Narendra Modi lýsir yfir sigri á Indlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 22:19 Narendra Modi lýsti yfir sigri þrátt fyrir að hafa tapað meirihluta sínum. AP/Manish Swarup Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar. Modi birti yfirlýsingu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag þar sem hann segir sigurinn sögulegt afrek. Í neðri deild þingsins á Indlandi, stærsta lýðveldi heims, sitja 543 fulltrúar og því þarf 272 til að ná meirihluta. Enn á eftir að ljúka talningu í einu kjördæmi en það lítur út fyrir að Bharatiya Janata tapi meira en sextíu sætum. Er þetta í fyrsta sinn frá því að Modi tók við taumunum sem flokkurinn nær ekki hreinum meirihluta. People have placed their faith in NDA, for a third consecutive time! This is a historical feat in India’s history.I bow to the Janata Janardan for this affection and assure them that we will continue the good work done in the last decade to keep fulfilling the aspirations of…— Narendra Modi (@narendramodi) June 4, 2024 Bharatiya Janata með sína 240 fulltrúa á sér þó samstarfsflokka og leiðir eins konar bandalag sem gengur undir nafninu National Democratic Alliance (NDA) sem saman tryggir Modi sitt þriðja kjörtímabil í embætti forsætisráðherra. Í ræðu sem Modi flutti í höfuðstöðvum BJP í Delí sagðist Modi vera ákaflega glaður með niðurstöðurnar. „Ég vil hneigja mig fyrir þjóðinni. Í dag er tilfinningaþrunginn dagur fyrir persónulega. Þetta er fyrsta kosningin frá því að ég missti móður mína,“ sagði hann að sögn Guardian. „Blessun þjóðarinnar í þriðja sinn eftir tíu ár bætir starfsandann okkar, blæs í okkur móðinn. Andstæðingum okkar, þrátt fyrir að vera sameinaðir, tókst ekki einu sinni að vinna jafnmörg sæti og BJP,“ segir Modi. Talsmenn BJP segja ekkert koma til greina en að flokkurinn myndi nýja ríkisstjórn. „NDA mun mynda ríkisstjórn í þriðja sinn. Modi forsætisráðherra verður svarinn inn í þriðja sinn,“ hefur Guardian eftir Jaiveer Shergill talsmanni flokksins. Hann hafi bætt við að fylgistap flokksins verði skoðað. Þingkosningar hafa staðið yfir á Indlandi síðan á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar heimsins þar sem tæpur milljarður manna er á kjörskrá. Indland Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Modi birti yfirlýsingu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag þar sem hann segir sigurinn sögulegt afrek. Í neðri deild þingsins á Indlandi, stærsta lýðveldi heims, sitja 543 fulltrúar og því þarf 272 til að ná meirihluta. Enn á eftir að ljúka talningu í einu kjördæmi en það lítur út fyrir að Bharatiya Janata tapi meira en sextíu sætum. Er þetta í fyrsta sinn frá því að Modi tók við taumunum sem flokkurinn nær ekki hreinum meirihluta. People have placed their faith in NDA, for a third consecutive time! This is a historical feat in India’s history.I bow to the Janata Janardan for this affection and assure them that we will continue the good work done in the last decade to keep fulfilling the aspirations of…— Narendra Modi (@narendramodi) June 4, 2024 Bharatiya Janata með sína 240 fulltrúa á sér þó samstarfsflokka og leiðir eins konar bandalag sem gengur undir nafninu National Democratic Alliance (NDA) sem saman tryggir Modi sitt þriðja kjörtímabil í embætti forsætisráðherra. Í ræðu sem Modi flutti í höfuðstöðvum BJP í Delí sagðist Modi vera ákaflega glaður með niðurstöðurnar. „Ég vil hneigja mig fyrir þjóðinni. Í dag er tilfinningaþrunginn dagur fyrir persónulega. Þetta er fyrsta kosningin frá því að ég missti móður mína,“ sagði hann að sögn Guardian. „Blessun þjóðarinnar í þriðja sinn eftir tíu ár bætir starfsandann okkar, blæs í okkur móðinn. Andstæðingum okkar, þrátt fyrir að vera sameinaðir, tókst ekki einu sinni að vinna jafnmörg sæti og BJP,“ segir Modi. Talsmenn BJP segja ekkert koma til greina en að flokkurinn myndi nýja ríkisstjórn. „NDA mun mynda ríkisstjórn í þriðja sinn. Modi forsætisráðherra verður svarinn inn í þriðja sinn,“ hefur Guardian eftir Jaiveer Shergill talsmanni flokksins. Hann hafi bætt við að fylgistap flokksins verði skoðað. Þingkosningar hafa staðið yfir á Indlandi síðan á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar heimsins þar sem tæpur milljarður manna er á kjörskrá.
Indland Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira