Iðnaðarmaður ársins 2024 er fundinn X977 & Sindri 6. júní 2024 16:58 Gunnar Þór Reykdal, bifvélavirki er Iðnaðarmaður ársins 2024 en X977 og Sindri leita að verðugum keppendum um titilinn á hverju ári sem lesendur Vísis kjósa á milli. Gunnar Þór Reykdal, bifvélavirki er Iðnaðarmaður ársins 2024. Kosning hefur staðið yfir hér á Vísi og kusu lesendur milli sjö frambærilegra iðnaðarmanna sem höfðu staðist stíft auga dómnefndar X977 og Sindra. Gunnar Þór er með sveinspróf í bifvélavirkjun, 43 ára fjölskyldufaðir og hefur starfað hjá Brimborg í rúm 9 ár þar sem hann vinnur aðalega við viðgerðir á peugeot og Citroen bílum. „Starfið getur verið mjög fjölbreytt allt frá hefðbundnum olíuskiptum og upp í vélauppgerðir. Maður þarf að vera tilbúinn að læra nýja hluti og maður er oft að sjá eitthvað nýtt sem maður þarf að finna útúr.” Í umsögn sem fylgdi tilfefningu Gunnars var honum lýst sem einum þeim harðasta sem fyrirfinndist á landinu. Ef hann væri ekki að skipta um vélar væri hann að smíða heima hjá sér. Hann hatar víst sumarfrí en elskar að vera ber að ofan í tíu stiga frosti að skrúfa eitthvað saman eða sundur! Dressaður upp í BLÅKLÄDER Tommi Steindórs dreif nýkrýndan iðnaðarmann ársins í Sindra þar sem hann var dressaður upp í BLÅKLÄDER frá toppi til táar. Fékk meðal annars „Tomma Steindórs skyrtuna” og tók sig afskaplega vel út. Vígalegur í viðeigandi galla. „Toma Steindórs skyrtan" er víst nokkuð vinsæl flík í versluninni. Glæsilegur verkfærapakki frá DeWalt Gunnar Þór fékk einnig glæsilegan DeWalt-rafmagnsverkfærapakka frá Sindra, átta rafmagnsverkfæri með öllum nauðsynlegum fylgihlutum. „Ég er svolítið spenntur fyrir sverðsöginni,” sagði hann enda ýmislegt hægt að gera með henni, saga sig út úr læstum bíl til dæmis! Við óskum Gunnari til hamingju með titilinn. Sverðsög er eitt af þeim verkfærum sem leynist í glæsilegum verkfærapakka frá DeWalt sem Gunnar fékk í verðlaun frá Sindra. Hér má sjá myndband frá heimsókn Tomma og Gunnars Þórs í Sindra þar sem hann fékk verðlaunin afhent. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2024 er fundinn Iðnaðarmaður ársins X977 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Gunnar Þór er með sveinspróf í bifvélavirkjun, 43 ára fjölskyldufaðir og hefur starfað hjá Brimborg í rúm 9 ár þar sem hann vinnur aðalega við viðgerðir á peugeot og Citroen bílum. „Starfið getur verið mjög fjölbreytt allt frá hefðbundnum olíuskiptum og upp í vélauppgerðir. Maður þarf að vera tilbúinn að læra nýja hluti og maður er oft að sjá eitthvað nýtt sem maður þarf að finna útúr.” Í umsögn sem fylgdi tilfefningu Gunnars var honum lýst sem einum þeim harðasta sem fyrirfinndist á landinu. Ef hann væri ekki að skipta um vélar væri hann að smíða heima hjá sér. Hann hatar víst sumarfrí en elskar að vera ber að ofan í tíu stiga frosti að skrúfa eitthvað saman eða sundur! Dressaður upp í BLÅKLÄDER Tommi Steindórs dreif nýkrýndan iðnaðarmann ársins í Sindra þar sem hann var dressaður upp í BLÅKLÄDER frá toppi til táar. Fékk meðal annars „Tomma Steindórs skyrtuna” og tók sig afskaplega vel út. Vígalegur í viðeigandi galla. „Toma Steindórs skyrtan" er víst nokkuð vinsæl flík í versluninni. Glæsilegur verkfærapakki frá DeWalt Gunnar Þór fékk einnig glæsilegan DeWalt-rafmagnsverkfærapakka frá Sindra, átta rafmagnsverkfæri með öllum nauðsynlegum fylgihlutum. „Ég er svolítið spenntur fyrir sverðsöginni,” sagði hann enda ýmislegt hægt að gera með henni, saga sig út úr læstum bíl til dæmis! Við óskum Gunnari til hamingju með titilinn. Sverðsög er eitt af þeim verkfærum sem leynist í glæsilegum verkfærapakka frá DeWalt sem Gunnar fékk í verðlaun frá Sindra. Hér má sjá myndband frá heimsókn Tomma og Gunnars Þórs í Sindra þar sem hann fékk verðlaunin afhent. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2024 er fundinn
Iðnaðarmaður ársins X977 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira