Viðreisn býðst til að bjarga lögreglufrumvarpi dómsmálaráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2024 16:51 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir flokkinn reiðubúinn að rjúfa „pattstöðuna“ um mikilvæg mál. Vísir/Arnar Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum miðar meðal annars að því að efla svokallaðar „afbrotavarnir“ eða „forvirkar rannsóknarheimildir“ lögreglu. Það er enn fast í nefnd og óljóst hvort takist að koma málinu í gegn áður en þingi verður slitið. Svo virðist sem Vinstri græn setji ýmsa fyrirvara við málið en í gær sagði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, til dæmis að lögreglan ráði varla við þær valdheimildir sem hún hafi núna og spurði í ljósi þess hvort lögreglan hafi við auknar valdheimildir að gera. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hún þá jafnframt að fara þyrfti „ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að það væri augljóst að VG tæki sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann sagði að það væri ekki sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gengi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna og að það megi ekki alltaf enda þannig að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars óháð því hvort þingmeirihluti væri fyrir málum eða ekki. Sigmar sagði að líklega væri meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum í þinginu og að Viðreisn, flokkur Sigmars, vildi leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn. „Það er ekki ólíklegt að það sé meirihluti fyrir því hér í þinginu að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæslu og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn bæði til að efla löggæslu í landinu og efla öryggi borgarinnar en ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er.“ Sigmar benti á að þingmeirihluti væri fyrir breytingum í orkumálum og að Viðreisn sé til í samtal við alla flokka, óháð víglínu stjórnar- og stjórnarandstöðu um þau mál sem flokkurinn telji brýnt að ljúka áður en þingi sé slitið. „Sú pattstaða sem hér er uppi vegna ósættis innan stjórnarliðsins vinnur gegn hagsmunum almennings, ein leið út úr því er ofur einfaldlega að láta reyna á hver vilji þingsins er, óháð því hvað einstaka stjórnarflokkum kann að finnast.“ Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Svo virðist sem Vinstri græn setji ýmsa fyrirvara við málið en í gær sagði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, til dæmis að lögreglan ráði varla við þær valdheimildir sem hún hafi núna og spurði í ljósi þess hvort lögreglan hafi við auknar valdheimildir að gera. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hún þá jafnframt að fara þyrfti „ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að það væri augljóst að VG tæki sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann sagði að það væri ekki sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gengi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna og að það megi ekki alltaf enda þannig að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars óháð því hvort þingmeirihluti væri fyrir málum eða ekki. Sigmar sagði að líklega væri meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum í þinginu og að Viðreisn, flokkur Sigmars, vildi leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn. „Það er ekki ólíklegt að það sé meirihluti fyrir því hér í þinginu að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæslu og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn bæði til að efla löggæslu í landinu og efla öryggi borgarinnar en ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er.“ Sigmar benti á að þingmeirihluti væri fyrir breytingum í orkumálum og að Viðreisn sé til í samtal við alla flokka, óháð víglínu stjórnar- og stjórnarandstöðu um þau mál sem flokkurinn telji brýnt að ljúka áður en þingi sé slitið. „Sú pattstaða sem hér er uppi vegna ósættis innan stjórnarliðsins vinnur gegn hagsmunum almennings, ein leið út úr því er ofur einfaldlega að láta reyna á hver vilji þingsins er, óháð því hvað einstaka stjórnarflokkum kann að finnast.“
Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50