Séreign er ekki það sama og séreign Björn Berg Gunnarsson skrifar 9. júní 2024 08:01 Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. „Hvers vegna sögðuð þið þá ekki að Evrópumótið í fótbolta væri að hefjast?“ - Nú af því að fótbolti er íþrótt! Hættum að kalla viðbótarlífeyrissparnað séreign Ég átta mig á að fótbolti er íþrótt, rétt eins og að viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar, en er þá ekki kjörið að kalla hann viðbótarlífeyrissparnað svo allir viti hvað um er rætt? Séreignarsparnaður er hugtak sem nær yfir ýmsar tegundir lífeyris. Ein þeirra er viðbótarlífeyrissparnaður, valfrjáls viðbót við lífeyrissöfnun okkar sem fylgja heilmikil fríðindi á borð við mótframlag frá vinnuveitanda. Fleiri tegundir eru þó til og þær geta í grundavallaratriðum verið ólíkar viðbótarlífeyri. Nýtt og vinsælt dæmi er tilgreind séreign, sem fylgt hefur kjarasamningum undanfarin misseri. Ólíkt viðbótarlífeyri getur tilgreindri séreign verið safnað um leið og greitt er skylduiðgjald í lífeyrissjóð, úttekt hennar skerðir greiðslur almannatrygginga og almennt er ekki hægt að nálgast hana með jafn sveigjanlegum hætti. 67 ára getum við sótt hana alla en milli 62 og 67 ára er hún yfirleitt greidd út mánaðarlega. Munurinn skiptir máli Þessi eðlismunur tveggja tegunda séreignar hefur mikil áhrif á lífeyristöku og því viljum við auðvitað þekkja muninn. En við erum rétt að byrja. Auk þessa má til dæmis nefna fjálsa séreign úr skyldusparnaði og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, sem að mestu líkist viðbótarlífeyrissparnaði við úttekt en hefur áhrif á greiðslur almannatrygginga. Loks er það bundna séreignin, sem bundin er við tiltekið greiðsluflæði, oft fram á níræðisaldur. Lærum á sparnaðinn okkar Séreign er því ekki bara séreign. Þetta er flókið og óþægilegt, en svona er þetta og við þurfum að þekkja okkar lífeyri. Þar sem ekkert heildaryfirlit er til yfir séreignarsparnað Íslendinga þurfum við að leita hann uppi og kynna okkur hvaða reglur gilda um þann sparnað sem við eigum. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, heldur nauðsynlegt að vita. Við verðum að hafa á hreinu hvers kyns lífeyri við söfnum, hversu háar fjárhæðir hafa og munu safnast, hvaða valkostir eru í boði við úttekt síðar meir og hvaða áhrif slík úttekt kemur til með að hafa. Við þurfum að velja Séreignarsparnaður er að verða sífellt stærra hlutfall lífeyris okkar og oft er honum safnað með skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þar getur þó verið mikill munur milli lífeyrissjóða og jafnvel leiða sem valdar eru í þeim lífeyrissjóðum. Sumir bjóða okkur eingöngu upp á valið milli þess að safna að hluta tilgreindri séreign eða alfarið samtryggingu en aðrir geta ráðstafað töluverðum hluta iðgjalds í einhverja aðra tegund séreignar. Við getum öll valið eitthvað og haft áhrif á okkar lífeyrissöfnun en við verðum þá að skilja um hvað valið snýst. Vísa má í eldri grein hér á Vísi um kosti þess og galla að skrá sig í tilgreinda séreign. Reynum að einfalda flókið kerfi Þegar við köllum viðbótarlífeyrissparnað í sífellu séreign og aðrar tegundir séreignar sömuleiðis, bjóðum við upp á kostnaðarsaman misskilning hjá notendum kerfis sem nógu flókið er nú fyrir. Mikið væri unnið með því að auðvelda fólki að skilja lífeyririnn sinn og gott fyrsta skref væri að tala með skýrari hætti. Höfundur er fyrirlesari og fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. „Hvers vegna sögðuð þið þá ekki að Evrópumótið í fótbolta væri að hefjast?“ - Nú af því að fótbolti er íþrótt! Hættum að kalla viðbótarlífeyrissparnað séreign Ég átta mig á að fótbolti er íþrótt, rétt eins og að viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar, en er þá ekki kjörið að kalla hann viðbótarlífeyrissparnað svo allir viti hvað um er rætt? Séreignarsparnaður er hugtak sem nær yfir ýmsar tegundir lífeyris. Ein þeirra er viðbótarlífeyrissparnaður, valfrjáls viðbót við lífeyrissöfnun okkar sem fylgja heilmikil fríðindi á borð við mótframlag frá vinnuveitanda. Fleiri tegundir eru þó til og þær geta í grundavallaratriðum verið ólíkar viðbótarlífeyri. Nýtt og vinsælt dæmi er tilgreind séreign, sem fylgt hefur kjarasamningum undanfarin misseri. Ólíkt viðbótarlífeyri getur tilgreindri séreign verið safnað um leið og greitt er skylduiðgjald í lífeyrissjóð, úttekt hennar skerðir greiðslur almannatrygginga og almennt er ekki hægt að nálgast hana með jafn sveigjanlegum hætti. 67 ára getum við sótt hana alla en milli 62 og 67 ára er hún yfirleitt greidd út mánaðarlega. Munurinn skiptir máli Þessi eðlismunur tveggja tegunda séreignar hefur mikil áhrif á lífeyristöku og því viljum við auðvitað þekkja muninn. En við erum rétt að byrja. Auk þessa má til dæmis nefna fjálsa séreign úr skyldusparnaði og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, sem að mestu líkist viðbótarlífeyrissparnaði við úttekt en hefur áhrif á greiðslur almannatrygginga. Loks er það bundna séreignin, sem bundin er við tiltekið greiðsluflæði, oft fram á níræðisaldur. Lærum á sparnaðinn okkar Séreign er því ekki bara séreign. Þetta er flókið og óþægilegt, en svona er þetta og við þurfum að þekkja okkar lífeyri. Þar sem ekkert heildaryfirlit er til yfir séreignarsparnað Íslendinga þurfum við að leita hann uppi og kynna okkur hvaða reglur gilda um þann sparnað sem við eigum. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, heldur nauðsynlegt að vita. Við verðum að hafa á hreinu hvers kyns lífeyri við söfnum, hversu háar fjárhæðir hafa og munu safnast, hvaða valkostir eru í boði við úttekt síðar meir og hvaða áhrif slík úttekt kemur til með að hafa. Við þurfum að velja Séreignarsparnaður er að verða sífellt stærra hlutfall lífeyris okkar og oft er honum safnað með skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þar getur þó verið mikill munur milli lífeyrissjóða og jafnvel leiða sem valdar eru í þeim lífeyrissjóðum. Sumir bjóða okkur eingöngu upp á valið milli þess að safna að hluta tilgreindri séreign eða alfarið samtryggingu en aðrir geta ráðstafað töluverðum hluta iðgjalds í einhverja aðra tegund séreignar. Við getum öll valið eitthvað og haft áhrif á okkar lífeyrissöfnun en við verðum þá að skilja um hvað valið snýst. Vísa má í eldri grein hér á Vísi um kosti þess og galla að skrá sig í tilgreinda séreign. Reynum að einfalda flókið kerfi Þegar við köllum viðbótarlífeyrissparnað í sífellu séreign og aðrar tegundir séreignar sömuleiðis, bjóðum við upp á kostnaðarsaman misskilning hjá notendum kerfis sem nógu flókið er nú fyrir. Mikið væri unnið með því að auðvelda fólki að skilja lífeyririnn sinn og gott fyrsta skref væri að tala með skýrari hætti. Höfundur er fyrirlesari og fjármálaráðgjafi.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun