Ókeypis lán í hverjum mánuði Svandís Edda Hólm Jónudóttir skrifar 19. júní 2024 10:00 Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. Þannig er hægt að líta á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Þess ber þó að geta að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina. Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort Tökum einfalt dæmi um kreditkort: Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr. Tökum annað dæmi: Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr. Bæði Sigga og Tóti gætu verið með kortin sín tengd einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim t.d. punkta hjá flugfélagi og eykur þar með ábata þeirra umtalsvert í hverjum mánuði. Heyrðu, en hvað með árgjöldin? Nú gæti einhver sagt, heyrðu, hvað með árgjald kortsins? Jú vissulega bera kortin árgjöld en fyrir þau fá Sigga og Tóti ýmis fríðindi, s.s. ferðatryggingar sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur. Af þessu sést að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Fjármál heimilisins Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. Þannig er hægt að líta á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Þess ber þó að geta að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina. Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort Tökum einfalt dæmi um kreditkort: Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr. Tökum annað dæmi: Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr. Bæði Sigga og Tóti gætu verið með kortin sín tengd einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim t.d. punkta hjá flugfélagi og eykur þar með ábata þeirra umtalsvert í hverjum mánuði. Heyrðu, en hvað með árgjöldin? Nú gæti einhver sagt, heyrðu, hvað með árgjald kortsins? Jú vissulega bera kortin árgjöld en fyrir þau fá Sigga og Tóti ýmis fríðindi, s.s. ferðatryggingar sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur. Af þessu sést að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar