Lagareldisfrumvarpið ekki klárað í vor Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 13:35 Ekki hefur náðst sátt innan ríkisstjórnarinnar um lagareldisfrumvarpið sem upphaflega stóð til að klára fyrir þinglok. Málinu hefur verið frestað fram á haust Vísir/Vilhelm Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að ná saman um lagareldisfrumvarpið í atvinnuveganefnd. Upphaflega stóð til að klára málið fyrir þinglok. Ágreiningur stjórnarliða snýr aðallega að ákvæðum um sektir og gjaldheimtu. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir að frumvarpið sé gríðarlega stórt, rúmlega 130 greinar, og málið hreinlega orðið of þungt í vexti til þess að hægt sé að klára það í vor. Ósammála um sektarákvæði og gjaldheimtu „Kannski í fyrsta lagi vildum við tímasetja leyfin í stað þess að hafa ótakmörkuð leyfi, og þá átti það líka að hafa áhrif á sektarákvæði og annað slíkt,“ segir Ásmundur. Hann segir að allir hafi verið sammála um þær breytingar, að leyfin yrðu ekki ótímabundin. Ásmundur Friðriksson segir að ágreiningurinn hafi aðallega snúið að gjaldheimtu og sektarákvæðum.Vísir/Vilhelm Ágreiningurinn hafi helst verið um breytingar á sektarákvæðum. „Við vorum alveg þannig séð búin að ná saman um skattheimtuna, en þetta laut að þessum atriðum helst, þessar gjaldheimtur og háu sektir. Upphæðirnar eru gríðarlega háar, fimmhundruð milljónir er hæsta sektin,“ segir Ásmundur. Ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um stór mál Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan hafi haft ýmislegt um málið að segja, en það hafi ekki þurft til. Málið hafi farið út af borðinu án stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið einkennandi fyrir ástandið innan ríkisstjórnarinnar. „Þau eru saman í bíl, geta ómögulega komið sér saman um það hvert á að keyra, rífa í stýrið hvert hjá öðru og það er óhjákvæmilegt að það endar úti í skurði,“ segir Logi. Hann segir fleiri stór mál innan ríkisstjórnarinnar sem ekki hefur náðst sátt um. „Hitt stóra málið er samgönguáætlunin, svo er það vindurinn og fleira, sem við eigum eftir að sjá hvað gerist með,“ segir Logi. Logi Einarsson segir ríkisstjórnina ekki geta komið sér saman um það hvert eigi að stefna.Vísir/Vilhelm Sjókvíaeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Tengdar fréttir Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir að frumvarpið sé gríðarlega stórt, rúmlega 130 greinar, og málið hreinlega orðið of þungt í vexti til þess að hægt sé að klára það í vor. Ósammála um sektarákvæði og gjaldheimtu „Kannski í fyrsta lagi vildum við tímasetja leyfin í stað þess að hafa ótakmörkuð leyfi, og þá átti það líka að hafa áhrif á sektarákvæði og annað slíkt,“ segir Ásmundur. Hann segir að allir hafi verið sammála um þær breytingar, að leyfin yrðu ekki ótímabundin. Ásmundur Friðriksson segir að ágreiningurinn hafi aðallega snúið að gjaldheimtu og sektarákvæðum.Vísir/Vilhelm Ágreiningurinn hafi helst verið um breytingar á sektarákvæðum. „Við vorum alveg þannig séð búin að ná saman um skattheimtuna, en þetta laut að þessum atriðum helst, þessar gjaldheimtur og háu sektir. Upphæðirnar eru gríðarlega háar, fimmhundruð milljónir er hæsta sektin,“ segir Ásmundur. Ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um stór mál Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan hafi haft ýmislegt um málið að segja, en það hafi ekki þurft til. Málið hafi farið út af borðinu án stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið einkennandi fyrir ástandið innan ríkisstjórnarinnar. „Þau eru saman í bíl, geta ómögulega komið sér saman um það hvert á að keyra, rífa í stýrið hvert hjá öðru og það er óhjákvæmilegt að það endar úti í skurði,“ segir Logi. Hann segir fleiri stór mál innan ríkisstjórnarinnar sem ekki hefur náðst sátt um. „Hitt stóra málið er samgönguáætlunin, svo er það vindurinn og fleira, sem við eigum eftir að sjá hvað gerist með,“ segir Logi. Logi Einarsson segir ríkisstjórnina ekki geta komið sér saman um það hvert eigi að stefna.Vísir/Vilhelm
Sjókvíaeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Tengdar fréttir Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41
Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18