85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júní 2024 20:04 Magnús Þorfinnsson, heklumeistari á Klausturhólum, alltaf kallaður Magnús í Hæðargarði situr meira og minna við eitthvað alla daga og heklar og heklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins. Á morgnanna eru sérstakar handavinnustundir í virknistofu heimilisins þar sem fólkið kemur saman og vinnur að sínum hugðarefnum. Þar vekur Magnús Þorfinnsson frá Hæðargarði hvað mesta athygli því hann er alltaf með heklunálina að hekla. Ertu búin að vera lengi að þessu? „Já, ég hef oft gripið í þetta, ég er búin að vera lengi en það er misjafnt náttúrulega. Ég er mjög stoltur af þessu, sem ég er að gera enda mjög skemmtilegt,” segir Magnús. Það sem Magnús heklar er ótrúlega fallegt og vel gert hjá honum, enda margir sem vilja eignast handverk eftir hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er reyndar ekki mjög mikið fyrir það að tala, hann vill frekar láta verkin tala með heklunálinni. En umsjónarkona Virknistofunar hrósar Magnúsi í hástert. „Hann er algjör snillingur, gerir allt sem ég segi, nei, hann er mjög meðfærilegur hann Magnús og þægilegur í umgengni, sómamaður hann Magnús,” segir Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir. Og hann er mjög samviskusamur eða hvað? „Mjög, hann vill ekki láta fara frá sér neitt sem er ekki rétt og vel gert. Hann rekur upp með ánægju ef hann hefur gert eitthvað skakkt. Ég veit ekki um neinn karlmann, sem að heklar,” segir Kristín og bætir við. „Magnús annar ekki eftirspurn, það er alltaf eitthvað í pöntun hjá honum enn það er best að hafa samband við okkur beint hér á Klausturhólum vilji fólk kaupa handverkið hans.” Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, umsjónarkona Virknistofunnar á Klausturhólum með peysu, sem Magnús heklaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Klausturhóla Skaftárhreppur Handverk Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins. Á morgnanna eru sérstakar handavinnustundir í virknistofu heimilisins þar sem fólkið kemur saman og vinnur að sínum hugðarefnum. Þar vekur Magnús Þorfinnsson frá Hæðargarði hvað mesta athygli því hann er alltaf með heklunálina að hekla. Ertu búin að vera lengi að þessu? „Já, ég hef oft gripið í þetta, ég er búin að vera lengi en það er misjafnt náttúrulega. Ég er mjög stoltur af þessu, sem ég er að gera enda mjög skemmtilegt,” segir Magnús. Það sem Magnús heklar er ótrúlega fallegt og vel gert hjá honum, enda margir sem vilja eignast handverk eftir hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er reyndar ekki mjög mikið fyrir það að tala, hann vill frekar láta verkin tala með heklunálinni. En umsjónarkona Virknistofunar hrósar Magnúsi í hástert. „Hann er algjör snillingur, gerir allt sem ég segi, nei, hann er mjög meðfærilegur hann Magnús og þægilegur í umgengni, sómamaður hann Magnús,” segir Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir. Og hann er mjög samviskusamur eða hvað? „Mjög, hann vill ekki láta fara frá sér neitt sem er ekki rétt og vel gert. Hann rekur upp með ánægju ef hann hefur gert eitthvað skakkt. Ég veit ekki um neinn karlmann, sem að heklar,” segir Kristín og bætir við. „Magnús annar ekki eftirspurn, það er alltaf eitthvað í pöntun hjá honum enn það er best að hafa samband við okkur beint hér á Klausturhólum vilji fólk kaupa handverkið hans.” Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, umsjónarkona Virknistofunnar á Klausturhólum með peysu, sem Magnús heklaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Klausturhóla
Skaftárhreppur Handverk Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira