Ekkert bús í búðir! Jódís Skúladóttir skrifar 12. júní 2024 11:31 Fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hafa vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum; að fá vín í búðir. Má þar nefna samtökin Fræðsla og forvarnir, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum og ýmsar breiðfylkingar forvarnasamtaka sem hafa unnið gott starf á málefnalegum og faglegum grunni til að halda lýðheilsusjónarmiðum varðandi áfengissölu á lofti. Þá má ekki heldur gleyma félögum fagfólks í heilbrigðisgeiranum sem hafa ítrekað vakið athygli á skaðsemi áfengisneyslu fyrir heilsufar. Það hefur verið hlustað, skoðanir og rök tekin til greina, kollum kinkað og spurningum svarað. En svo endum við alltaf á sama stað, að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr: Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum, hvort sem það er í Bónus eða á netinu. Það er bannað með lögum. Þrátt fyrir það bjóða tugir fyrirtækja upp á netsölu á áfengi á Íslandi í dag. Í gær var ég málshefjandi í sérstakri umræðu um forvarnir og lýðheilsu þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi en Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt lýðheilsusjónarmið til grundvallar allri umræðu um breytingar á áfengislöggjöfinni. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og yfirgnæfandi meirihluti var andsnúinn því að auka aðgengi að áfengi. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af þessum áherslum sem fara beint gegn stefnu stjórnvalda um lýðheilsu. Hæstvirtir félags- og vinnumarkaðsráðherra, matvælaráðherra og fjármálaráðherra hafa sömuleiðis tjáð þessa skoðun sína og þá sérstaklega hvað varðar netsölu á áfengi. Netsala á áfengi stóreykur neyslu þess. Um það er fjöldi rannsókna samhljóða. Um miðjan september í fyrra bárust fregnir af því að áfengisneysla Íslendinga hafi tvöfaldast á síðustu áratugum, og þetta á ekki bara við um fullorðna Íslendinga heldur ná tölurnar yfir börn frá 15 ára aldri. Fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega hefur meira en þrefaldast á síðustu áratugum. Á sama tíma og fræðsla hefur aukist, mikilvægi forvarnastarfs orðið viðurkennt og unglingadrykkja hætt að vera samfélagslegt norm hefur eitt gerst: Framboð á áfengi hefur margfaldast. Og hvað gerist þegar áfengisneysla eykst? Þeim fjölgar í takt sem þurfa aðstoð vegna neyslu sinnar á þessu vinsælasta og viðurkennda fíkniefni sem mannskepnan hefur fundið upp. Sum geta drukkið áfengi án þess að bíða skaða af. En þeirra hagsmunir geta ekki trompað lýðheilsusjónarmið og þann kostnað sem samfélagið ber af áfengisvandanum. Áfengi er meðal fjögurra algengustu áhættuþátta fyrir ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfall að ógleymdum þeim félagslegu vandamálum sem tengjast áfengisneyslu og kosta samfélagið bæði ómælda þjáningu og gríðarlegar fjárhæðir ár hvert. Þau sem ekki geta sýnt þá fyrirhyggju að næla sér í hvitvín með humrinum á almennum opnunartímum ÁTVR verða bara að lifa við það “íþyngjandi ástand”. Lýðheilsa allra hinna vegur einfaldlega þyngra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Áfengi og tóbak Alþingi Vinstri græn Netsala á áfengi Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hafa vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum; að fá vín í búðir. Má þar nefna samtökin Fræðsla og forvarnir, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum og ýmsar breiðfylkingar forvarnasamtaka sem hafa unnið gott starf á málefnalegum og faglegum grunni til að halda lýðheilsusjónarmiðum varðandi áfengissölu á lofti. Þá má ekki heldur gleyma félögum fagfólks í heilbrigðisgeiranum sem hafa ítrekað vakið athygli á skaðsemi áfengisneyslu fyrir heilsufar. Það hefur verið hlustað, skoðanir og rök tekin til greina, kollum kinkað og spurningum svarað. En svo endum við alltaf á sama stað, að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr: Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum, hvort sem það er í Bónus eða á netinu. Það er bannað með lögum. Þrátt fyrir það bjóða tugir fyrirtækja upp á netsölu á áfengi á Íslandi í dag. Í gær var ég málshefjandi í sérstakri umræðu um forvarnir og lýðheilsu þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi en Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt lýðheilsusjónarmið til grundvallar allri umræðu um breytingar á áfengislöggjöfinni. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og yfirgnæfandi meirihluti var andsnúinn því að auka aðgengi að áfengi. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af þessum áherslum sem fara beint gegn stefnu stjórnvalda um lýðheilsu. Hæstvirtir félags- og vinnumarkaðsráðherra, matvælaráðherra og fjármálaráðherra hafa sömuleiðis tjáð þessa skoðun sína og þá sérstaklega hvað varðar netsölu á áfengi. Netsala á áfengi stóreykur neyslu þess. Um það er fjöldi rannsókna samhljóða. Um miðjan september í fyrra bárust fregnir af því að áfengisneysla Íslendinga hafi tvöfaldast á síðustu áratugum, og þetta á ekki bara við um fullorðna Íslendinga heldur ná tölurnar yfir börn frá 15 ára aldri. Fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega hefur meira en þrefaldast á síðustu áratugum. Á sama tíma og fræðsla hefur aukist, mikilvægi forvarnastarfs orðið viðurkennt og unglingadrykkja hætt að vera samfélagslegt norm hefur eitt gerst: Framboð á áfengi hefur margfaldast. Og hvað gerist þegar áfengisneysla eykst? Þeim fjölgar í takt sem þurfa aðstoð vegna neyslu sinnar á þessu vinsælasta og viðurkennda fíkniefni sem mannskepnan hefur fundið upp. Sum geta drukkið áfengi án þess að bíða skaða af. En þeirra hagsmunir geta ekki trompað lýðheilsusjónarmið og þann kostnað sem samfélagið ber af áfengisvandanum. Áfengi er meðal fjögurra algengustu áhættuþátta fyrir ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfall að ógleymdum þeim félagslegu vandamálum sem tengjast áfengisneyslu og kosta samfélagið bæði ómælda þjáningu og gríðarlegar fjárhæðir ár hvert. Þau sem ekki geta sýnt þá fyrirhyggju að næla sér í hvitvín með humrinum á almennum opnunartímum ÁTVR verða bara að lifa við það “íþyngjandi ástand”. Lýðheilsa allra hinna vegur einfaldlega þyngra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun