„Þessi vantrauststillaga verður felld“ Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. júní 2024 23:01 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að vantrauststillaga á ráðherra Vinstri grænna verði felld á morgun. Vísir/Vilhelm Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun. Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa gefið það út að þeir muni allir verja Bjarkeyju vantrausti. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þessi vantrauststillaga verður felld,“ sagði Hildur og að það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt leikrit Málið hafi verið rætt á þingflokksfundi í dag. Hún hafi ekki tekið nafnakall en að þingflokkurinn muni stuðla að því að tillagan verði felld. „Enda er þessi tillaga eingöngu pólitískt leikrit sem aðför að ríkisstjórninni. Skiljanlega er stjórnarandstaðan að horfast í augu við að meirihlutinn hér ætlar að klára fullt af málum,“ segir Hildur og að það verði gert í samstöðu og málamiðlunum, fyrir fólkið í landinu. „Það er hlutverkið sem við vorum kosin til að sinna og við ætlum að gera það," segir Hildur. Innan þingflokksins hafi verið áhyggjur af þessu máli. Þingmenn hafi sterkar skoðanir á stjórnsýslunni en tillagan verði samt sem áður felld. Stefna á að ljúka þingi í þessari viku Hildur segir að flokkarnir vinni nú að því að miðla málum svo hægt verði að ljúka þingstörfum. Það væri eðlilegt að svo ólíkir flokkar þyrftu að gera það. „Það eru vissulega mjög mörg mál undir. En þetta gengu vel. Við ætlum að klára og við látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur upp við vegg með þessum hætti með svona furðutillögu,“ segir Hildur. Stefnt væri að því að ljúka þingstörfum í þessari viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa gefið það út að þeir muni allir verja Bjarkeyju vantrausti. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þessi vantrauststillaga verður felld,“ sagði Hildur og að það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt leikrit Málið hafi verið rætt á þingflokksfundi í dag. Hún hafi ekki tekið nafnakall en að þingflokkurinn muni stuðla að því að tillagan verði felld. „Enda er þessi tillaga eingöngu pólitískt leikrit sem aðför að ríkisstjórninni. Skiljanlega er stjórnarandstaðan að horfast í augu við að meirihlutinn hér ætlar að klára fullt af málum,“ segir Hildur og að það verði gert í samstöðu og málamiðlunum, fyrir fólkið í landinu. „Það er hlutverkið sem við vorum kosin til að sinna og við ætlum að gera það," segir Hildur. Innan þingflokksins hafi verið áhyggjur af þessu máli. Þingmenn hafi sterkar skoðanir á stjórnsýslunni en tillagan verði samt sem áður felld. Stefna á að ljúka þingi í þessari viku Hildur segir að flokkarnir vinni nú að því að miðla málum svo hægt verði að ljúka þingstörfum. Það væri eðlilegt að svo ólíkir flokkar þyrftu að gera það. „Það eru vissulega mjög mörg mál undir. En þetta gengu vel. Við ætlum að klára og við látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur upp við vegg með þessum hætti með svona furðutillögu,“ segir Hildur. Stefnt væri að því að ljúka þingstörfum í þessari viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40
Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53
Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49