Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Íþróttadeild Vísis skrifar 4. júní 2024 21:35 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir í leik kvöldsins. Vísir/Diego Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. Leikurinn endaði með sigri Íslands þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en eins og svo oft áður var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína Lea var valin best að mati Íþróttadeild Vísis, hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna eftir sigur kvöldsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birgisdóttir, markvörður - 6 Réði ekki mikið við markið sem Austurríki skoraði en greip vel inn í það sem þurfti og varði þau fáu skot sem komu á markið.Vísir/Diego Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður - 6 Hefði mögulega mátt gera betur í marki Austurríkis. Stóð sína plikt annars vel.Vísir/Diego Glódís Perla Guðmundsdóttir, miðvörður (fyrirliði) - 7 Vaktin var staðin af miklum sóma. Sóknarmenn gestanna komstu lítt áleiðis gegn henni.Vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður - 7 Stóð sína vakt einnig vel sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu lítið sóknarlega.Vísir/Diego Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður - 7 Frábær sprettur til að skapa fyrsta markið. Skilaði svo góðum varnarleik einnig.Vísir/Diego Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður - 6 Var mest í baráttunni á miðjunni í dag. Skilaði fínu dagsverki.Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir, miðjumaður - 7 Rosalegur skalli til að koma Íslandi yfir. Þrumaði honum með pönnunni í netið. Baráttan einnig til fyrirmyndar.Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður - 8 (Maður leiksins) Yfirburðar leikmaður í dag. Tvær stoðsendingar, óheppin að skora ekki úr hornspyrnum í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikurinn flæddi í gegnum hana og spyrnur hennar sköpuðu ótta og hættu.Vísir/Diego Hlín Eiríksdóttir, framherji - 7 Frábærlega tekið fyrsta markið. Yfirvegun og gæði sýnd þar til að skora. Komst í annað gott færi um miðjan seinni hálfleik sem var vel varið.Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji - 6 Gat notið sín mikið betur sóknarlega í seinni hálfleik en fékk úr litlu að moða í þeim fyrri. Sinnti þó baráttu- og varnarvinnunni vel.Vísir/Diego Sandra María Jessen, framherji - 5 Skilaði góðri varnarvinnu í fyrri hálfleik þegar á þurfti að halda. Sást annars lítið sóknarmegin.Vísir/Diego Varamenn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 77. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Emilía Ásgeirsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu Jessen á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 92. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Leikurinn endaði með sigri Íslands þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en eins og svo oft áður var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína Lea var valin best að mati Íþróttadeild Vísis, hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna eftir sigur kvöldsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birgisdóttir, markvörður - 6 Réði ekki mikið við markið sem Austurríki skoraði en greip vel inn í það sem þurfti og varði þau fáu skot sem komu á markið.Vísir/Diego Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður - 6 Hefði mögulega mátt gera betur í marki Austurríkis. Stóð sína plikt annars vel.Vísir/Diego Glódís Perla Guðmundsdóttir, miðvörður (fyrirliði) - 7 Vaktin var staðin af miklum sóma. Sóknarmenn gestanna komstu lítt áleiðis gegn henni.Vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður - 7 Stóð sína vakt einnig vel sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu lítið sóknarlega.Vísir/Diego Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður - 7 Frábær sprettur til að skapa fyrsta markið. Skilaði svo góðum varnarleik einnig.Vísir/Diego Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður - 6 Var mest í baráttunni á miðjunni í dag. Skilaði fínu dagsverki.Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir, miðjumaður - 7 Rosalegur skalli til að koma Íslandi yfir. Þrumaði honum með pönnunni í netið. Baráttan einnig til fyrirmyndar.Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður - 8 (Maður leiksins) Yfirburðar leikmaður í dag. Tvær stoðsendingar, óheppin að skora ekki úr hornspyrnum í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikurinn flæddi í gegnum hana og spyrnur hennar sköpuðu ótta og hættu.Vísir/Diego Hlín Eiríksdóttir, framherji - 7 Frábærlega tekið fyrsta markið. Yfirvegun og gæði sýnd þar til að skora. Komst í annað gott færi um miðjan seinni hálfleik sem var vel varið.Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji - 6 Gat notið sín mikið betur sóknarlega í seinni hálfleik en fékk úr litlu að moða í þeim fyrri. Sinnti þó baráttu- og varnarvinnunni vel.Vísir/Diego Sandra María Jessen, framherji - 5 Skilaði góðri varnarvinnu í fyrri hálfleik þegar á þurfti að halda. Sást annars lítið sóknarmegin.Vísir/Diego Varamenn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 77. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Emilía Ásgeirsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu Jessen á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 92. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30