„Tíu sinnum betra en mig dreymdi um“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 07:30 Jayson Tatum fagnar titlinum með syni sínum Jayson Christopher Tatum Jr. en sonur hans gengur jafnan undir nafninu Deuce. Getty/Elsa Það var svo sannarlega þungu fargi létt af Jayson Tatum þegar honum tókst loksins að vinna NBA titilinn með Boston Celtics í nótt. Tatum og Boston liðið var búið að vera lengi í fremstu röð í NBA en félagið hafði ekki unnið titilinn síðan árið 2008. 🗣️🗣️🗣️ https://t.co/577cz12luM pic.twitter.com/gFPQLgZm51— NBA (@NBA) June 18, 2024 Pressan var mikil og ekki síst á Tatum sjálfum. Það mátti líka sjá þetta á dramatískum viðbrögðum hans í leikslok. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri stig í sögu úrslitakeppninnar en Tatum eða þeir Jerry West, LeBron James, Dirk Nowitzki og Kevin Durant. Nú getur hann loksins kallað sig NBA meistara. Tatum talaði um aðdragandann að þessum fyrsta langþráða titli sínum. „Fólk hefur talað um það áður en af því að við höfum farið langt í úrslitakeppninni áður og ekki tekist að klára titilinn þá gerir það þessa stund svo miklu betri,“ sagði Tatum á blaðamannafundi eftir leikinn. "It took being relentless... I dreamed about what it would be like, but this is 10 times better."Jayson Tatum on what it took to win the title after coming up short in 2022 🏆 pic.twitter.com/ZrbZrCeadK— NBA (@NBA) June 18, 2024 „Þú veist hvernig það er að tapa og þekkir þá slæmu tilfinningu að vera í hinum klefanum og heyra í hinu liðinu fagna titlinum. Það var hræðilegt að heyra í liði fagna titli á þínum heimavelli,“ sagði Tatum og vísaði þá þegar liðið tapaði á móti Golden State Warriors í úrslitaeinvíginu 2022. „Nú er ég að komast upp í þennan hóp þar sem allir uppáhaldsleikmennirnir mínir eru. Allir sem teljast frábærir eða teljast til goðsagna hafa orðið meistarar. Allir þeir leikmanna sem ég leit upp til urðu meistarar og unnu margra titla. Nú get ég gengið inn í þau herbergi og deilt þeirri tilfinningu,“ sagði Tatum. „Þetta er rosaleg tilfinning. Mig dreymdi um hvernig þetta yrði en þetta er tíu sinnum betra,“ sagði Tatum. Hann fagnaði með syni sínum Deuce á gólfinu þegar titilinn var í höfn eins og sjá má hér fyrir neðan. Deuce & dad in #PhantomCam! 💚 https://t.co/i2gGBUKuVO pic.twitter.com/2AaGjWQ7Dj— NBA (@NBA) June 18, 2024 NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Tatum og Boston liðið var búið að vera lengi í fremstu röð í NBA en félagið hafði ekki unnið titilinn síðan árið 2008. 🗣️🗣️🗣️ https://t.co/577cz12luM pic.twitter.com/gFPQLgZm51— NBA (@NBA) June 18, 2024 Pressan var mikil og ekki síst á Tatum sjálfum. Það mátti líka sjá þetta á dramatískum viðbrögðum hans í leikslok. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri stig í sögu úrslitakeppninnar en Tatum eða þeir Jerry West, LeBron James, Dirk Nowitzki og Kevin Durant. Nú getur hann loksins kallað sig NBA meistara. Tatum talaði um aðdragandann að þessum fyrsta langþráða titli sínum. „Fólk hefur talað um það áður en af því að við höfum farið langt í úrslitakeppninni áður og ekki tekist að klára titilinn þá gerir það þessa stund svo miklu betri,“ sagði Tatum á blaðamannafundi eftir leikinn. "It took being relentless... I dreamed about what it would be like, but this is 10 times better."Jayson Tatum on what it took to win the title after coming up short in 2022 🏆 pic.twitter.com/ZrbZrCeadK— NBA (@NBA) June 18, 2024 „Þú veist hvernig það er að tapa og þekkir þá slæmu tilfinningu að vera í hinum klefanum og heyra í hinu liðinu fagna titlinum. Það var hræðilegt að heyra í liði fagna titli á þínum heimavelli,“ sagði Tatum og vísaði þá þegar liðið tapaði á móti Golden State Warriors í úrslitaeinvíginu 2022. „Nú er ég að komast upp í þennan hóp þar sem allir uppáhaldsleikmennirnir mínir eru. Allir sem teljast frábærir eða teljast til goðsagna hafa orðið meistarar. Allir þeir leikmanna sem ég leit upp til urðu meistarar og unnu margra titla. Nú get ég gengið inn í þau herbergi og deilt þeirri tilfinningu,“ sagði Tatum. „Þetta er rosaleg tilfinning. Mig dreymdi um hvernig þetta yrði en þetta er tíu sinnum betra,“ sagði Tatum. Hann fagnaði með syni sínum Deuce á gólfinu þegar titilinn var í höfn eins og sjá má hér fyrir neðan. Deuce & dad in #PhantomCam! 💚 https://t.co/i2gGBUKuVO pic.twitter.com/2AaGjWQ7Dj— NBA (@NBA) June 18, 2024
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira