„Hættiði að senda mér pening“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 09:02 Hassan Sunny tapaði leiknum en sá samt til þess að Kínverjar komust áfram. Getty/Yong Teck Lim Landsliðsmarkvörður Singapúr þurfti að biðja stuðningsmenn kínverska landsliðsins sérstaklega um það að hætta að senda sér pening. Ástæðan fyrir öllum peningasendingunum frá Kína var frammistaða Hassan Sunny í leik á móti Tælandi í undankeppni HM. Frammistaða Sunny í leik Singapúr og Taílands sá nefnilega til þess að Taíland komst ekki upp fyrir Kína á markatölu í baráttu um sæti í næstu umferð undankeppnni HM 2026. WATCH: Chinese football fans and livestreamers at Hassan Sunny’s food stall in Tampines after the veteran goalkeeper became an overnight celebrity for his heroics against Thailand that helped to keep China’s 2026 World Cup hopes alive https://t.co/9v9DidKY9I(Video: CNA/Davina… pic.twitter.com/hWeY8jZgVl— CNA (@ChannelNewsAsia) June 12, 2024 Suður Kórea vann riðilinn með yfirburðum en Kína og Taíland enduðu með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þar sem að Taíland skoraði bara þrisvar sinnum hjá Hassan Sunny þá voru báðar þjóðir með markatöluna 9-9. Innbyrðis viðureignir réðu því úrslitum og Kína hafði þar betur og fór því áfram í þriðju umferðina. Sunny er fertugur og varði alls ellefu skot í þessum leik. Hetjudáðir hans fóru á flug á kínverskum samfélagsmiðlum sem og upplýsingar um götubitafyrirtæki hans og eiginkonunnar. Stuðningsmenn kínverska landsliðsins vildu þakka fyrir sig og fóru að senda þeim hjónum pening í gegnum netið. S'pore goalkeeper Hassan Sunny swarmed by China football fans while on holiday there https://t.co/3mcwCYlaSM pic.twitter.com/lT8waV2FAU— Mothership (@MothershipSG) June 17, 2024 „Naut ég þess um tíma? Ég hugsaði, allt í lagi það er peningur að koma á reikninginn. Svo fór ég að hugsa: Hvenær stoppar þetta eiginlega? Er þetta löglegt? Ég held að við verðum að stoppa þetta,“ skrifaði Hassan Sunny á samfélagsmiðla sína. „Ég kann virkilega að meta stuðning ykkar undanfarna daga sem hefur sýnt mér ástríðu kínverska stuðningsmanna. QR-kóðinn hefur gengið á milli manna á netinu og sumir hafa nýtt sér það og búið til falska aðganga. Ég biðla nú til ykkar að sýna skynsemi. Hættiði að senda mér pening,“ skrifaði Sunny. Kínverskir stuðningsmenn fjölmenntu líka til hans og konunnar og fengu sér götubita. Hann fékk líka frábæra dóma og stökk upp í efsta sætið yfir besta veitingastaðinn á svæðinu á kínversku matarappi. Kínverjar gerðu allt í sínu valdi til að þakka Sunny fyrir allar vörslurnar. Kínverjar hafa ekki komist á HM karla í fótbolta síðan árið 2002. Það er óhætt að segja að það séu margir sem dreymir nú um það að biðin endi loksins í þessari undankeppni HM. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
Ástæðan fyrir öllum peningasendingunum frá Kína var frammistaða Hassan Sunny í leik á móti Tælandi í undankeppni HM. Frammistaða Sunny í leik Singapúr og Taílands sá nefnilega til þess að Taíland komst ekki upp fyrir Kína á markatölu í baráttu um sæti í næstu umferð undankeppnni HM 2026. WATCH: Chinese football fans and livestreamers at Hassan Sunny’s food stall in Tampines after the veteran goalkeeper became an overnight celebrity for his heroics against Thailand that helped to keep China’s 2026 World Cup hopes alive https://t.co/9v9DidKY9I(Video: CNA/Davina… pic.twitter.com/hWeY8jZgVl— CNA (@ChannelNewsAsia) June 12, 2024 Suður Kórea vann riðilinn með yfirburðum en Kína og Taíland enduðu með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þar sem að Taíland skoraði bara þrisvar sinnum hjá Hassan Sunny þá voru báðar þjóðir með markatöluna 9-9. Innbyrðis viðureignir réðu því úrslitum og Kína hafði þar betur og fór því áfram í þriðju umferðina. Sunny er fertugur og varði alls ellefu skot í þessum leik. Hetjudáðir hans fóru á flug á kínverskum samfélagsmiðlum sem og upplýsingar um götubitafyrirtæki hans og eiginkonunnar. Stuðningsmenn kínverska landsliðsins vildu þakka fyrir sig og fóru að senda þeim hjónum pening í gegnum netið. S'pore goalkeeper Hassan Sunny swarmed by China football fans while on holiday there https://t.co/3mcwCYlaSM pic.twitter.com/lT8waV2FAU— Mothership (@MothershipSG) June 17, 2024 „Naut ég þess um tíma? Ég hugsaði, allt í lagi það er peningur að koma á reikninginn. Svo fór ég að hugsa: Hvenær stoppar þetta eiginlega? Er þetta löglegt? Ég held að við verðum að stoppa þetta,“ skrifaði Hassan Sunny á samfélagsmiðla sína. „Ég kann virkilega að meta stuðning ykkar undanfarna daga sem hefur sýnt mér ástríðu kínverska stuðningsmanna. QR-kóðinn hefur gengið á milli manna á netinu og sumir hafa nýtt sér það og búið til falska aðganga. Ég biðla nú til ykkar að sýna skynsemi. Hættiði að senda mér pening,“ skrifaði Sunny. Kínverskir stuðningsmenn fjölmenntu líka til hans og konunnar og fengu sér götubita. Hann fékk líka frábæra dóma og stökk upp í efsta sætið yfir besta veitingastaðinn á svæðinu á kínversku matarappi. Kínverjar gerðu allt í sínu valdi til að þakka Sunny fyrir allar vörslurnar. Kínverjar hafa ekki komist á HM karla í fótbolta síðan árið 2002. Það er óhætt að segja að það séu margir sem dreymir nú um það að biðin endi loksins í þessari undankeppni HM. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira