Þreyta vegna umræðunnar um umhverfismál Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júní 2024 20:05 Þátttakendur unnu meðal annars í hópum í dag eftir erindi dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltof miklum verðmætum er sóað á Íslandi og má tengja það aukinni velmegun í landinu. Þá eru landsmenn orðnir þreyttir á umræðunni um umhverfismál því hlutirnir gerast svo hægt. Þetta kom meðal annars fram á fundi á Hvolsvelli í dag. Umhverfisstofnun boðaði til fundarsins á veitingastaðnum Midgard til að kynna verkefnið “Saman gegn sóun” og svo voru haldin fróðleg erindi frá heimamönnum um umhverfissmál og hvað er verið að gera til að koma í veg fyrir frekari sóun á verðmætum. Úrgangsforvarnir er orð, sem kom oft fyrir í dag. „Á mannamáli þýðir orðið í rauninni bara það að við þurfum að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs, sem sagt að koma í veg fyrir að rusl verði til. Það þýðir náttúrulega að við þurfum bara að nýta hlutina okkar, vörunar og efnin eins lengi og mögulegt er,” segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Birgitta segist finna þreytu hjá fólki þegar kemur að umræðunni um umhverfismál og endurvinnslu og endurnýtingu. „Líka kannski af því að við erum ekkert að sjá nógu góðan árangur. Til dæmis hérna á Íslandi erum við að framleiða alltof mikið magn af úrgangi, við erum í topp fimm hér í Evrópu skilst mér, sem er ekki gott met.” Og matarsóun er mikil á Íslandi eins og svo víða í heiminum. „Já, það er talað um að við sóum í rauninni einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur, sem er bara skelfing,” segir Birgitta. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundargesti. „Saman gegn sóun er nefnilega þannig verkefni, það vinnst ekki nema að við gerum þetta saman, það er bara ekki hægt,” segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. En er mikil sóun í gangi að hennar mati? „Já, hún er alltof mikil og stundum finnst mér forfeður okkar hafa staðið sig aðeins betur. Þau höfðu minna á milli handanna, sem segir okkur það þegar við höfum það betra þá freistumst við til að sóa,” segir Sigrún og bætir við. Ein af glærum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst síðan börnin oft vera algjörlega með þetta í leikskólanum og grunnskólanum,. Þannig að við, sem erum á mínum aldri við þurfum að hugsa okkur vel um og standa okkur sérstaklega vel. Fólk, sem er líka í rekstri fyrirtækja við að innleiða góðar umhverfisáherslur, eins og er svo víða gert, inn í sína starfsemi.” Mikil ánægja var með fundinn á Hvolsvelli á Midgard Base Camp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Umhverfisstofnun boðaði til fundarsins á veitingastaðnum Midgard til að kynna verkefnið “Saman gegn sóun” og svo voru haldin fróðleg erindi frá heimamönnum um umhverfissmál og hvað er verið að gera til að koma í veg fyrir frekari sóun á verðmætum. Úrgangsforvarnir er orð, sem kom oft fyrir í dag. „Á mannamáli þýðir orðið í rauninni bara það að við þurfum að finna leiðir til að draga úr myndun úrgangs, sem sagt að koma í veg fyrir að rusl verði til. Það þýðir náttúrulega að við þurfum bara að nýta hlutina okkar, vörunar og efnin eins lengi og mögulegt er,” segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásahagkerfis hjá Umhverfisstofnun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Birgitta segist finna þreytu hjá fólki þegar kemur að umræðunni um umhverfismál og endurvinnslu og endurnýtingu. „Líka kannski af því að við erum ekkert að sjá nógu góðan árangur. Til dæmis hérna á Íslandi erum við að framleiða alltof mikið magn af úrgangi, við erum í topp fimm hér í Evrópu skilst mér, sem er ekki gott met.” Og matarsóun er mikil á Íslandi eins og svo víða í heiminum. „Já, það er talað um að við sóum í rauninni einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur, sem er bara skelfing,” segir Birgitta. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar ávarpaði fundargesti. „Saman gegn sóun er nefnilega þannig verkefni, það vinnst ekki nema að við gerum þetta saman, það er bara ekki hægt,” segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. En er mikil sóun í gangi að hennar mati? „Já, hún er alltof mikil og stundum finnst mér forfeður okkar hafa staðið sig aðeins betur. Þau höfðu minna á milli handanna, sem segir okkur það þegar við höfum það betra þá freistumst við til að sóa,” segir Sigrún og bætir við. Ein af glærum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst síðan börnin oft vera algjörlega með þetta í leikskólanum og grunnskólanum,. Þannig að við, sem erum á mínum aldri við þurfum að hugsa okkur vel um og standa okkur sérstaklega vel. Fólk, sem er líka í rekstri fyrirtækja við að innleiða góðar umhverfisáherslur, eins og er svo víða gert, inn í sína starfsemi.” Mikil ánægja var með fundinn á Hvolsvelli á Midgard Base Camp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira