Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2024 12:48 Appelsínugular veðurviðvaranir gilda fyrir austurhelming landsins. Ljósmynd þessi var tekin í Mývatnssveit í gær. Daði Lange Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið Á heimasíðu Veðurstofu Íslands blasa við viðvaranir ýmist í gulum eða appelsínugulum litum. Veðrið er verst á austurhelmingi landsins þar sem geisar norðvestan hríðarverður. Ekki er ólíklegt að landsmenn séu margir hverjir brúnaþungir yfir þessu óvanalega upphafi júnímánaðar og verður eflaust mörgum hugsað til mófuglanna. Borgný Kristínardóttir er líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. „Nú er það þannig að margir af okkar mófuglum eru tegundir sem verpa á enn norðlægari slóðum en hér og þeir eru því aðlagaðir óblíðum veðuröflum og svo í svona aðstæðum þá reyna þeir sjálfsagt að harka svona hret af sér og ég hef séð mynd af tjaldi sitjandi sem fastast á hreiðrinu sínu með nokkurra sentímetra lag af snjó ofan á sér en flestir mófuglarnir eru byrjaðir að verpa og til dæmis tjaldar geta verið komnir með unga og litlir ungar sérstaklega eru viðkvæmir fyrir svona hretum “ Nú hafa fuglarnir sýnt og sannað að þeir geti harkað ýmislegt af sér en er ekki helsta áhyggjuefnið hversu langvarandi óveðrið er í þetta sinn? „jú, það er ekkert ólíklegt að þetta geti haft einhver neikvæð áhrif á varpárangurinn þetta sumarið en það er samt ennþá skammt liðið á varptímann þannig að fuglar sem missa hreiðrið sitt og unga, þeir geta gert aðra tilraun til varps en almennt hafa þó rannsóknir sýnt að eftir því sem hreiður eru síðbúnari þeim mun lakari er varpárangurinn og það tengist líklega tímasetningu fæðuframboðs ýmissa skordýra, en varpið miðast við að ungarnir hafi hámarks fæðu,“ segir Borgný Kristínardóttir líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. Fuglar Dýr Veður Tengdar fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15 Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Á heimasíðu Veðurstofu Íslands blasa við viðvaranir ýmist í gulum eða appelsínugulum litum. Veðrið er verst á austurhelmingi landsins þar sem geisar norðvestan hríðarverður. Ekki er ólíklegt að landsmenn séu margir hverjir brúnaþungir yfir þessu óvanalega upphafi júnímánaðar og verður eflaust mörgum hugsað til mófuglanna. Borgný Kristínardóttir er líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. „Nú er það þannig að margir af okkar mófuglum eru tegundir sem verpa á enn norðlægari slóðum en hér og þeir eru því aðlagaðir óblíðum veðuröflum og svo í svona aðstæðum þá reyna þeir sjálfsagt að harka svona hret af sér og ég hef séð mynd af tjaldi sitjandi sem fastast á hreiðrinu sínu með nokkurra sentímetra lag af snjó ofan á sér en flestir mófuglarnir eru byrjaðir að verpa og til dæmis tjaldar geta verið komnir með unga og litlir ungar sérstaklega eru viðkvæmir fyrir svona hretum “ Nú hafa fuglarnir sýnt og sannað að þeir geti harkað ýmislegt af sér en er ekki helsta áhyggjuefnið hversu langvarandi óveðrið er í þetta sinn? „jú, það er ekkert ólíklegt að þetta geti haft einhver neikvæð áhrif á varpárangurinn þetta sumarið en það er samt ennþá skammt liðið á varptímann þannig að fuglar sem missa hreiðrið sitt og unga, þeir geta gert aðra tilraun til varps en almennt hafa þó rannsóknir sýnt að eftir því sem hreiður eru síðbúnari þeim mun lakari er varpárangurinn og það tengist líklega tímasetningu fæðuframboðs ýmissa skordýra, en varpið miðast við að ungarnir hafi hámarks fæðu,“ segir Borgný Kristínardóttir líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands.
Fuglar Dýr Veður Tengdar fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15 Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. 5. júní 2024 07:15
Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. 5. júní 2024 10:34