Síðasta hálmstrá Vinstri grænna í höndum Bjarkeyjar Olsen Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. júní 2024 14:01 Undirritaður hefur fylgzt með stjórnmálum, hér og erlendis, til lengri tíma, og minnist þess ekki, að hafa horft upp á annað eins fylgishrun stjórnmálaflokks, og Vinstri grænir, VG, hafa orðið fyrir, síðustu 6-7 árin. Úr 17% í rúm 3%! Í Alþingiskosningunum 2017 varð VG 2. stærsti flokkur landins með 17% fylgi. Í krafti þess fékk formaðurinn, Katrín Jakobsdóttir, stjórnarmyndunarumboð, sem hún nýtti. Leiddi það svo til rúmlega 6 ára stjórnarforustu hennar/VG, með Sjálfstæðisflokki og Fransókn, eins og kunnugt er. Hvernig gat fylgi VG hrunið með þessu stórfellda og einstaka hætti? Stefnan var í uppðhafi vinsæl hjá mörgum, eins og gott fylgi 2017 sýndi. Hvað brást þá!? Vert er að líta aðeins á helztu stefnumál VG 2017, sem þetta góða fylgi þá byggðist á: Hvalveiðar „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október 2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur. Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni“. Hvað varð um þessa hvalveiðistefnu, sem tryggði flokknum fylgi dýraverndunar- um umhverfissinna, loforð um hvalveiðibann, við Íslandsstrendur? EKKERT. Síðustu 40 árin hefur aldrei verið meira veitt af hvölum, langreyði, en einmitt í stjórnartíð Katrínar Jakobsdóttur/VG. Þjóðgarður Í stjórnarsáttmála 2017 stendur m.a.. „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“. Þetta stóra stefnumál, einn stærsti þjóðgarðurinn í Evrópu, sem svo átti að verða, hefði VG kannske átt að fá fyrir að gefa eftir hvalafriðun. Svona út á gamla og góða hrossakaupareglu. En fengu þau það? NEI. Hér hlupust D og B undan merkjum, þegar á reyndi, og VG lét það bara gott heita. Dýravernd „Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum“ segir í sama stjórnarsáttmála. En stóðst þetta mikilvæga áhuga- og stefnumál náttúru- og dýraverndarsinna þá? Síðustu 50 árin hefur viltum dýrum og fuglum í heiminum fækkað um 70%! NEI, aldeilis ekki. Hvað varðar Bjarna Ben og Inga Sigurð um slík mál. Málið komst aldrei úr nefnd, en VG brosti áfram. Stjórnarskráin „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar...“ segir líka í sama stjórnarsáttmála. Náðist þetta miklivæga atriði í stjórnarsáttmála þá fram? NEI. Sama saga. Hér fóru D og B undan í flæmingi, og sat formaður VG/forsætisráðherra uppi með frumvarp, sem „samherjar“ vildu ekki sjá eða heyra og varð að engu. Hvílík sneypa. Loftlagsvernd VG hefur talað mikið um sinn góða árangur í þessari ríkisstjórn í loftslagsvernd. Í september 2018 boðaði ríkisstjórnin til blaðamannafundar, þar sem ekki mættu færri en 7 ráðherrar, og þóttust nú bæði D og B allt í einu vera orðnir grænir. 6.8 milljarða skyldi setja í aðgerðir í loftslagsmálum næstu fimm árin. 1,3 milljarða á ári. Auðvitað var þetta gott mál, allt er betra en ekkert, en það vildi svo til, að sömu daga og ríkisstjórnin blés í sína lúðra með þetta mál, voru fréttir í gangi með það, að setja ætti 120 milljarða í flugstöð í Keflavík á næstu árum. 18-falt meira skyldi fara í flugstöð, en í að tryggja landsmönnum minni mengun, hreinna loft og betri lífsskilyrði. Enn eitt floppið. Ofangreind upptalning skýrir ástæðurnar fyrir því, að VG er farið úr 17% fylgi niður í 3%. Með því er flokkurinn auðvitað fallinn út af þingi. Eins og allir sjá og skilja, eru ástæðurnar vanefndir, stefnusvik, í flestum stærri málum. Flóknara er það ekki. 1. stefnumálið, kosningaloforð, VG, bann við hvalveiðum, er nú í deiglu hjá Bjarkey Olsen/VG, eftir að Svandís Svavarsdóttir/VG hafði stýrt því frá 2021. Í maí í fyrra birti MAST skefilega skýrslu um hvalveiðar sumarið 2022, kolsvarta skýrslu, sem sýndi, að lífið hafði verið murkað úr 41% dýranna, með mis fólskulegum- og skelfilegum hætti. Fór um alla góða menn. Ekki kom þó fram, hversu margar hvalkýrnar voru, af þeim 148 dýrum, sem drepin voru, en ýmsar þeirra hafa verið með nánast fullgenginn kálf í kviði, og aðrar með lifandi kálf sér við hlið, sem hefur veslast upp og soltið í hel við móðurmissinn. Skýrsla MAST fór svo formlega til Fagráðs um velferð dýra 22. maí í fyrra, og kom þessi niðurstaða frá Fagráði 16. júní: „Niðurstaða ráðsins var sú, að sú veiðiaferð sem beitt er við veiðar stórhvela samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra“. Gaf ráðið jafnframt til kynna, að það telji, að ekki sé hægt að bæta svo úr, með núverandi skipum, tólum og veiðiaðferðum, að veiðar geti samræmst þessum lögum. Línurnar í þessu máli eru því algjörlega tandurhreinar og tal Bjarkeyjar um enn eina skoðun málsins eintómar úrtölur og fyrirsláttur. Ef nýtt hvalveiðileyfi verður veitt, gengur það klárlega og skýrlega gegn lögum landins, 55/2013, svo að ekki sé talað um, að það gangi með skýrum og afgerandi hætti gegn stefnu og konsingaloforðum VG. Ef Bjarkey heldur í þetta síðasta hálmstrá, stendur loks við stefnuna og loforð, og gefur ekki út nýtt hvalveiðileyfi, er kannske enn von fyrir VG. Ef ekki, má reikna með að saga þessa flokks - en ógæfa hans og andlitsmissir væri þá endanleg - sé öll. Höfundur er samfélagsrýnir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur fylgzt með stjórnmálum, hér og erlendis, til lengri tíma, og minnist þess ekki, að hafa horft upp á annað eins fylgishrun stjórnmálaflokks, og Vinstri grænir, VG, hafa orðið fyrir, síðustu 6-7 árin. Úr 17% í rúm 3%! Í Alþingiskosningunum 2017 varð VG 2. stærsti flokkur landins með 17% fylgi. Í krafti þess fékk formaðurinn, Katrín Jakobsdóttir, stjórnarmyndunarumboð, sem hún nýtti. Leiddi það svo til rúmlega 6 ára stjórnarforustu hennar/VG, með Sjálfstæðisflokki og Fransókn, eins og kunnugt er. Hvernig gat fylgi VG hrunið með þessu stórfellda og einstaka hætti? Stefnan var í uppðhafi vinsæl hjá mörgum, eins og gott fylgi 2017 sýndi. Hvað brást þá!? Vert er að líta aðeins á helztu stefnumál VG 2017, sem þetta góða fylgi þá byggðist á: Hvalveiðar „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október 2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur. Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni“. Hvað varð um þessa hvalveiðistefnu, sem tryggði flokknum fylgi dýraverndunar- um umhverfissinna, loforð um hvalveiðibann, við Íslandsstrendur? EKKERT. Síðustu 40 árin hefur aldrei verið meira veitt af hvölum, langreyði, en einmitt í stjórnartíð Katrínar Jakobsdóttur/VG. Þjóðgarður Í stjórnarsáttmála 2017 stendur m.a.. „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“. Þetta stóra stefnumál, einn stærsti þjóðgarðurinn í Evrópu, sem svo átti að verða, hefði VG kannske átt að fá fyrir að gefa eftir hvalafriðun. Svona út á gamla og góða hrossakaupareglu. En fengu þau það? NEI. Hér hlupust D og B undan merkjum, þegar á reyndi, og VG lét það bara gott heita. Dýravernd „Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum“ segir í sama stjórnarsáttmála. En stóðst þetta mikilvæga áhuga- og stefnumál náttúru- og dýraverndarsinna þá? Síðustu 50 árin hefur viltum dýrum og fuglum í heiminum fækkað um 70%! NEI, aldeilis ekki. Hvað varðar Bjarna Ben og Inga Sigurð um slík mál. Málið komst aldrei úr nefnd, en VG brosti áfram. Stjórnarskráin „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar...“ segir líka í sama stjórnarsáttmála. Náðist þetta miklivæga atriði í stjórnarsáttmála þá fram? NEI. Sama saga. Hér fóru D og B undan í flæmingi, og sat formaður VG/forsætisráðherra uppi með frumvarp, sem „samherjar“ vildu ekki sjá eða heyra og varð að engu. Hvílík sneypa. Loftlagsvernd VG hefur talað mikið um sinn góða árangur í þessari ríkisstjórn í loftslagsvernd. Í september 2018 boðaði ríkisstjórnin til blaðamannafundar, þar sem ekki mættu færri en 7 ráðherrar, og þóttust nú bæði D og B allt í einu vera orðnir grænir. 6.8 milljarða skyldi setja í aðgerðir í loftslagsmálum næstu fimm árin. 1,3 milljarða á ári. Auðvitað var þetta gott mál, allt er betra en ekkert, en það vildi svo til, að sömu daga og ríkisstjórnin blés í sína lúðra með þetta mál, voru fréttir í gangi með það, að setja ætti 120 milljarða í flugstöð í Keflavík á næstu árum. 18-falt meira skyldi fara í flugstöð, en í að tryggja landsmönnum minni mengun, hreinna loft og betri lífsskilyrði. Enn eitt floppið. Ofangreind upptalning skýrir ástæðurnar fyrir því, að VG er farið úr 17% fylgi niður í 3%. Með því er flokkurinn auðvitað fallinn út af þingi. Eins og allir sjá og skilja, eru ástæðurnar vanefndir, stefnusvik, í flestum stærri málum. Flóknara er það ekki. 1. stefnumálið, kosningaloforð, VG, bann við hvalveiðum, er nú í deiglu hjá Bjarkey Olsen/VG, eftir að Svandís Svavarsdóttir/VG hafði stýrt því frá 2021. Í maí í fyrra birti MAST skefilega skýrslu um hvalveiðar sumarið 2022, kolsvarta skýrslu, sem sýndi, að lífið hafði verið murkað úr 41% dýranna, með mis fólskulegum- og skelfilegum hætti. Fór um alla góða menn. Ekki kom þó fram, hversu margar hvalkýrnar voru, af þeim 148 dýrum, sem drepin voru, en ýmsar þeirra hafa verið með nánast fullgenginn kálf í kviði, og aðrar með lifandi kálf sér við hlið, sem hefur veslast upp og soltið í hel við móðurmissinn. Skýrsla MAST fór svo formlega til Fagráðs um velferð dýra 22. maí í fyrra, og kom þessi niðurstaða frá Fagráði 16. júní: „Niðurstaða ráðsins var sú, að sú veiðiaferð sem beitt er við veiðar stórhvela samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra“. Gaf ráðið jafnframt til kynna, að það telji, að ekki sé hægt að bæta svo úr, með núverandi skipum, tólum og veiðiaðferðum, að veiðar geti samræmst þessum lögum. Línurnar í þessu máli eru því algjörlega tandurhreinar og tal Bjarkeyjar um enn eina skoðun málsins eintómar úrtölur og fyrirsláttur. Ef nýtt hvalveiðileyfi verður veitt, gengur það klárlega og skýrlega gegn lögum landins, 55/2013, svo að ekki sé talað um, að það gangi með skýrum og afgerandi hætti gegn stefnu og konsingaloforðum VG. Ef Bjarkey heldur í þetta síðasta hálmstrá, stendur loks við stefnuna og loforð, og gefur ekki út nýtt hvalveiðileyfi, er kannske enn von fyrir VG. Ef ekki, má reikna með að saga þessa flokks - en ógæfa hans og andlitsmissir væri þá endanleg - sé öll. Höfundur er samfélagsrýnir og náttúruverndarsinni.