„Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna“ Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:00 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Haraldur Guðjónsson Thors Nik Chamberlain, þjálfari toppliðs Breiðabliks, var ánægður með 3-0 sigur gegn Þór/KA fyrir norðan í dag en segir aðstæður hafa verið erfiðar en spilað var á VÍS-vellinum sem hefur náttúrulegt gras og hefur mátt þola snjókomu alla vikuna. „Mjög ánægður, þetta var frábær frammistaða ef við horfum á hvað leikplanið var. Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna, völlurinn var aldrei að fara vera nógu góður til þess, þannig þetta var bara spurning um að spila einfalt og taka okkar sénsa á réttum mómentum og vona að gæði okkar einstöku leikmanna myndi sýna sig og það gerði það svo sannarlega á endanum.” Völurinn er langt frá því að vera góður og skánaði ekki í vikunni vegna snjókomu og slæms veðurs fyrir norðan alla vikuna. Leikurinn batnaði þó í seinni hálfleik en Nik vill ekki meina að það sé vegna þess að leikmennirnir hafi verið búnir að venjast vellinum. „Leikmennirnir voru bara orðnir þreyttir og það skapaðist meira pláss, það er eina ástæðan fyrir að þetta varð betra”, sagði Nik og hló áður en hann hélt áfram: „Það var aðeins meira pláss og bæði lið gátu spilað aðeins meira. Eins og þetta var í fyrri hálfleik sást að við gætum ekki spilað almennilega, við vissum það snemma í vikunni þegar það var komið í ljós að leikurinn yrði úti að við myndum ekki reyna spila fótbolta þannig þetta var spurning um að vera aðeins beinskeyttari, teygja meira á vellinum og vinna seinni bolta og vinna út frá því í rauninni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður tókst Breiðablik að vinna sannfærandi 3-0 sigur. „Varnarleikurinn var lykilatriði, ég held að þær hafi ekki skapað neitt fyrir utan slárskotið í lokin kannski, Bríet átti skot í fyrri hálfleik en það var af löngu færi. Jafnvel þó við værum að halda þeim niðri og bara að skapa eitthvað aðeins sjálfar var þetta frábær frammistaða ef við tökum tillit til aðstæðna.” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði óskað eftir því að leikurinn færi fram í Boganum og segir Nik að sjálfsögðu hefði hann viljað spila þar. „Já, við vildum frekar spila í Boganum af því við getum spilað fótbolta þar. Á öðrum degi hefðum við spilað þar en við spiluðum úti og réðum bara betur við aðstæðurnar í dag.” Mikið leikjaálag er framundan hjá Blikum í deild og bikar sem enn eru taplausir á tímabilinu. „Þeir munu allir vera erfiðir. Ég veit ekki hvernig fór hjá Keflavík í dag en þær voru 1-0 yfir þegar lítið var eftir þannig og þær unnu sínu síðustu leiki, við eigum þær í bikarnum á þriðjudaginn og frá og með næstu viku er þetta bara áfram, áfram og áfram og við þurfum að nota hópinn okkar vel og sem betur fer búum við yfir frábærum hóp svo ég hlakka til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri.” Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjá meira
„Mjög ánægður, þetta var frábær frammistaða ef við horfum á hvað leikplanið var. Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna, völlurinn var aldrei að fara vera nógu góður til þess, þannig þetta var bara spurning um að spila einfalt og taka okkar sénsa á réttum mómentum og vona að gæði okkar einstöku leikmanna myndi sýna sig og það gerði það svo sannarlega á endanum.” Völurinn er langt frá því að vera góður og skánaði ekki í vikunni vegna snjókomu og slæms veðurs fyrir norðan alla vikuna. Leikurinn batnaði þó í seinni hálfleik en Nik vill ekki meina að það sé vegna þess að leikmennirnir hafi verið búnir að venjast vellinum. „Leikmennirnir voru bara orðnir þreyttir og það skapaðist meira pláss, það er eina ástæðan fyrir að þetta varð betra”, sagði Nik og hló áður en hann hélt áfram: „Það var aðeins meira pláss og bæði lið gátu spilað aðeins meira. Eins og þetta var í fyrri hálfleik sást að við gætum ekki spilað almennilega, við vissum það snemma í vikunni þegar það var komið í ljós að leikurinn yrði úti að við myndum ekki reyna spila fótbolta þannig þetta var spurning um að vera aðeins beinskeyttari, teygja meira á vellinum og vinna seinni bolta og vinna út frá því í rauninni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður tókst Breiðablik að vinna sannfærandi 3-0 sigur. „Varnarleikurinn var lykilatriði, ég held að þær hafi ekki skapað neitt fyrir utan slárskotið í lokin kannski, Bríet átti skot í fyrri hálfleik en það var af löngu færi. Jafnvel þó við værum að halda þeim niðri og bara að skapa eitthvað aðeins sjálfar var þetta frábær frammistaða ef við tökum tillit til aðstæðna.” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði óskað eftir því að leikurinn færi fram í Boganum og segir Nik að sjálfsögðu hefði hann viljað spila þar. „Já, við vildum frekar spila í Boganum af því við getum spilað fótbolta þar. Á öðrum degi hefðum við spilað þar en við spiluðum úti og réðum bara betur við aðstæðurnar í dag.” Mikið leikjaálag er framundan hjá Blikum í deild og bikar sem enn eru taplausir á tímabilinu. „Þeir munu allir vera erfiðir. Ég veit ekki hvernig fór hjá Keflavík í dag en þær voru 1-0 yfir þegar lítið var eftir þannig og þær unnu sínu síðustu leiki, við eigum þær í bikarnum á þriðjudaginn og frá og með næstu viku er þetta bara áfram, áfram og áfram og við þurfum að nota hópinn okkar vel og sem betur fer búum við yfir frábærum hóp svo ég hlakka til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri.”
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjá meira