-19 séu hins vegar talsvert fleiri drengir á ADHD-lyfjum en stúlkur. Hér má sjá afgerandi mun á körlum og konum á aldrinum núll til nítján ára. Eftir þann aldur eru konur hins vegar fleiri á ADHD lyfjum.Alþingi Þá kemur fram í svarinu að 26.654 Íslendingar hafi fengið uppáskrifuð svefnlyf í fyrra samkvæmt lyfjagagnagrunninum. Þar eru konur talsvert fleiri, eða sextán þúsund í samanburði við tíu þúsund karla. Hér eru fleiri konur með uppáskrifuð svefnlyf í öllum aldurshópum nema einum, þar sem hlutfallið er jafnt.Alþingi Aukning á Íslandi minni en í Norðurlöndunum Þriðji liður fyrirspurnar Helgu Sjafnar snerist um hvort heilbrigðisráðherra telji áhyggjuefni að fleiri Íslendingar séu á ADHD-lyfjum en tíðkist hjá öðrum þjóðum, og hvort einhver vinna væri í gangi í ráðuneytinu við að skoða ástæður þess. „Sé horft til 10 ára tímabils hefur notkun allra Norðurlandanna aukist úr að meðaltali 6,7 DDD/1000/dag árið 2012 í 21,8 árið 2022 sem er aukning um 326 prósent. Á sama tíma jókst ADHD-lyfjanotkun á Íslandi úr 18,9 í 59 DDD/1000/dag eða um 314 prósent,“ segir í svari Willums. Fram kemur að ekki séu til innlendar rannsóknir á algengi ADHD-taugaþroskaröskunar en alþjóðlegar rannsóknir gefi til kynna að algengi meðal barna liggi á bilinu 5 til 7,2 prósent og fullorðinna á bilinu 2,5 til 6,7 prósent. Árið 2023 hafi 22.878 einstaklingar hér á landi fengið afgreidd ADHD-lyf eða 8,5 prósent barna og 5,2 prósent fullorðinna. Bent væri á að ekki þyrftu allir með ADHD lyfjameðferð. Ráðherra skipað grænbókarnefnd „Ljóst er að aukning í greiningum og meðhöndlun af þessari stærðargráðu reynir á þjónustukerfið í heild sinni. Heilbrigðisráðherra skipaði því grænbókarnefnd um stöðu ADHD-mála á Íslandi síðastliðinn desember til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD,“ segir í svari Willums. Á sama tíma og fleiri hafi fengið meðhöndlun með ADHD-lyfjum hér á landi samanborið við nágrannalöndin þá séu biðlistar eftir greiningu langir. Því sé markmið nefndarinnar meðal annars að greina stöðu ADHD-mála, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerti fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Fram kemur að í grænbókarnefndinni séu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, barna- og menntamálaráðuneyti, Geðráði, endurhæfingarráði og ADHD-samtökunum. Nefndinni sé ætlað að tryggja umfangsmikil samráð og að leita eftir sjónarmiðum haghafa og sérfræðinga, svo sem fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands og Lyfjastofnunar. Grænbókarnefndinni sé falið að skrifa grænbók um málaflokkinn og skila fyrir 1. júlí næstkomandi. Lyf ADHD Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Willums Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur varafulltrúa Pírata um fjölda Íslendinga sem fá uppáskrifuð ADHD-lyf annars vegar og svefnlyf hins vegar. Í gögnum frá lyfjagagnagrunni Landlæknis kemur fram að örlítið fleiri karlar hafi fengið uppáskrifuð ADHD-lyf í fyrra miðað við konur, 11.588 samanborið við 10.884. Þó séu fleiri konur á aldrinum 20-99 ára á ADHD-lyfjum en karlar á sama aldri. Á aldrinum 0-19 séu hins vegar talsvert fleiri drengir á ADHD-lyfjum en stúlkur. Hér má sjá afgerandi mun á körlum og konum á aldrinum núll til nítján ára. Eftir þann aldur eru konur hins vegar fleiri á ADHD lyfjum.Alþingi Þá kemur fram í svarinu að 26.654 Íslendingar hafi fengið uppáskrifuð svefnlyf í fyrra samkvæmt lyfjagagnagrunninum. Þar eru konur talsvert fleiri, eða sextán þúsund í samanburði við tíu þúsund karla. Hér eru fleiri konur með uppáskrifuð svefnlyf í öllum aldurshópum nema einum, þar sem hlutfallið er jafnt.Alþingi Aukning á Íslandi minni en í Norðurlöndunum Þriðji liður fyrirspurnar Helgu Sjafnar snerist um hvort heilbrigðisráðherra telji áhyggjuefni að fleiri Íslendingar séu á ADHD-lyfjum en tíðkist hjá öðrum þjóðum, og hvort einhver vinna væri í gangi í ráðuneytinu við að skoða ástæður þess. „Sé horft til 10 ára tímabils hefur notkun allra Norðurlandanna aukist úr að meðaltali 6,7 DDD/1000/dag árið 2012 í 21,8 árið 2022 sem er aukning um 326 prósent. Á sama tíma jókst ADHD-lyfjanotkun á Íslandi úr 18,9 í 59 DDD/1000/dag eða um 314 prósent,“ segir í svari Willums. Fram kemur að ekki séu til innlendar rannsóknir á algengi ADHD-taugaþroskaröskunar en alþjóðlegar rannsóknir gefi til kynna að algengi meðal barna liggi á bilinu 5 til 7,2 prósent og fullorðinna á bilinu 2,5 til 6,7 prósent. Árið 2023 hafi 22.878 einstaklingar hér á landi fengið afgreidd ADHD-lyf eða 8,5 prósent barna og 5,2 prósent fullorðinna. Bent væri á að ekki þyrftu allir með ADHD lyfjameðferð. Ráðherra skipað grænbókarnefnd „Ljóst er að aukning í greiningum og meðhöndlun af þessari stærðargráðu reynir á þjónustukerfið í heild sinni. Heilbrigðisráðherra skipaði því grænbókarnefnd um stöðu ADHD-mála á Íslandi síðastliðinn desember til að fjalla um þjónustu og stuðning við einstaklinga með ADHD,“ segir í svari Willums. Á sama tíma og fleiri hafi fengið meðhöndlun með ADHD-lyfjum hér á landi samanborið við nágrannalöndin þá séu biðlistar eftir greiningu langir. Því sé markmið nefndarinnar meðal annars að greina stöðu ADHD-mála, lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerti fólk með ADHD og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Fram kemur að í grænbókarnefndinni séu fulltrúar frá heilbrigðisráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, barna- og menntamálaráðuneyti, Geðráði, endurhæfingarráði og ADHD-samtökunum. Nefndinni sé ætlað að tryggja umfangsmikil samráð og að leita eftir sjónarmiðum haghafa og sérfræðinga, svo sem fulltrúa heilbrigðisþjónustu, fagfélaga, sjúklingasamtaka, embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands og Lyfjastofnunar. Grænbókarnefndinni sé falið að skrifa grænbók um málaflokkinn og skila fyrir 1. júlí næstkomandi.
Lyf ADHD Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira