Oddviti Garðarbæjarlistans hættir í Samfylkingunni Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júní 2024 17:42 Þorbjörg Þorvaldsdóttir mun halda áfram sem oddviti Garðarbæjarlistans. Vísir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni. Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Þorbjargar. „Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum - en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spyr hún í færslu sinni. Að sögn Þorbjargar kemur afgreiðsla Samfylkingarinnar í kjölfar langrar þagnar um mannréttindamál og skrýtinna ummæla forystu flokksins um útlendingamál. Hún segist skynja aukna þjóðernishyggju í framsetningu flokksins. Þá segir hún ræður Samfylkingarfólks vera farnar að hljóma eins og „Miðflokkurinn hafi skrifað þær“. „Mér er það orðið algjörlega ljóst að fólk með mínar áherslur mun ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum og satt best að segja vil ég ekki láta bendla mig lengur við flokk sem finnst í lagi að gera aðstæður flóttafólks á Íslandi ennþá ömurlegri en orðið er - og koma beinlínis í veg fyrir að fólkið sem ég tek stundum á móti í vinnunni fái tækifæri til þess að leita betra lífs,“ segir Þorbjörg. „Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu og segja mér að hún hafi ekki orðið. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum. Það hefði verið svo auðvelt að halda þeim á lofti samhliða öllu hinu, því mannleg reisn og meðvitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og tækifæri kemur við sögu í öllum málaflokkum. Ég er þess fullviss að Samfylkingin er að gera reginmistök.“ Þorbjörg segist ekki lengur treysta Samfylkingunni fyrir sínum hjartans málum í pólitík. „Ég ákvað þess vegna hér í blíðunni á Ítalíu að segja mig úr flokknum. Ég mun halda áfram sem oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar, óháð, enda erum við þverpólitískt félagshyggjuframboð. Ég óska vinum mínum og samstarfsfélögum í Samfylkingunni alls hins besta.“ Samfylkingin Garðabær Alþingi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Þorbjörg er oddviti Garðarbæjarlistans, sem er sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata í Garðarbæ. Hún segist ætla að halda áfram sem oddviti listans óháð. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Þorbjargar. „Samfylkingin er í stjórnarandstöðu, segist draga línu í sandinn þegar kemur að fjölskyldusameiningum - en er samt ekki á rauðu við atkvæðagreiðsluna? Hver er tilgangurinn með því að standa ekki með jaðarsettasta fólkinu á Íslandi?“ spyr hún í færslu sinni. Að sögn Þorbjargar kemur afgreiðsla Samfylkingarinnar í kjölfar langrar þagnar um mannréttindamál og skrýtinna ummæla forystu flokksins um útlendingamál. Hún segist skynja aukna þjóðernishyggju í framsetningu flokksins. Þá segir hún ræður Samfylkingarfólks vera farnar að hljóma eins og „Miðflokkurinn hafi skrifað þær“. „Mér er það orðið algjörlega ljóst að fólk með mínar áherslur mun ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum og satt best að segja vil ég ekki láta bendla mig lengur við flokk sem finnst í lagi að gera aðstæður flóttafólks á Íslandi ennþá ömurlegri en orðið er - og koma beinlínis í veg fyrir að fólkið sem ég tek stundum á móti í vinnunni fái tækifæri til þess að leita betra lífs,“ segir Þorbjörg. „Ég hef ekki lengur áhuga á því að hlusta á flokksfélaga mína réttlæta þessa stefnubreytingu og segja mér að hún hafi ekki orðið. En staðan er greinilega sú að það virðist vera orðið of róttækt fyrir Samfylkinguna að tala skýrt fyrir mannréttindum. Það hefði verið svo auðvelt að halda þeim á lofti samhliða öllu hinu, því mannleg reisn og meðvitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og tækifæri kemur við sögu í öllum málaflokkum. Ég er þess fullviss að Samfylkingin er að gera reginmistök.“ Þorbjörg segist ekki lengur treysta Samfylkingunni fyrir sínum hjartans málum í pólitík. „Ég ákvað þess vegna hér í blíðunni á Ítalíu að segja mig úr flokknum. Ég mun halda áfram sem oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar, óháð, enda erum við þverpólitískt félagshyggjuframboð. Ég óska vinum mínum og samstarfsfélögum í Samfylkingunni alls hins besta.“
Samfylkingin Garðabær Alþingi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira