Börn forrita til framtíðar Úlfur Atlason og Zuzanna Elvira Korpak skrifa 20. júní 2024 09:02 Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun. Börn eiga einstaklega einfalt með að tileinka sér grunnþætti forritunar. Forritunarnám krefst ekki læsis og því er hægt að byrja að læra að læra grunnforritun mjög snemma á lífsleiðinni. Árangursríkasta leiðin til að læra forritun er í gegnum leiki og sköpun. Til eru ýmsir leikir, forrit og leikföng sem hafa það að markmiði að þjálfa upp forritun og rökhugsun hjá ungum börnum. Til dæmis eru til mörg forritunarviðmót þar sem börn geta skapað sínar eigin persónur og heima og forritað tölvuleiki út frá sínum eigin hugmyndum. Því getur forritunarnám verið einstaklega skemmtilegt, áhugavert og höfðað vel til barna. Forritunarnám barna styður við þau í sínu námi og getur skapað ýmis tækifæri í framtíðinni. Í grunninn er forritun einfaldlega að gefa skipanir á markvissan og rökréttan hátt. Börn tileinka sér fjölþætta hæfni þegar þau læra forritun, þ.á.m. rökhugsun, rýmisgreind, sköpun og forritunarlega hugsun. Forritunarleg hugsun er hugsunarháttur þar sem margþættum verkefnum er skipt upp í smærri hluta og þeir leystir markvisst. Þessi hugsunarháttur nýtist ekki aðeins í forritun heldur í flestum öðrum námsgreinum og jafnvel hversdagslegum hlutum. Til dæmis nýtist þetta vel við að leysa stærðfræði, skrifa ritgerð, mála mynd eða jafnvel brjóta saman þvott. Einnig krefjast sífellt fleiri störf og framhaldsnám einhvers konar þekkingar á forritun eða tækni. Þekking á þessu sviði gefur þeim forskot yfir aðra sem ekki hafa tileinkað sér grunnþætti forritunar. Það er því afar gagnlegt fyrir öll börn að læra grunnforritun, þótt það sé ekki nema til þess að auka tæknilæsi eða námsárangur í framhalds- og háskóla, eða eiga forskot á vinnumarkaði í framtíðinni. Börn sem læra að forrita öðlast nýjan vettvang til að læra, skapa og leika. Forritunarnám barna fer oft fram í formi tölvuleikjagerðar. Börn læra að útfæra eigin hugmyndir, hvort sem það er í formi stafrænnar hönnunnar á persónum og heimum eða að forrita ákveðna virkni inn í leikinn. Þegar grunnhæfni í forritun hefur verið náð geta börn nýtt hugarflugið til að færa líf í eigin hugmyndir á vettvangi þar sem sköpunargáfunni eru engin takmörk sett. Stór hluti af forritun er að fara yfir sinn eigin kóða, finna villur og fá hugmyndir að endurbótum. Þess konar lausnaleitarnám styður við og eflir gagnrýna hugsun og rökhugsun, sem eru mikilvægir þættir þegar það kemur að því að leysa vandamál, taka ákvarðanir og takast á við fjölbreytt verkefni. Forritunarnám barna hefur marga frábæra kosti og getur haft jákvæð áhrif á nám, sköpun og úrlausn vandamála. Börn eiga auðvelt með að læra forritun þar sem námið fer fram á skemmtilegan og skapandi hátt sem höfðar vel til þeirra. Þau öðlast ýmsa hagnýta hæfni eins og rökhugsun, rýmisgreind og aukna getu í verkefnalausnum. Forritunarnám opnar á ýmis framtíðartækifæri og styður við áframhaldandi nám. Við ættum því öll að styðja við börnin í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri á að kynnast spennandi heimi forritunar og öðlast forskot til framtíðar! Höfundar eru forritunarþjálfarar hjá Skema í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í síbreytilegum tækniheimi nútímans hefur tæknilæsi og þekking á forritun aldrei verið jafn dýrmæt. Það er því mikilvægt að við styðjum við börnin okkar þannig að þau verði ekki aðeins neytendur tækni heldur líka skapandi notendur sem hafa gott tæknilæsi og grunnþekkingu á forritun. Börn eiga einstaklega einfalt með að tileinka sér grunnþætti forritunar. Forritunarnám krefst ekki læsis og því er hægt að byrja að læra að læra grunnforritun mjög snemma á lífsleiðinni. Árangursríkasta leiðin til að læra forritun er í gegnum leiki og sköpun. Til eru ýmsir leikir, forrit og leikföng sem hafa það að markmiði að þjálfa upp forritun og rökhugsun hjá ungum börnum. Til dæmis eru til mörg forritunarviðmót þar sem börn geta skapað sínar eigin persónur og heima og forritað tölvuleiki út frá sínum eigin hugmyndum. Því getur forritunarnám verið einstaklega skemmtilegt, áhugavert og höfðað vel til barna. Forritunarnám barna styður við þau í sínu námi og getur skapað ýmis tækifæri í framtíðinni. Í grunninn er forritun einfaldlega að gefa skipanir á markvissan og rökréttan hátt. Börn tileinka sér fjölþætta hæfni þegar þau læra forritun, þ.á.m. rökhugsun, rýmisgreind, sköpun og forritunarlega hugsun. Forritunarleg hugsun er hugsunarháttur þar sem margþættum verkefnum er skipt upp í smærri hluta og þeir leystir markvisst. Þessi hugsunarháttur nýtist ekki aðeins í forritun heldur í flestum öðrum námsgreinum og jafnvel hversdagslegum hlutum. Til dæmis nýtist þetta vel við að leysa stærðfræði, skrifa ritgerð, mála mynd eða jafnvel brjóta saman þvott. Einnig krefjast sífellt fleiri störf og framhaldsnám einhvers konar þekkingar á forritun eða tækni. Þekking á þessu sviði gefur þeim forskot yfir aðra sem ekki hafa tileinkað sér grunnþætti forritunar. Það er því afar gagnlegt fyrir öll börn að læra grunnforritun, þótt það sé ekki nema til þess að auka tæknilæsi eða námsárangur í framhalds- og háskóla, eða eiga forskot á vinnumarkaði í framtíðinni. Börn sem læra að forrita öðlast nýjan vettvang til að læra, skapa og leika. Forritunarnám barna fer oft fram í formi tölvuleikjagerðar. Börn læra að útfæra eigin hugmyndir, hvort sem það er í formi stafrænnar hönnunnar á persónum og heimum eða að forrita ákveðna virkni inn í leikinn. Þegar grunnhæfni í forritun hefur verið náð geta börn nýtt hugarflugið til að færa líf í eigin hugmyndir á vettvangi þar sem sköpunargáfunni eru engin takmörk sett. Stór hluti af forritun er að fara yfir sinn eigin kóða, finna villur og fá hugmyndir að endurbótum. Þess konar lausnaleitarnám styður við og eflir gagnrýna hugsun og rökhugsun, sem eru mikilvægir þættir þegar það kemur að því að leysa vandamál, taka ákvarðanir og takast á við fjölbreytt verkefni. Forritunarnám barna hefur marga frábæra kosti og getur haft jákvæð áhrif á nám, sköpun og úrlausn vandamála. Börn eiga auðvelt með að læra forritun þar sem námið fer fram á skemmtilegan og skapandi hátt sem höfðar vel til þeirra. Þau öðlast ýmsa hagnýta hæfni eins og rökhugsun, rýmisgreind og aukna getu í verkefnalausnum. Forritunarnám opnar á ýmis framtíðartækifæri og styður við áframhaldandi nám. Við ættum því öll að styðja við börnin í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri á að kynnast spennandi heimi forritunar og öðlast forskot til framtíðar! Höfundar eru forritunarþjálfarar hjá Skema í HR.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar