Tiger Woods fær lífstíðarpassa fyrir afrek sín Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2024 12:01 Tiger Woods er einn sigursælasti kylfingur allra tíma. Alex Slitz/Getty Images PGA-mótaröðin hefur ákveðið að veita Tiger Woods, einum besta kylfingi allra tíma, lífstíðarpassa á mörg af stærstu mótum mótaraðarinnar fyrir afrek sín á golfvellinum. Á ferli sínum hefur hinn 48 ára gamli Woods unnið 82 mót á vegum PGA og þar af hefur hann fagnað sigri á 15 risamótum. Hann er sá kylfingur, ásamt Sam Snead, sem hefur unnið flest PGA-mót í sögunni og þá hefur hann unnið næst flesta risatitla af öllum, þremur færri en Jack Nicklaus vann á sínum tíma. Í gær ákvað stjórn PGA að veita Woods lífstíðarpassa á átta stórum mótum á vegum mótaraðarinnar fyrir afrek sín í gegnum tíðina. Hann þarf þó enn að vinna sér inn þátttökurétt á risamótunum fjórum sem eru Masters-mótið, PGA meistaramótið, Opna bandaríska og Opna-meistaramótið. Woods hefur nú hins vegar unnið sér inn lífstíðarpassa á svokallaða „Einkennisviðburði“ eða „Signature Events“ PGA-mótaraðarinnar, en það eru mótin sem gefa stig fyrir FedEx-bikarinn. „Við munum gera sérstaka undanþágu til að viðurkenna Tiger Woods í sínum eigin flokki, en hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að vinna yfir 80 mót á ferlinum,“ segir í tilkynningu PGA. 🚨#JUST IN: Today, the PGA TOUR policy board approved an exemption that will allow Tiger Woods to compete in Signature Events for the rest of his lifetime, beginning in 2025, per @Sean_Zak pic.twitter.com/8AtB9wv909— TWLEGION (@TWlegion) June 19, 2024 Woods hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta undanfarin ár. Hann lenti í bílslysi árið 2021 sem varð til þess að hann þurfti á aðgerð að halda vegna meiðsla sinna. Woods hefur aðeins tekið þátt í níu mótum síðan. Á þeim fjórum PGA-mótum sem Woods hefur tekið þátt í á þessu ári hefur hann aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Þó er búist við því að Woods verði meðal keppenda á Opna meistaramótinu í næsta mánuði. Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Á ferli sínum hefur hinn 48 ára gamli Woods unnið 82 mót á vegum PGA og þar af hefur hann fagnað sigri á 15 risamótum. Hann er sá kylfingur, ásamt Sam Snead, sem hefur unnið flest PGA-mót í sögunni og þá hefur hann unnið næst flesta risatitla af öllum, þremur færri en Jack Nicklaus vann á sínum tíma. Í gær ákvað stjórn PGA að veita Woods lífstíðarpassa á átta stórum mótum á vegum mótaraðarinnar fyrir afrek sín í gegnum tíðina. Hann þarf þó enn að vinna sér inn þátttökurétt á risamótunum fjórum sem eru Masters-mótið, PGA meistaramótið, Opna bandaríska og Opna-meistaramótið. Woods hefur nú hins vegar unnið sér inn lífstíðarpassa á svokallaða „Einkennisviðburði“ eða „Signature Events“ PGA-mótaraðarinnar, en það eru mótin sem gefa stig fyrir FedEx-bikarinn. „Við munum gera sérstaka undanþágu til að viðurkenna Tiger Woods í sínum eigin flokki, en hann hefur náð þeim ótrúlega árangri að vinna yfir 80 mót á ferlinum,“ segir í tilkynningu PGA. 🚨#JUST IN: Today, the PGA TOUR policy board approved an exemption that will allow Tiger Woods to compete in Signature Events for the rest of his lifetime, beginning in 2025, per @Sean_Zak pic.twitter.com/8AtB9wv909— TWLEGION (@TWlegion) June 19, 2024 Woods hefur hins vegar ekki verið upp á sitt besta undanfarin ár. Hann lenti í bílslysi árið 2021 sem varð til þess að hann þurfti á aðgerð að halda vegna meiðsla sinna. Woods hefur aðeins tekið þátt í níu mótum síðan. Á þeim fjórum PGA-mótum sem Woods hefur tekið þátt í á þessu ári hefur hann aðeins einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn. Þó er búist við því að Woods verði meðal keppenda á Opna meistaramótinu í næsta mánuði.
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira