„Veit ekki hvað kom yfir mig“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Árni Jóhannsson skrifa 4. júní 2024 22:30 Guðrún Arnardóttir átti frábæran sprett í fyrra marki Íslands. Vísir/Diego „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. „Okkur tókst það í dag og mér fannst við frekar sannfærandi. Mér fannst við vera með yfirhöndina, líka í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi. Auðvitað var stundum erfitt að spila út úr vörninni og kannski festumst við aðeins aftarlega á vellinum, en mér fannst við samt alltaf vera með yfirhöndina svona heilt yfir.“ Þá segir Guðrún það hafa verið mikilvægt að ná inn marki í fyrri hálfleik með vindinn í fangið, vitandi það að liðið gat sótt stífar í síðari hálfleik. „Algjörlega. Það er alltaf gott að skora og við viljum að sjálfsögðu skora sem mest. Það var gott að ná inn marki á móti vindinum, en það var líka smá blaut tuska að fá á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks.“ „Við vorum samt með jákvæða tilfinningu farandi inn í hálfleikinn. Við vorum að gera vel og að skapa færi þannig við vorum ekkert hræddar við að fara inn í seinni hálfleikinn.“ Sjálf átti Guðrún stóran þátt í fyrra marki Íslands í kvöld. „Ég tók bara fyrstu snertinguna og þær hörfuðu þannig ég hélt bara áfram. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Þetta var einhver egósprettur sem allir eru jafn hissa á og ég. Ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo fólk muni eftir þessu.“ Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir.Vísir/Diego Þá segir hún hálfleiksræðu Þorsteins ekki hafa verið flókna. „Við töluðum bara um að fá enn meiri orku með því að fá vindinn í bakið og að við gætum nýtt okkur það. En að við þyrftum að sjálfsögðu að passa það að vindurinn tekur líka oft boltann sem er eitthvað sem við lentum stundum í. Við töluðum bara um að halda áfram og að reyna að finna svæðin fyrir framan vörnina eða fyrir aftan, eftir því hvað þær væru að bjóða okkur upp á. Mér fannst við gera það bara fínt.“ Að lokum segir Guðrún að leikmenn liðsins séu farnir að láta sér dreyma um sæti á EM í Sviss á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Við vorum með þetta markmið að vera með yfirhöndina eftir þetta verkefni og að vera með þetta í okkar höndum. Við vonum að í næsta glugga verði hægt að henda „EM staðfest“ í fyrirsögnina,“ sagði Guðrún að lokum Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
„Okkur tókst það í dag og mér fannst við frekar sannfærandi. Mér fannst við vera með yfirhöndina, líka í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi. Auðvitað var stundum erfitt að spila út úr vörninni og kannski festumst við aðeins aftarlega á vellinum, en mér fannst við samt alltaf vera með yfirhöndina svona heilt yfir.“ Þá segir Guðrún það hafa verið mikilvægt að ná inn marki í fyrri hálfleik með vindinn í fangið, vitandi það að liðið gat sótt stífar í síðari hálfleik. „Algjörlega. Það er alltaf gott að skora og við viljum að sjálfsögðu skora sem mest. Það var gott að ná inn marki á móti vindinum, en það var líka smá blaut tuska að fá á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks.“ „Við vorum samt með jákvæða tilfinningu farandi inn í hálfleikinn. Við vorum að gera vel og að skapa færi þannig við vorum ekkert hræddar við að fara inn í seinni hálfleikinn.“ Sjálf átti Guðrún stóran þátt í fyrra marki Íslands í kvöld. „Ég tók bara fyrstu snertinguna og þær hörfuðu þannig ég hélt bara áfram. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Þetta var einhver egósprettur sem allir eru jafn hissa á og ég. Ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo fólk muni eftir þessu.“ Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir.Vísir/Diego Þá segir hún hálfleiksræðu Þorsteins ekki hafa verið flókna. „Við töluðum bara um að fá enn meiri orku með því að fá vindinn í bakið og að við gætum nýtt okkur það. En að við þyrftum að sjálfsögðu að passa það að vindurinn tekur líka oft boltann sem er eitthvað sem við lentum stundum í. Við töluðum bara um að halda áfram og að reyna að finna svæðin fyrir framan vörnina eða fyrir aftan, eftir því hvað þær væru að bjóða okkur upp á. Mér fannst við gera það bara fínt.“ Að lokum segir Guðrún að leikmenn liðsins séu farnir að láta sér dreyma um sæti á EM í Sviss á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Við vorum með þetta markmið að vera með yfirhöndina eftir þetta verkefni og að vera með þetta í okkar höndum. Við vonum að í næsta glugga verði hægt að henda „EM staðfest“ í fyrirsögnina,“ sagði Guðrún að lokum
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira