Hafnarfjarðarbær semur við HS orku um rannsóknar- og nýtingarrétt í Krýsuvík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. júní 2024 08:47 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku við undirritun samnings í gær. Hafnarfjarðarbær Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð. Samningurinn, sem byggir á viljayfirlýsingu frá nóvember 2022, var samþykktur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að markmið samningsins sé að kanna möguleika þess að virkja jarðvarma og vinna grunnvatn í landi Krýsuvíkur á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, samhliða uppbyggingu auðlindagarðs þar sem frekari nýting vinnslustrauma fer fram. Stefnt er að því að jarðvarmaver rýsi á Sveifluhálsi á Krýsuvíkursvæðinu. Samhliða verður unnið að hugmyndum um auðlindagarð með áherslu á útivist, vistvæna ferðaþjónustu og græna atvinnustarfsemi. Mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur sem er verðmætt útivistarsvæði og vinsæll áfangastaður ferðafólks. „Krýsuvík býr auk þess yfir einum vænlegasta kosti sem býðst til framtíðaruppbyggingar hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. „Með auðlindanýtingu í Krýsuvík mætti bæta afhendingaröryggi á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins til muna, en höfuðborgarsvæðið fær nú allt heitt vatn frá svæðum sem eru staðsett austur af svæðinu, það er frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun.“ Við undirritun samnings í gær. Kynningarfundur um áformin verður haldinn kl. 17, 12. júní í Bæjarbíói.Hafnarfjarðarbær Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir það mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð að samið hafi verið um framtíðaruppbyggingu í Krýsuvík. Rannsóknar og nýtingarsamningurinn eigi sér mjög langan aðdraganda. Markmiðið með honum er að tryggja Hafnfirðingum og fleirum aðgang að heitu vatni og orku til framtíðar. Samhliða verður svæðið svo gert aðgengilegra til útivistar og nátturuskoðunar. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir samninginn við Hafnarfjarðarbæ mikið fagnaðarefni. „Hann leggur grunninn að áframhaldandi jarðhitarannsóknum á Krýsuvíkursvæðinu. Við erum vongóð um að rannsóknirnar leiði til þess að jarðhitinn geti nýst jafnt til framleiðslu á heitu vatni fyrir Hafnfirðinga og nágranna sem og til framleiðslu á raforku. Samhliða hugsanlegri orkuvinnslu munu skapast spennandi tækifæri til uppbyggingar á margskonar grænni atvinnustarfsemi í Krýsuvík.“ Jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð auk aflgetu til raforkuframleiðslu, allt að 100 MW. „Þá er stefnt að því að vinna að hugmyndum um auðlindagarð í Krýsuvík með áherslu á uppbyggingu vistvænnar ferðaþjónustu sem fellur vel að umhverfi og náttúru, aðstöðu til útivistar auk grænar atvinnustarfsemi, svo sem þörungaræktunar, náttúrulegrar efnavinnslu og ræktunar í gróðurhúsum. Lögð verður áhersla á að efnisnotkun, áferð og litir mannvirkja á svæðinu falli vel að umhverfinu og að sérstaða svæðisins haldist og fái að njóta sín.“ Samtals er lóðaleigusvæðið um 200.000 fermetrar og athafnasvæði jarðhitasvæðis um tveir ferkílómetrar. Hafnarfjörður Orkumál Jarðhiti Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Samningurinn, sem byggir á viljayfirlýsingu frá nóvember 2022, var samþykktur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að markmið samningsins sé að kanna möguleika þess að virkja jarðvarma og vinna grunnvatn í landi Krýsuvíkur á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, samhliða uppbyggingu auðlindagarðs þar sem frekari nýting vinnslustrauma fer fram. Stefnt er að því að jarðvarmaver rýsi á Sveifluhálsi á Krýsuvíkursvæðinu. Samhliða verður unnið að hugmyndum um auðlindagarð með áherslu á útivist, vistvæna ferðaþjónustu og græna atvinnustarfsemi. Mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur sem er verðmætt útivistarsvæði og vinsæll áfangastaður ferðafólks. „Krýsuvík býr auk þess yfir einum vænlegasta kosti sem býðst til framtíðaruppbyggingar hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni. „Með auðlindanýtingu í Krýsuvík mætti bæta afhendingaröryggi á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins til muna, en höfuðborgarsvæðið fær nú allt heitt vatn frá svæðum sem eru staðsett austur af svæðinu, það er frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun.“ Við undirritun samnings í gær. Kynningarfundur um áformin verður haldinn kl. 17, 12. júní í Bæjarbíói.Hafnarfjarðarbær Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir það mikilvæg tímamót fyrir Hafnarfjörð að samið hafi verið um framtíðaruppbyggingu í Krýsuvík. Rannsóknar og nýtingarsamningurinn eigi sér mjög langan aðdraganda. Markmiðið með honum er að tryggja Hafnfirðingum og fleirum aðgang að heitu vatni og orku til framtíðar. Samhliða verður svæðið svo gert aðgengilegra til útivistar og nátturuskoðunar. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir samninginn við Hafnarfjarðarbæ mikið fagnaðarefni. „Hann leggur grunninn að áframhaldandi jarðhitarannsóknum á Krýsuvíkursvæðinu. Við erum vongóð um að rannsóknirnar leiði til þess að jarðhitinn geti nýst jafnt til framleiðslu á heitu vatni fyrir Hafnfirðinga og nágranna sem og til framleiðslu á raforku. Samhliða hugsanlegri orkuvinnslu munu skapast spennandi tækifæri til uppbyggingar á margskonar grænni atvinnustarfsemi í Krýsuvík.“ Jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð auk aflgetu til raforkuframleiðslu, allt að 100 MW. „Þá er stefnt að því að vinna að hugmyndum um auðlindagarð í Krýsuvík með áherslu á uppbyggingu vistvænnar ferðaþjónustu sem fellur vel að umhverfi og náttúru, aðstöðu til útivistar auk grænar atvinnustarfsemi, svo sem þörungaræktunar, náttúrulegrar efnavinnslu og ræktunar í gróðurhúsum. Lögð verður áhersla á að efnisnotkun, áferð og litir mannvirkja á svæðinu falli vel að umhverfinu og að sérstaða svæðisins haldist og fái að njóta sín.“ Samtals er lóðaleigusvæðið um 200.000 fermetrar og athafnasvæði jarðhitasvæðis um tveir ferkílómetrar.
Hafnarfjörður Orkumál Jarðhiti Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira