Verkjamóttakan hafi dregið verulega úr morfínlyfjanotkun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2024 10:16 Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, til vinstri. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnenda Prescriby og Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar. Prescriby Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, segir að verkjamóttaka heilsugæslunnar hafi dregið úr notkun opíóðalyfja hjá skjólstæðingum heilsugæslunnar um 30 prósent. Verkjamóttakan hóf göngu sína í október í fyrra. Í febrúar hóf íslenska sprotafyrirtækið Prescriby, í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, að bjóða upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar Urðarhvarfi, ræddi verkjamóttökuna í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir móttökuna einmitt hafa verið ætlað að sporna gegn ópíóðanotkun. „Fólk gat endurnýjað öll lyfin sín á Heilsuveru, og þar voru morfínlyfin engin undantekning. Fólk gat beðið um sín morfín-lyf trekk í trekk. Þá er mikið að gera og allir vilja gera allt fyrir sjúklinginn,“ segir Linda og bætir við að hugmyndin hafi verið að stoppa það ferli til að grípa fyrr inn í. Verkjamóttakan bjóði upp á frekari skoðun, myndrannsóknir og leiðir til að stilla verkina. „Þarna er kominn aðgerðarlisti yfir það sem hægt er að velja fyrir fólk. Sálfræðingar gerðu sínar meðferðir og síðan erum við að vísa fólki á allskyns staði sem eru að sinna verkjum, eins og bakskólann, Janus endurhæfingu, hreyfiseðla hjá sjúkraþjálfurum og ýmislegt. Síðan förum við yfir verkjalyfjanotkunina, því við vitum að ópíóðalyfjanotkun hefur mjög slæm langtímaáhrif.“ Taugarnar verða næmari og kalla á meiri notkun. „Morfínlyfin voru alltaf hugsuð sem neyðarlyf, við skyndilegum og miklum verkjum. Eftir aðgerðir, eða í stórum slysum notar maður auðvitað morfín ef fólk er illa slasað. En þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, vegna þess að þau eru svo ávanabindandi. Hér á Íslandi erum við meistarar meðal Norðurlanda í notkun þessara lyfja,“ segir Linda. Hún segir árangurinn áberandi. „Við erum að telja skjólstæðinga sem fá endurnýjun lyfja. Notendum er búið að fækka alveg um 30 prósent. Þannig við þurftum greinilega ekki alveg svona mikið.“ Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Verkjamóttakan hóf göngu sína í október í fyrra. Í febrúar hóf íslenska sprotafyrirtækið Prescriby, í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, að bjóða upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar Urðarhvarfi, ræddi verkjamóttökuna í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir móttökuna einmitt hafa verið ætlað að sporna gegn ópíóðanotkun. „Fólk gat endurnýjað öll lyfin sín á Heilsuveru, og þar voru morfínlyfin engin undantekning. Fólk gat beðið um sín morfín-lyf trekk í trekk. Þá er mikið að gera og allir vilja gera allt fyrir sjúklinginn,“ segir Linda og bætir við að hugmyndin hafi verið að stoppa það ferli til að grípa fyrr inn í. Verkjamóttakan bjóði upp á frekari skoðun, myndrannsóknir og leiðir til að stilla verkina. „Þarna er kominn aðgerðarlisti yfir það sem hægt er að velja fyrir fólk. Sálfræðingar gerðu sínar meðferðir og síðan erum við að vísa fólki á allskyns staði sem eru að sinna verkjum, eins og bakskólann, Janus endurhæfingu, hreyfiseðla hjá sjúkraþjálfurum og ýmislegt. Síðan förum við yfir verkjalyfjanotkunina, því við vitum að ópíóðalyfjanotkun hefur mjög slæm langtímaáhrif.“ Taugarnar verða næmari og kalla á meiri notkun. „Morfínlyfin voru alltaf hugsuð sem neyðarlyf, við skyndilegum og miklum verkjum. Eftir aðgerðir, eða í stórum slysum notar maður auðvitað morfín ef fólk er illa slasað. En þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, vegna þess að þau eru svo ávanabindandi. Hér á Íslandi erum við meistarar meðal Norðurlanda í notkun þessara lyfja,“ segir Linda. Hún segir árangurinn áberandi. „Við erum að telja skjólstæðinga sem fá endurnýjun lyfja. Notendum er búið að fækka alveg um 30 prósent. Þannig við þurftum greinilega ekki alveg svona mikið.“
Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira