Icelandair misþyrmi íslenskri tungu Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2024 08:02 Þegar María Helga reyndi að stauta sig í gegnum: „Yfirvald ofurhetja setur á stofn klæðaburðarreglur, sem leiðir til þess að Titans kynna Sjálfsagt Þriðjudag,“ varð henni nóg boðið. aðsend Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins. Maríu Helgu rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ekki ein einasta setning sem þar var þýdd stóðst lágmarks skilyrði íslenskunnar. Svo virðist sem Icelandair sé vargur í véum þegar tungmál Íslendinga er annars vegar. María Helga segist hafa starfað við þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og sé því ágætlega vön að finna manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. En sú „íslenska“ sem við blasti var augljóslega ekki runninn undan rifjum manneskju. Og heldur ekki afurð hefbundinna þýðingarvélar. „Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum,“ segir María Helga sem ritar grein á Vísi um þessa reynslu sína. Hún segir þetta Icelandair til háborinnar skammar. Og það sem verra er, félagið virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að færa þetta til betri vegar. Ein mynd af þýðingunum sem boðið er upp á af þýðingarkerfi Icelandair, gervigreindarhroði sem fremur hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“aðsend „Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega.“ María Helga skorar á öll þau sem umhugað er um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. „Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni.“ Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Maríu Helgu rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Ekki ein einasta setning sem þar var þýdd stóðst lágmarks skilyrði íslenskunnar. Svo virðist sem Icelandair sé vargur í véum þegar tungmál Íslendinga er annars vegar. María Helga segist hafa starfað við þýðingar milli íslensku og ensku í tvo áratugi og sé því ágætlega vön að finna manngerðar þýðingarvillur og vélrænar. En sú „íslenska“ sem við blasti var augljóslega ekki runninn undan rifjum manneskju. Og heldur ekki afurð hefbundinna þýðingarvélar. „Google Translate er oft klaufi en leggur það almennt ekki í vana sinn að búa til orð eins og „Fimmtítalshúsfreyju“ eða „leðursteikjuskeiði“. Í það dugar ekkert minna en gervigreind, sá sískapandi bullukollur. Sú gervigreind sem hér hefur verið notuð hefur ekki einu sinni verið þjálfuð sæmilega á íslensku gagnasafni, eins og sjá má á því hvernig hún flakkar á milli rithátta sem minna á íslensku og blandinavísku („eventýralega“). Garmurinn er enda bara að geta í eyðurnar út frá líkindum,“ segir María Helga sem ritar grein á Vísi um þessa reynslu sína. Hún segir þetta Icelandair til háborinnar skammar. Og það sem verra er, félagið virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að færa þetta til betri vegar. Ein mynd af þýðingunum sem boðið er upp á af þýðingarkerfi Icelandair, gervigreindarhroði sem fremur hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“aðsend „Við hjónin urðum fyrst vör við þetta í flugi þann 9. maí síðastliðinn og nefndum málið strax við flugfreyju, sem ég bað um að koma ábendingunni áleiðis hjá flugfélaginu. Betri helmingurinn fyllti út þjónustukönnun um 10 dögum síðar og minntist þar á þetta aftur. Ég hef fulla trú á að fleiri hafi sett út á þetta við flugfélagið, en í dag, þremur vikum eftir að við bentum fyrst á þetta, hefur ekkert breyst miðað við myndir sem mér bárust frá öðrum farþega.“ María Helga skorar á öll þau sem umhugað er um málrækt að vera vakandi fyrir þeirri raunverulegu ógn sem steðjar að málinu. „Fátt er hættulegra fyrir framtíð íslenskunnar en að flaggskip á íslenskum fyrirtækjamarkaði skuli sjá hag sinn í því að taka upp vélbullað íslenskulíki í sparnaðarskyni.“
Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira