„Fannst ég bregðast heilli þjóð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 09:00 Max Wöber sást gráta eftir leikinn þar sem Frakkarnir unnu á sjálfsmarki hans. Getty/Ian MacNicol Austurríkismaðurinn Maximilian Wöber átti erfitt með tilfinningar sínar í gær þrátt fyrir að það væri næstum því sólarhringur síðan hann tryggði Frökkum sigur með því að skalla boltann í eigið mark. Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber. „Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið. „Bin der Dodel der Nation“ - Maximilian Wöber stellte sich am Tag nach seinem verhängnisvollen Eigentor gegen die Franzosen der Presse. https://t.co/s94SBwjQdG pic.twitter.com/xioqh4QwjK— Kronen Zeitung (@krone_at) June 18, 2024 „Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber. „Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum biturleika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber. „Nú hef ég haft alla nóttina til þess að vinna úr þessu. Liðsfélagar mínir og þjálfarateymið, fjölskyldan og vinir komu mér aftur á rétta braut. Eftir svefnlausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljósmyndum og gríni á netinu,“ sagði Wöber. Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap. Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Þegar Wöber hitti blaðamenn daginn eftir þá barðist þessi 26 ára gamli leikmaður Leeds United við tárin. „Þú ert orðinn að skúrki þjóðar þinnar,“ sagði Maximilian Wöber. „Eftir svona leik, þar sem þú klúðrar leik á EM fyrir þjóð þína þá er mikilvægt að stíga fram strax svo að þú getir komist sem fyrst yfir þetta,“ sagði Wöber en Kronen Zeitung segir frá. Hann mætti í viðtöl daginn eftir og fékk hrós hjá mörgum fyrir hugrekkið. „Bin der Dodel der Nation“ - Maximilian Wöber stellte sich am Tag nach seinem verhängnisvollen Eigentor gegen die Franzosen der Presse. https://t.co/s94SBwjQdG pic.twitter.com/xioqh4QwjK— Kronen Zeitung (@krone_at) June 18, 2024 „Ég sá boltann mjög seint, brást við af eðlishvötinni einni saman og náði einhvern veginn að setja hausinn í boltann. Eftiráhyggja þá var þetta án efa slæm ákvörðun,“ sagði Wöber. „Þetta var mjög svekkjandi kvöld fyrir mig persónulega með miklum biturleika. Ég átti mjög erfitt með tilfinningarnar eftir leikinn. Ég hef aldrei upplifað slíkt áður af því að mér fannst ég bregðast heilli þjóð,“ sagði Wöber. „Nú hef ég haft alla nóttina til þess að vinna úr þessu. Liðsfélagar mínir og þjálfarateymið, fjölskyldan og vinir komu mér aftur á rétta braut. Eftir svefnlausa nótt þá get ég nú hlegið að sumum ljósmyndum og gríni á netinu,“ sagði Wöber. Wöber og félagar stóðu sig vel á móti sterku liði Frakka en urðu að sætta sig við 1-0 tap. Næsti leikur liðsins er á móti Póllandi á föstudaginn en lokaleikurinn er síðan á móti Hollandi.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira