Harmar atvik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júní 2024 21:33 Þorgerður ætlaði að kjósa í Vallaskóla á Selfossi Vísir/Vilhelm Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist. Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þórir segir að hann hafi heyrt af málinu í gegnum fjölmiðla og svo í gegnum símtal frá Þorgerði. Hann segist hafa rætt málið við kjörstjórn Árborgar. „Ég veit svosem ekki hvað hefur gerst. Það er auðvitað lögð rík áhersla á það við starfsfólk allra kjördæma að þau tryggi það að einstaklingar geri nægilega grein fyrir sér,“ sagði Þórir. Þorgerður sagði í gær að hún hafi í fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Hana rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki, starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Sú var ekki raunin í gær, en þegar hún sýndi starfsfólki skilríki voru svörin á þá leið að hún væri búin að kjósa. Þórir segir að ekki liggi fyrir hvort eitthvað hafi gerst eða þá hvað. „Lögin segja að fólk þurfi að gera grein fyrir sér annað hvort með skilríkjum eða með þeim hætti sem kjörstjórn metur fullnægjandi.“ Ekki sé hægt að rekja með neinum hætti hvað hafi gerst. Hefði verið hægt að leyfa henni að kjósa fyrst þetta voru mistök? „Það er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu. Það stóð í öllum þremur eintökunum kjörskrárinnar að viðkomandi einstaklingur hefði mætt á kjörstað og kosið. Þá er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu,“ sagði Þórir. Hann segir að málið fari ekkert lengra í bili, engin kæra sé komin fram. Hann segir að öll slík atvik og kvartanir séu notaðar til að læra og gera betur. Það verði gætt að því og ítrekað við fólk að það viðhefði vönduð vinnubrögð. Hann harmar atvikið og vill tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt þegar svona atvik koma upp, en því miður höfum við ekki frekari skýringar en þetta. Forsetakosningar 2024 Árborg Tengdar fréttir Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þórir segir að hann hafi heyrt af málinu í gegnum fjölmiðla og svo í gegnum símtal frá Þorgerði. Hann segist hafa rætt málið við kjörstjórn Árborgar. „Ég veit svosem ekki hvað hefur gerst. Það er auðvitað lögð rík áhersla á það við starfsfólk allra kjördæma að þau tryggi það að einstaklingar geri nægilega grein fyrir sér,“ sagði Þórir. Þorgerður sagði í gær að hún hafi í fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Hana rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki, starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Sú var ekki raunin í gær, en þegar hún sýndi starfsfólki skilríki voru svörin á þá leið að hún væri búin að kjósa. Þórir segir að ekki liggi fyrir hvort eitthvað hafi gerst eða þá hvað. „Lögin segja að fólk þurfi að gera grein fyrir sér annað hvort með skilríkjum eða með þeim hætti sem kjörstjórn metur fullnægjandi.“ Ekki sé hægt að rekja með neinum hætti hvað hafi gerst. Hefði verið hægt að leyfa henni að kjósa fyrst þetta voru mistök? „Það er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu. Það stóð í öllum þremur eintökunum kjörskrárinnar að viðkomandi einstaklingur hefði mætt á kjörstað og kosið. Þá er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu,“ sagði Þórir. Hann segir að málið fari ekkert lengra í bili, engin kæra sé komin fram. Hann segir að öll slík atvik og kvartanir séu notaðar til að læra og gera betur. Það verði gætt að því og ítrekað við fólk að það viðhefði vönduð vinnubrögð. Hann harmar atvikið og vill tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt þegar svona atvik koma upp, en því miður höfum við ekki frekari skýringar en þetta.
Forsetakosningar 2024 Árborg Tengdar fréttir Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29