Opið bréf til Mark Zuckerbergs Gunnlaugur B Ólafsson skrifar 19. júní 2024 12:17 Fyrir um tveimur mánuðum var Facebook-reikningi mínum lokað. Eðlilega vildi ég ná að endurvirkja hann. Mikið af myndum og minningum. Það var hins vegar þrautinni þyngra að finna einhvern tengilið á Facebook. Ég fékk Opin kerfi til að skoða málið og þeir sáu að Facebook-aðgangur hafði verið hakkaður og sendi mér öryggisnúmer Facebook: +1 866 554 3839. Ég náð illa sambandi við neinn og svo slitnaði sambandið iðulega án nokkurrar niðurstöðu. Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð. Hann gaf mér upp sitt símanúmer til að tryggja að samband héldist (sjá símanúmer í viðhengi). Mér kom ekki annað til hugar en að ég væri að tala við starfsmann Facebook. Hann tjáði mér að ég hafi verið hakkaður og þar að auki hafi verið komist yfir bankaupplýsingar mínar. Hann virtist sannfærandi í að vera að rannsaka málið og leita lausna. Hann tjáði mér að til að geta gert „deep scan“ þá þyrfti ég að hlaða niður appi nefnt Anydesk. Til þess að uppræta hakkarana sem hafi komist yfir bankaupplýsingarnar þyrfti ég að fara inn á heimabankann minn. Auk þess þyrfti ég að hlaða niður appi sem héti Wise. Þar þyrfti að búa til „dummy account“ og millifæra til að hakkararnir bregðist við og sé hægt að hreinsa þá út. Til að gera langa sögu styttri þá tókst honum að millifæra rúmar 100 þúsund krónur út af reikningi mínum yfir á Wise og þaðan yfir á nafn Ramulo Quinto sem virðist reikningur á Filipseyjum. Að sjálfsögðu skammast ég mín fyrir að láta leiða mig þessa leið. Tapa fjármunum af bankareikningi og borga tuttugu þúsund í símakostnað við „hjalparaðila“. Ég lagði svo mikið traust á að Opin kerfi hafi bent á þetta símanúmer. Það hvarflaði ekki að mér að með einhverjum hætti hefðu hakkararnir tekið yfir hringinguna í Facebook-númerið og nýttu það til að ná út úr fólki fé. Hinn möguleikinn er að starfsmaður (Mike) í hjálparnúmeri Facebook hafi reynst svikull og nýtt tækifærið til að ræna mig. Nú er ég enn alveg ráðalaus hvað ég geti gert til að endurheimta aftur þau persónulegu verðmæti sem liggja í Facebook-síðu minni eða að fá fjárhagstjónið bætt. Þetta er mikilvægt að fá upplýst. Reynsla mín á erindi við almenning og þarf umræðu og umfjöllun. Það hlýtur einhver að vera ábyrgur fyrir því að tryggja traust á þessum mikilvæga vefmiðli. Að brugðist sé við og axlað ábyrgð þegar notendur eru leiddir í slíkar óhöngur þegar þeir eru í góðri trú að hafa samband við öryggisnúmer fyrirtækisins. Höfundur er lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netglæpir Facebook Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur mánuðum var Facebook-reikningi mínum lokað. Eðlilega vildi ég ná að endurvirkja hann. Mikið af myndum og minningum. Það var hins vegar þrautinni þyngra að finna einhvern tengilið á Facebook. Ég fékk Opin kerfi til að skoða málið og þeir sáu að Facebook-aðgangur hafði verið hakkaður og sendi mér öryggisnúmer Facebook: +1 866 554 3839. Ég náð illa sambandi við neinn og svo slitnaði sambandið iðulega án nokkurrar niðurstöðu. Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð. Hann gaf mér upp sitt símanúmer til að tryggja að samband héldist (sjá símanúmer í viðhengi). Mér kom ekki annað til hugar en að ég væri að tala við starfsmann Facebook. Hann tjáði mér að ég hafi verið hakkaður og þar að auki hafi verið komist yfir bankaupplýsingar mínar. Hann virtist sannfærandi í að vera að rannsaka málið og leita lausna. Hann tjáði mér að til að geta gert „deep scan“ þá þyrfti ég að hlaða niður appi nefnt Anydesk. Til þess að uppræta hakkarana sem hafi komist yfir bankaupplýsingarnar þyrfti ég að fara inn á heimabankann minn. Auk þess þyrfti ég að hlaða niður appi sem héti Wise. Þar þyrfti að búa til „dummy account“ og millifæra til að hakkararnir bregðist við og sé hægt að hreinsa þá út. Til að gera langa sögu styttri þá tókst honum að millifæra rúmar 100 þúsund krónur út af reikningi mínum yfir á Wise og þaðan yfir á nafn Ramulo Quinto sem virðist reikningur á Filipseyjum. Að sjálfsögðu skammast ég mín fyrir að láta leiða mig þessa leið. Tapa fjármunum af bankareikningi og borga tuttugu þúsund í símakostnað við „hjalparaðila“. Ég lagði svo mikið traust á að Opin kerfi hafi bent á þetta símanúmer. Það hvarflaði ekki að mér að með einhverjum hætti hefðu hakkararnir tekið yfir hringinguna í Facebook-númerið og nýttu það til að ná út úr fólki fé. Hinn möguleikinn er að starfsmaður (Mike) í hjálparnúmeri Facebook hafi reynst svikull og nýtt tækifærið til að ræna mig. Nú er ég enn alveg ráðalaus hvað ég geti gert til að endurheimta aftur þau persónulegu verðmæti sem liggja í Facebook-síðu minni eða að fá fjárhagstjónið bætt. Þetta er mikilvægt að fá upplýst. Reynsla mín á erindi við almenning og þarf umræðu og umfjöllun. Það hlýtur einhver að vera ábyrgur fyrir því að tryggja traust á þessum mikilvæga vefmiðli. Að brugðist sé við og axlað ábyrgð þegar notendur eru leiddir í slíkar óhöngur þegar þeir eru í góðri trú að hafa samband við öryggisnúmer fyrirtækisins. Höfundur er lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun