Segir stjórnarandstöðuna hafa kynt undir hatri árásarmannsins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 23:21 Þetta segir Fico í langri ræðu sem hann birti á Facebook í dag. AP/Geert Vanden Wijngaert Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sem varð fyrir banatilræði fimmtánda maí síðastliðinn, kennir stjórnarandstöðunni þar í landi um að hafa ýtt undir hatursfulla orðræðu sem leiddi til banatilræðisins. Hann særðist alvarlega þegar ljóðskáld á áttræðisaldri skaut hann fimm sinnum. Í ræðu sem hann birti á Facebook í dag í ávarpaði hann þjóð sína en kosningar til Evrópuþingsins eru á næsta leiti. Þar lýsti hann árásarmanni sínum sem „aðgerðarsinna á vegum slóvakísku stjórnarandstöðunnar“ og sem „sendiboða hins illa og þess pólitísks haturs sem hin misheppnaða og óþreyjufulla stjórnarandstaðan hefur kynt undir.“ „Stjórnarandstaðan þarf að ígrunda þetta. Ef við höldum áfram eins og staðan er mun hryllingurinn fimmtánda maí, sem þið fenguð öll að sjá nánast í beinni, halda áfram og fórnarlömbin verða fleiri,“ segir Fico í ræðunni. Fico lofaði jafnframt að hann kæmi aftur til starfa í lok júní eða í byrjun júlí. Hann segist ekki bera neitt hatur í garð árásarmannsins heldur hafi hann fyrirgefið honum og hyggist ekki lögsækja hann. Robert Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum á Tékkoslóvakíuárunum en þykir ansi hallur undir samsæriskenningar og vill meðal annars meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu og að úkraínska nasista hafi hafið stríðið í Úkraínu. Hann sagði af sér embætti árið 2018 í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og Fico sagði af sér embætti en sneri aftur á svið stjórnmálanna eftir nokkur ár af því að láta lítið fyrir sér fara. Slóvakía Evrópusambandið Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Í ræðu sem hann birti á Facebook í dag í ávarpaði hann þjóð sína en kosningar til Evrópuþingsins eru á næsta leiti. Þar lýsti hann árásarmanni sínum sem „aðgerðarsinna á vegum slóvakísku stjórnarandstöðunnar“ og sem „sendiboða hins illa og þess pólitísks haturs sem hin misheppnaða og óþreyjufulla stjórnarandstaðan hefur kynt undir.“ „Stjórnarandstaðan þarf að ígrunda þetta. Ef við höldum áfram eins og staðan er mun hryllingurinn fimmtánda maí, sem þið fenguð öll að sjá nánast í beinni, halda áfram og fórnarlömbin verða fleiri,“ segir Fico í ræðunni. Fico lofaði jafnframt að hann kæmi aftur til starfa í lok júní eða í byrjun júlí. Hann segist ekki bera neitt hatur í garð árásarmannsins heldur hafi hann fyrirgefið honum og hyggist ekki lögsækja hann. Robert Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum á Tékkoslóvakíuárunum en þykir ansi hallur undir samsæriskenningar og vill meðal annars meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu og að úkraínska nasista hafi hafið stríðið í Úkraínu. Hann sagði af sér embætti árið 2018 í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Mikil mótmæli brutust út í kjölfarið og Fico sagði af sér embætti en sneri aftur á svið stjórnmálanna eftir nokkur ár af því að láta lítið fyrir sér fara.
Slóvakía Evrópusambandið Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira