Forsendur ríkisstjórnarinnar hafi verið slegnar af borðinu Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 09:08 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áherslumál ríkisstjórnarinnar vera þau sem Miðflokkurinn hafi áður lagt áherslu á. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir endurnýjaða ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa lagt áherslu á mál sem Miðflokkurinn hafi verið búinn að hamast á þar á undan. Ríkistjórnin sé síðan ekki búin að gera neitt í þessum málum. „Þegar þessi nýja ríkisstjórn, ef nýja skyldi kalla, þá lagði forsætisráðherra áherslu á þrjú megin mál: Útlendingamálin, orkumálin og staða ríkissjóðs. Það tel ég að hafi verið gert einfaldlega vegna þess að menn hafi verið farnir að átta sig á því að við vorum að hamast í þessum málum alllengi, og benda á að það sé verið að klúðra þeim meira og minna,“ sagði Sigmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að næsti dagur eftir stjórnarmyndunina hafi ekki verið liðinn þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi verið búinn að slá þessi mál út af borðinu. „Nýr formaður Vinstri grænna sagði að hann væri alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, ekki í útlendingamálunum, ekki í orkumálunum og lagði sig eftir því að koma því á framfæri hversu ósammála hann væri um grundvöll nýju ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og minnist sérstaklega á grein sem Guðmundur skrifaði á Vísi um orkumál. Klippa: Bítið - Vill færa stjórn landsins inn á rétta braut Sigmundur segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi virst lítið spenntur fyrir þessum áherslumálum. „Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að spara í ríkisfjármálunum eða breyta um stefnu þar. Þar með var það farið.“ „Það var búið að kynna þrjár ástæður fyrir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þær voru slegnar af borðinu á tveimur dögum.“ Sigmundur bendir á að útlendingafrumvarpið hafi verið tekið af dagskrá þingsins í gær og í fyrradag. Nú séu tveir dagar eftir af þinginu samkvæmt áætlun. Þá segir hann ekkert að af orkumálunum og að ríkisstjórnin „stefni á að halda áfram að slá fyrri met í útgjöldum“ í ríkisfjármálum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Þegar þessi nýja ríkisstjórn, ef nýja skyldi kalla, þá lagði forsætisráðherra áherslu á þrjú megin mál: Útlendingamálin, orkumálin og staða ríkissjóðs. Það tel ég að hafi verið gert einfaldlega vegna þess að menn hafi verið farnir að átta sig á því að við vorum að hamast í þessum málum alllengi, og benda á að það sé verið að klúðra þeim meira og minna,“ sagði Sigmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að næsti dagur eftir stjórnarmyndunina hafi ekki verið liðinn þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi verið búinn að slá þessi mál út af borðinu. „Nýr formaður Vinstri grænna sagði að hann væri alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, ekki í útlendingamálunum, ekki í orkumálunum og lagði sig eftir því að koma því á framfæri hversu ósammála hann væri um grundvöll nýju ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og minnist sérstaklega á grein sem Guðmundur skrifaði á Vísi um orkumál. Klippa: Bítið - Vill færa stjórn landsins inn á rétta braut Sigmundur segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi virst lítið spenntur fyrir þessum áherslumálum. „Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að spara í ríkisfjármálunum eða breyta um stefnu þar. Þar með var það farið.“ „Það var búið að kynna þrjár ástæður fyrir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þær voru slegnar af borðinu á tveimur dögum.“ Sigmundur bendir á að útlendingafrumvarpið hafi verið tekið af dagskrá þingsins í gær og í fyrradag. Nú séu tveir dagar eftir af þinginu samkvæmt áætlun. Þá segir hann ekkert að af orkumálunum og að ríkisstjórnin „stefni á að halda áfram að slá fyrri met í útgjöldum“ í ríkisfjármálum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira