Ekki óeðlilegt að líta til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júní 2024 09:06 Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir koma vel til greina að skoða að byggja upp ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Auðvelt sé að vera gagnrýnin á bæði sveitarfélög og ríkið vegna þess hvernig haldið hafi verið á spöðunum í húsnæðismálum. „Ég sýni því alveg skilning að það eru skiptar skoðanir á því hversu þétt byggð á að vera,“ sagði Kristrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð út í skoðun sína á verkum Samfylkingarinnar í húsnæðismálum í Reykjavík. Kristrún sagði að það væri sameiginleg stefna margra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ekki bara hjá Reykjavíkurborg, að víkka ekki út höfuðborgarsvæðið umfram ákveðin mörk. Ef það ætti að breyta því þyrfti að taka sameiginlega ákvörðun með fleiri sveitarfélögum. „Mér finnst ekkert óeðlilegt og ég get alveg skilið það sjónarmið að í erfiðum aðstæðum, eins og núna eru að skapast, þá þurfi stundum að endurhugsa ákveðna þætti. Það þýðir ekki að þú fellur frá öllum þéttingarreitum í Reykjavík. En mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé litið til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum, en þá þarf að fara fram einhver heildargreining á því.“ Hefði það þá ekki að gerast fyrir löngu síðan? „Það hefur svo margt breyst á húsnæðismarkaði bara á tímabili þessarar ríkisstjórnar. Fólksfjölgun til dæmis í Reykjavík er miklu, miklu, miklu meiri en áður var spáð. Eftirspurn eftir húsnæði er miklu meiri en áður var spáð,“ segir Kristrún. „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. En staðreyndin er samt sú að við erum í rosalegri uppbyggingu.“ Staðreyndin er sú að það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum. Og stefnan hefur ekki verið góð. „Það er rétt. Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum, en partur af því að eftirspurn hefur vaxið langt umfram framboð. Síðan hefur vantað fjármagn inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og þess háttar.“ Reykjavík Samfylkingin Húsnæðismál Stjórnsýsla Skipulag Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Ég sýni því alveg skilning að það eru skiptar skoðanir á því hversu þétt byggð á að vera,“ sagði Kristrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð út í skoðun sína á verkum Samfylkingarinnar í húsnæðismálum í Reykjavík. Kristrún sagði að það væri sameiginleg stefna margra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ekki bara hjá Reykjavíkurborg, að víkka ekki út höfuðborgarsvæðið umfram ákveðin mörk. Ef það ætti að breyta því þyrfti að taka sameiginlega ákvörðun með fleiri sveitarfélögum. „Mér finnst ekkert óeðlilegt og ég get alveg skilið það sjónarmið að í erfiðum aðstæðum, eins og núna eru að skapast, þá þurfi stundum að endurhugsa ákveðna þætti. Það þýðir ekki að þú fellur frá öllum þéttingarreitum í Reykjavík. En mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé litið til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum, en þá þarf að fara fram einhver heildargreining á því.“ Hefði það þá ekki að gerast fyrir löngu síðan? „Það hefur svo margt breyst á húsnæðismarkaði bara á tímabili þessarar ríkisstjórnar. Fólksfjölgun til dæmis í Reykjavík er miklu, miklu, miklu meiri en áður var spáð. Eftirspurn eftir húsnæði er miklu meiri en áður var spáð,“ segir Kristrún. „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. En staðreyndin er samt sú að við erum í rosalegri uppbyggingu.“ Staðreyndin er sú að það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum. Og stefnan hefur ekki verið góð. „Það er rétt. Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum, en partur af því að eftirspurn hefur vaxið langt umfram framboð. Síðan hefur vantað fjármagn inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og þess háttar.“
Reykjavík Samfylkingin Húsnæðismál Stjórnsýsla Skipulag Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira