Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins kemur frá útlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2024 13:08 Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995, hefur staðið sig einstaklega vel með sínum sjálfboðaliðum að hreinsa fjörur landsins í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill kraftur er í Bláa hernum undir stjórn Tómasar J. Knútssonar, en sjálfboðaliðar á hans vegum keppast nú við að hreinsa strendur landsins. Áttatíu prósent af plasti í fjörum landsins koma frá útlöndum og fjörutíu prósent af veiðarfærum. Blái herinn eru umhverfissamtök, sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörf í fjörum landsins að leiðarljósi. Stofnandi samtakanna er Keflvíkingurinn Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995. Frá stofnun hefur Blái herinn fengið um þúsund manns til að taka þátt í hreinsunarstörfum með sér í um 900 verkefnum, sem verður að teljast harla gott. „Síðastliðin þrjú ár eða frá því að Covidið stimplaði sig inn þá tókum við marvist 30 til 40 staði og virkilega þrifum þá. Það voru á milli 60 og 70 þúsund tonn, sem við náðum upp úr þeim. Þannig að algengustu fjörurnar, sem fólk gengur mikið um, það er alveg orðið hreint en auðvitað skilar sér eitthvað smávegis alltaf aftur og aftur,” segir Tómas. En hvernig drasl er þetta aðallega? „Það er svo merkilegt að 80 prósent af plastinu er nú erlendis frá, 60 prósent af veiðarfærunum eru okkar en 40 prósent eru erlend veiðarfæri.” En af hverju ertu að þessu brölti? „Já, ég byrjaði fyrir 29 árum síðan og ég var staðráðinn í því að ég ætlaði já að reyna að breyta því, sem þurfti að breyta því við vorum engan vegin á neinum réttum stað í umhverfismálum en þetta hefur lagast alveg rosalega, allavega gagnvart hafinu frá okkar hlið,” segir Tómas. Árið 2021 fékk Tómas, stofnandi Bláa hersins og samtökin hans umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Hér er hann með forseta Íslands að því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú átt nú heiður skilin fyrir þín störf. „Takk fyrir það. Þetta er náttúrulega búin að vera löng barátta og hún hefur ekkert alltaf verið einhver dans á rósum en sem betur fer þá gafst ég aldrei upp vegna þess að inn í mér var eitthvað, sem sagði mér að gefast ekki upp þótt ég hafi oft verið búin að fá mikið meira en nóg af þessu.” Heimasíða Bláa hersins Glæra frá Tómasi á fundi þar sem hann var að segja frá starfsemi Bláa hersins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umhverfismál Reykjanesbær Hafið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Blái herinn eru umhverfissamtök, sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörf í fjörum landsins að leiðarljósi. Stofnandi samtakanna er Keflvíkingurinn Tómas J. Knútsson, sem stofnaði Bláa herinn 1995. Frá stofnun hefur Blái herinn fengið um þúsund manns til að taka þátt í hreinsunarstörfum með sér í um 900 verkefnum, sem verður að teljast harla gott. „Síðastliðin þrjú ár eða frá því að Covidið stimplaði sig inn þá tókum við marvist 30 til 40 staði og virkilega þrifum þá. Það voru á milli 60 og 70 þúsund tonn, sem við náðum upp úr þeim. Þannig að algengustu fjörurnar, sem fólk gengur mikið um, það er alveg orðið hreint en auðvitað skilar sér eitthvað smávegis alltaf aftur og aftur,” segir Tómas. En hvernig drasl er þetta aðallega? „Það er svo merkilegt að 80 prósent af plastinu er nú erlendis frá, 60 prósent af veiðarfærunum eru okkar en 40 prósent eru erlend veiðarfæri.” En af hverju ertu að þessu brölti? „Já, ég byrjaði fyrir 29 árum síðan og ég var staðráðinn í því að ég ætlaði já að reyna að breyta því, sem þurfti að breyta því við vorum engan vegin á neinum réttum stað í umhverfismálum en þetta hefur lagast alveg rosalega, allavega gagnvart hafinu frá okkar hlið,” segir Tómas. Árið 2021 fékk Tómas, stofnandi Bláa hersins og samtökin hans umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Hér er hann með forseta Íslands að því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú átt nú heiður skilin fyrir þín störf. „Takk fyrir það. Þetta er náttúrulega búin að vera löng barátta og hún hefur ekkert alltaf verið einhver dans á rósum en sem betur fer þá gafst ég aldrei upp vegna þess að inn í mér var eitthvað, sem sagði mér að gefast ekki upp þótt ég hafi oft verið búin að fá mikið meira en nóg af þessu.” Heimasíða Bláa hersins Glæra frá Tómasi á fundi þar sem hann var að segja frá starfsemi Bláa hersins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Umhverfismál Reykjanesbær Hafið Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira