Sanngjarnt lífeyriskerfi: Endurskoðun í tæka tíð Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 6. júní 2024 18:30 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar a frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu eiga breytingarnar að taka gildi 1. september 2025. Lagt er til í frumvarpinu að lögin skulu endurskoðuð fyrir 1. september 2030, þ.e. fimm árum eftir gildistöku þeirra. Fram kemur í frumvarpinu að við þá endurskoðun verði horft til reynslunnar af breyttu fyrirkomulagi þjónustu og greiðslna, m.a. tölulegum upplýsingum, viðhorfum notenda og framvindu mála innan stjórnsýslunnar. ÖBÍ hefur lagt til að í stað þess að endurskoðun laganna fari fram fimm árum eftir gildistöku fari hún fram þremur árum eftir gildistöku. Sem fyrr segir er um að ræða einhverjar umfangsmestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar. Þúsundir úr hópi fatlaðs fólks á Íslandi byggja alla afkomu sína á lögum um almannatryggingar og tengdum lögum. ÖBÍ hefur vakið athygli á því að þegar um sambærilegar lagabreytingar hefur verið að ræða á þessu sama réttarsviði hefur endurskoðun innan þriggja ára verið viðhöfð. ÖBÍ telur að fimm ár án endurskoðunar sé allt of langur tími, ekki síst með hliðsjón af því að mælendur frumvarpsins leggja áherslu á að ljúka afgreiðslu þess á þeim örfáu dögum sem eftir eru af yfirstandandi þingi. Ef þetta flókna og yfirgripsmikla mál verður afgreitt á svo stuttum tíma er því miður hætta á að upp komi vankantar sem geta haft alvarlegar afleiðingar á réttindi og afkomu þeirra sem reiða sig á almannatryggingar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar a frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu eiga breytingarnar að taka gildi 1. september 2025. Lagt er til í frumvarpinu að lögin skulu endurskoðuð fyrir 1. september 2030, þ.e. fimm árum eftir gildistöku þeirra. Fram kemur í frumvarpinu að við þá endurskoðun verði horft til reynslunnar af breyttu fyrirkomulagi þjónustu og greiðslna, m.a. tölulegum upplýsingum, viðhorfum notenda og framvindu mála innan stjórnsýslunnar. ÖBÍ hefur lagt til að í stað þess að endurskoðun laganna fari fram fimm árum eftir gildistöku fari hún fram þremur árum eftir gildistöku. Sem fyrr segir er um að ræða einhverjar umfangsmestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar. Þúsundir úr hópi fatlaðs fólks á Íslandi byggja alla afkomu sína á lögum um almannatryggingar og tengdum lögum. ÖBÍ hefur vakið athygli á því að þegar um sambærilegar lagabreytingar hefur verið að ræða á þessu sama réttarsviði hefur endurskoðun innan þriggja ára verið viðhöfð. ÖBÍ telur að fimm ár án endurskoðunar sé allt of langur tími, ekki síst með hliðsjón af því að mælendur frumvarpsins leggja áherslu á að ljúka afgreiðslu þess á þeim örfáu dögum sem eftir eru af yfirstandandi þingi. Ef þetta flókna og yfirgripsmikla mál verður afgreitt á svo stuttum tíma er því miður hætta á að upp komi vankantar sem geta haft alvarlegar afleiðingar á réttindi og afkomu þeirra sem reiða sig á almannatryggingar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar