Atvinnulaus leikskólakennari, það er víst til Tinna Berg Damayanthi Rúnarsdóttir skrifar 7. júní 2024 15:00 Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu. Næst yngsti sonur minn fæddur júlí ´21 komst inn síðasta haust þá rúmlega 2 ára. Yngsti sonur minn kemst ekki inn fyrr en haustið ´25 þá rúmlega 2,5 ára. Og eins og fyrr hefur komið fram enginn af þeim hefur komist til dagforeldra. Undanfarin ár hef ég stundað fullt nám við Háskólann Á Akureyri með börnin heima þar til þeir fá leikskólapláss undir gríðarlegu álagi, safnandi námslánum því sem námsmaður hef ég rétt á 6 mánuðum á fæðingarstyrk námsmanna ( 201.000 kr). Ekki get ég verið heima hjá mér launalaus í rúmlega tvö ár. Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur maður þarf að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur. En afhverju furða ég mig á vinnubrögðu sveitarfélagsins? Ég sendi þáverandi sveitarstjóra Fjólu mail í byrjun árs, við höfum átt í þónokkrum samskiptum bæði í gegnum tölvupóst og síma og hefur hún sýnt stöðu minni mikinn skilning og virkilega reynt að leggja sig fram til að hafa einhver svör eða lausnir fyrir mig en eins og flestir vita er hún nú farin frá, ég er henni virkilega þakklát fyrir hjálpina. Nú, eins og fyrr hefur komið fram er ég leikskólakennari að mennt. Auðsótt starf hafði ég haldið því eins og flestir vita er vöntun á leikskólakennurum á leikskóla landsins, en greinilega ekki í Árborg. Þegar ég menntaði mig grunaði mig aldrei að ég yrði einhverntíman atvinnulaus einungis vegna þess að barnið mitt kæmist ekki í daggæslu. Eins og mörgum er kunnugt um þá fer leikskólakennurum fækkandi, þeir snúa ekki til starfa eftir nám eða hefja störf á öðrum vettvangi, færri sækja um námið og svo framvegis, væri þá ekki eðlilegt að reyna að vinna í því að fá leikskólakennara til starfa á leikskólum landsins. Það þarf mikið að breyta bæði vinnuumhverfi starfsfólk leikskóla, aðstæðum og öðrum eins og við flest vitum en að leikskólakennari geti ekki snúið til starfa er eiginlega til háborinnar skammar. Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið. Það stefnir í að ég fari í Meistaranám í haust á námslánum, á sama tíma og ég er heima með yngsta son minn ( sem sagt ekki að njóta þess að vera með honum) sem er bæði gríðarlegt álag fyrir mig og fjölskyldu okkar, því það er mikið álag að stunda fullt nám, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og reyna að sinna eins árs gömlu barni. Ég er ansi smeyk um að með þessu áframhaldi verði það til þess að ég geti hreinlega ekki snúið aftur til starfa sem leikskólakennari, starfi sem ég lagði á mig menntun til að ná, starfi sem ég elska að sinna, mínu draumastarfi. Ég hef sent margann tölvupóstinn á Árborg eða símtölin, en hef ekki fengið svör, það ætla allir að skoða málið. „afhverju er ekki forgangur fyrir starfsfólk eða leikskólakennara“ Því jú, það ætti nú heldur betur að vera „win win“ fyrir alla. Og afhverju eru ekki heimgreiðslur? Um daginn var bæjarstjórnarfundur þar sem samþykkt var að veita foreldrum styrk sem nú eiga börn hjá dagforeldrum sem eru orðin 18 mánaða, sem er frábært framlag en á meðan eins og svo oft áður gleymist fólkið sem ekki getur snúið til starfa. Mín von er sú að með þessum pistli fái ég einhver svör, að einhverjar breytingar verði gerðar svo ég geti snúið til starfa í draumastarfinu mínu. Höfundur er leikskólakennari, fjögurra barna móðir og námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Árborg Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu. Næst yngsti sonur minn fæddur júlí ´21 komst inn síðasta haust þá rúmlega 2 ára. Yngsti sonur minn kemst ekki inn fyrr en haustið ´25 þá rúmlega 2,5 ára. Og eins og fyrr hefur komið fram enginn af þeim hefur komist til dagforeldra. Undanfarin ár hef ég stundað fullt nám við Háskólann Á Akureyri með börnin heima þar til þeir fá leikskólapláss undir gríðarlegu álagi, safnandi námslánum því sem námsmaður hef ég rétt á 6 mánuðum á fæðingarstyrk námsmanna ( 201.000 kr). Ekki get ég verið heima hjá mér launalaus í rúmlega tvö ár. Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur maður þarf að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur. En afhverju furða ég mig á vinnubrögðu sveitarfélagsins? Ég sendi þáverandi sveitarstjóra Fjólu mail í byrjun árs, við höfum átt í þónokkrum samskiptum bæði í gegnum tölvupóst og síma og hefur hún sýnt stöðu minni mikinn skilning og virkilega reynt að leggja sig fram til að hafa einhver svör eða lausnir fyrir mig en eins og flestir vita er hún nú farin frá, ég er henni virkilega þakklát fyrir hjálpina. Nú, eins og fyrr hefur komið fram er ég leikskólakennari að mennt. Auðsótt starf hafði ég haldið því eins og flestir vita er vöntun á leikskólakennurum á leikskóla landsins, en greinilega ekki í Árborg. Þegar ég menntaði mig grunaði mig aldrei að ég yrði einhverntíman atvinnulaus einungis vegna þess að barnið mitt kæmist ekki í daggæslu. Eins og mörgum er kunnugt um þá fer leikskólakennurum fækkandi, þeir snúa ekki til starfa eftir nám eða hefja störf á öðrum vettvangi, færri sækja um námið og svo framvegis, væri þá ekki eðlilegt að reyna að vinna í því að fá leikskólakennara til starfa á leikskólum landsins. Það þarf mikið að breyta bæði vinnuumhverfi starfsfólk leikskóla, aðstæðum og öðrum eins og við flest vitum en að leikskólakennari geti ekki snúið til starfa er eiginlega til háborinnar skammar. Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið. Það stefnir í að ég fari í Meistaranám í haust á námslánum, á sama tíma og ég er heima með yngsta son minn ( sem sagt ekki að njóta þess að vera með honum) sem er bæði gríðarlegt álag fyrir mig og fjölskyldu okkar, því það er mikið álag að stunda fullt nám, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og reyna að sinna eins árs gömlu barni. Ég er ansi smeyk um að með þessu áframhaldi verði það til þess að ég geti hreinlega ekki snúið aftur til starfa sem leikskólakennari, starfi sem ég lagði á mig menntun til að ná, starfi sem ég elska að sinna, mínu draumastarfi. Ég hef sent margann tölvupóstinn á Árborg eða símtölin, en hef ekki fengið svör, það ætla allir að skoða málið. „afhverju er ekki forgangur fyrir starfsfólk eða leikskólakennara“ Því jú, það ætti nú heldur betur að vera „win win“ fyrir alla. Og afhverju eru ekki heimgreiðslur? Um daginn var bæjarstjórnarfundur þar sem samþykkt var að veita foreldrum styrk sem nú eiga börn hjá dagforeldrum sem eru orðin 18 mánaða, sem er frábært framlag en á meðan eins og svo oft áður gleymist fólkið sem ekki getur snúið til starfa. Mín von er sú að með þessum pistli fái ég einhver svör, að einhverjar breytingar verði gerðar svo ég geti snúið til starfa í draumastarfinu mínu. Höfundur er leikskólakennari, fjögurra barna móðir og námsmaður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar