Takkaborð tilfinninga minna Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 10. júní 2024 12:01 Ég hef stundum líkt tilfinningalífi mínu við svona takkaborð sem ljósa- og hljóðmenn nota í leikhúsinu eða á tónleikum. Á slíku borði eru bæði on & off takkar, snúningstakkar og svona sleðar sem auka eða draga úr tilfinningum eða viðbrögðum mínum. Alla jafna eru stillingarnar bara svona frekar rétt stilltar og bæði birta og hljóð bara nokkuð þægileg og í góðu flæði fyrir skilningarvit mín. Svo stundum kemur eitthvað fyrir í lífinu og þá er eins og ljósa- og hljóðmaðurinn fari bara á stjórnlaust flug og leiki sér að því að setja alla sleðana í botn á sama tíma og ýti ótt og títt á off og on takkann. Svo ef ég sæti út í sal á þessu leikriti eða tónleikum þá væru bæði birtan og hljóðið orðin að mjög miklu áreiti og verða jafnvel triggerandi. Á svona stundum, þegar stjórnandi takkaborðsins fær slíkt æðiskast, getur verið svo gott að hitta einhvern sem kemur auga á þessar rang-stillingar þá og þegar. Aðili sem hefur færni til að grípa í takkana og í rólegheitum stillt þá aftur á sinn stað. Það gerir viðkomandi með því að viðurkenna líðan þína og skilja að það sem kom fyrir þig hefur haft þessi áhrif á þig. Veitir þér aðstoð til að skilja þetta líka, bera kennsl á tilfinningarnar og setja á þær nafn.Stundum er þetta svona einfalt. Í Berginu-headspace starfar einmitt svona aðstoðarfólk, svona fólk sem kann að grípa inn í ljóslogandi takkaborð tilfinningalífs okkar. Þau kunna að tala um tilfinningar og aðstoða okkur að tala um tilfinningar líka. Í Berginu headspace getur ungt fólk á aldrinum 12 - 25 ára bókað viðtal án þess að þurfa tilvísun eða greiningu frá lækni, vera sett á biðlista, þurfa að greiða fyrir viðtalið. Síðan 2019 hafa alls 2500 ungmenni leitað til Bergsins þegar þau hafa upplifað vanlíðan sem þarfnast sálræns stuðnings fagaðila. Vanlíðan sem getur verið hjartasorg eftir sambandsslit eða sjálfvígshugsanir. Og allt þar á milli. Bergið er lágþröskuldaþjónusta sem leggur áherslu á að grípa ungmenni í vanlíðan eins fljótt og auðið er. Og það getur skipt sköpum. Þau sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og derhúfur sem eru hluti af herferð sem ber yfirskriftina „Tölum um tilfinningar“. Höfundur er í stjórn Bergsins headspace og elskar að tala um tilfinningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Ég hef stundum líkt tilfinningalífi mínu við svona takkaborð sem ljósa- og hljóðmenn nota í leikhúsinu eða á tónleikum. Á slíku borði eru bæði on & off takkar, snúningstakkar og svona sleðar sem auka eða draga úr tilfinningum eða viðbrögðum mínum. Alla jafna eru stillingarnar bara svona frekar rétt stilltar og bæði birta og hljóð bara nokkuð þægileg og í góðu flæði fyrir skilningarvit mín. Svo stundum kemur eitthvað fyrir í lífinu og þá er eins og ljósa- og hljóðmaðurinn fari bara á stjórnlaust flug og leiki sér að því að setja alla sleðana í botn á sama tíma og ýti ótt og títt á off og on takkann. Svo ef ég sæti út í sal á þessu leikriti eða tónleikum þá væru bæði birtan og hljóðið orðin að mjög miklu áreiti og verða jafnvel triggerandi. Á svona stundum, þegar stjórnandi takkaborðsins fær slíkt æðiskast, getur verið svo gott að hitta einhvern sem kemur auga á þessar rang-stillingar þá og þegar. Aðili sem hefur færni til að grípa í takkana og í rólegheitum stillt þá aftur á sinn stað. Það gerir viðkomandi með því að viðurkenna líðan þína og skilja að það sem kom fyrir þig hefur haft þessi áhrif á þig. Veitir þér aðstoð til að skilja þetta líka, bera kennsl á tilfinningarnar og setja á þær nafn.Stundum er þetta svona einfalt. Í Berginu-headspace starfar einmitt svona aðstoðarfólk, svona fólk sem kann að grípa inn í ljóslogandi takkaborð tilfinningalífs okkar. Þau kunna að tala um tilfinningar og aðstoða okkur að tala um tilfinningar líka. Í Berginu headspace getur ungt fólk á aldrinum 12 - 25 ára bókað viðtal án þess að þurfa tilvísun eða greiningu frá lækni, vera sett á biðlista, þurfa að greiða fyrir viðtalið. Síðan 2019 hafa alls 2500 ungmenni leitað til Bergsins þegar þau hafa upplifað vanlíðan sem þarfnast sálræns stuðnings fagaðila. Vanlíðan sem getur verið hjartasorg eftir sambandsslit eða sjálfvígshugsanir. Og allt þar á milli. Bergið er lágþröskuldaþjónusta sem leggur áherslu á að grípa ungmenni í vanlíðan eins fljótt og auðið er. Og það getur skipt sköpum. Þau sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og derhúfur sem eru hluti af herferð sem ber yfirskriftina „Tölum um tilfinningar“. Höfundur er í stjórn Bergsins headspace og elskar að tala um tilfinningar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun