Yngst á þessari öld til að komast í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 10:31 Skráði sig í sögubækurnar. EPA-EFE/YOAN VALAT Hin 17 ára gamla Mirra Andreeva er komin í undanúrslit Opna franska meistaramótsins í tennis. Hún er yngsti keppandi risamóts til að komast svo langt síðan Marina Hingis gerði það á Opna bandaríska árið 1997, þá 16 ára gömul. Vegna ungs aldurs má Andreeva aðeins taka þátt í takmörkuðum fjölda móta á ári en hún er svo sannarlega að nýta tækifærið á hinum fornfræga velli Roland Garros sem staðsettur er í París. Youth taking over 💪Mirra Andreeva highlights our stat of the day by @Infosys! #RolandGarroswithInfosys #ExperiencetheNext pic.twitter.com/0M5b8w7BsC— Roland-Garros (@rolandgarros) June 5, 2024 Aryna Sabalenka frá Belarús var fórnarlamb rússneska undrabarnsins í átta manna úrslitum mótsins sem fram fóru í gær. Snemma í viðureigninni var ljóst að Sabalenka væri að glíma við einhverskonar meiðsli. „Ég átti mjög erfitt uppdráttar líkamlega. Ég hef verið veik síðustu daga með einhverskonar magavírus svo þetta hefur verið brekka,“ sagði Sabalenka að tapinu loknu. Andreeva, sem er í 38. sæti heimslistans, sýndi hins vegar enga miskunn og lagði Sabalenka, sem situr í 2. sæti listans, örugglega í þremur settum, 6-7 (5-7), 6-4 og 6-4. What a way to qualify for your first Grand Slam semi-final 🤯#RolandGarros pic.twitter.com/GLSO8LX6tD— Roland-Garros (@rolandgarros) June 5, 2024 „Í hreinskilni sagt var ég mjög stressuð fyrir leikinn. Ég vissi að hún væri með forskot á mig,“ sagði Andreeva sem hafði tapað báðum leikjum sínum gegn Sabalenka á ferlinum. „Ég og þjálfarinn minn gerðum áætlun fyrir leik dagsins en aftur þá man ég ekki neitt. Ég reyndi bara að spila eins vel og ég gat,“ sagði Andreeva að endingu. Síðar í dag hefjast undanúrslit Opna franska. Andreeva mætir Jasmine Paolini á meðan stórstjörnurnar IgaŚwiątek (1. sæti heimslistans) og Coco Gauff (3. sæti) mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Tennis Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira
Vegna ungs aldurs má Andreeva aðeins taka þátt í takmörkuðum fjölda móta á ári en hún er svo sannarlega að nýta tækifærið á hinum fornfræga velli Roland Garros sem staðsettur er í París. Youth taking over 💪Mirra Andreeva highlights our stat of the day by @Infosys! #RolandGarroswithInfosys #ExperiencetheNext pic.twitter.com/0M5b8w7BsC— Roland-Garros (@rolandgarros) June 5, 2024 Aryna Sabalenka frá Belarús var fórnarlamb rússneska undrabarnsins í átta manna úrslitum mótsins sem fram fóru í gær. Snemma í viðureigninni var ljóst að Sabalenka væri að glíma við einhverskonar meiðsli. „Ég átti mjög erfitt uppdráttar líkamlega. Ég hef verið veik síðustu daga með einhverskonar magavírus svo þetta hefur verið brekka,“ sagði Sabalenka að tapinu loknu. Andreeva, sem er í 38. sæti heimslistans, sýndi hins vegar enga miskunn og lagði Sabalenka, sem situr í 2. sæti listans, örugglega í þremur settum, 6-7 (5-7), 6-4 og 6-4. What a way to qualify for your first Grand Slam semi-final 🤯#RolandGarros pic.twitter.com/GLSO8LX6tD— Roland-Garros (@rolandgarros) June 5, 2024 „Í hreinskilni sagt var ég mjög stressuð fyrir leikinn. Ég vissi að hún væri með forskot á mig,“ sagði Andreeva sem hafði tapað báðum leikjum sínum gegn Sabalenka á ferlinum. „Ég og þjálfarinn minn gerðum áætlun fyrir leik dagsins en aftur þá man ég ekki neitt. Ég reyndi bara að spila eins vel og ég gat,“ sagði Andreeva að endingu. Síðar í dag hefjast undanúrslit Opna franska. Andreeva mætir Jasmine Paolini á meðan stórstjörnurnar IgaŚwiątek (1. sæti heimslistans) og Coco Gauff (3. sæti) mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Tennis Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sjá meira